Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, maí 27, 2006

Tómlegt í kotinu

Gestirnir eru farnir og nú tók maðurinn upp á því að láta sig hverfa líka, en hvað það er tómlegt hjá okkur. Eiginlega er ekki hægt að kalla þessa gesti sem voru hérna hjá okkur gesti, þetta voru frekar auperur, sáu um uppvaskið-þvottinn og pússun glugga...svo lítið eitt sé nefnt. Vorum níu þegar mest var og fór (held ég) vel um alla. Stubbi fannst þetta prýðisgóð athygli og naut þess að kúra á mjúkum möllum afa sinna og spjalla við ömmur sínar þess á milli. Ársól naut þess líka, þó hún kvartaði aðeins undan hrotum í afa sínum.... Vorum mest hérna heima að hygga okkur enda var eiginlega rok og rigning flesta daga, ekki alveg það sem við vorum búin að óska eftir. En um leið og stytti upp notuðum við tækifærin og fórum upp í koloni, á lestarsafnið og í tívolí.

Það sem er annars að frétta af heimilinu er að GP er búinn að skila lokaverkefninu-finally og þá er þetta alveg að styttast, hann fór í smá skreppiferð til Íslands og ætlar að redda íbúð, vinnu, bíl og öllu öðru sem okkur vantar áður en við flytjum heim. Stubbur stækkar og stækkar, er hress og kátur, algjört yndi. Ársól er búin að vaxa og þroskast um mörg ár við að hann fæddist og er nú farin að kunna tökin á honum, tekur hann upp og hjálpar heilmikið til með hann. Ég er bara í gúddí fíling og bíð eftir að veðrið skáni aftur.

Læt þetta duga að sinni...þar til síðar adíos

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim