Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, júní 24, 2006

Bygningsingeniør og hustru...

Þá er þessum áfanga lokið, hann er útskrifaður sem bygningsingeniør, húrra húrra húrra. Vörnin var í byrjun vikunnar og svo var útskriftin í dag. Erum búin að ákveða að á legsteininum okkar á að standa " her hviler Guðmundur Pétursson ingeniør og hans hustru" híhí (veit maður á ekkert að gantast með svona lagað), en við sáum þessa áletrun á legstein upp í Korup kirkjugarði og fannst þetta ansi skondið, ekki einu sinni tekið fram hvað konan hét!! En allavega drengurinn er búinn og fagnaðarlátunum ætlar aldrei að linna. Síðan hann kláraði vörnina hefur verið allt sett á fullt í að pakka og koma dóti fyrir niðrí kjallara, höfum því staðið sveitt og móð við að koma hlutunum fyrir í pinglum og pökkum. Láki hefur ekkert látið þetta á sig fá og sefur þessi læti að mestu af sér. Ársól skilaði sér heim úr erfiðri koloniferð, og voru það vel þreytt börn sem stigu út úr rútunni á miðvikudag. Ferðin gekk víst rosa vel, nema að herbergisfélagar hennar voru víst eitthvað ansi árrisulir og voru komnir á fætur fyrir fimm!! sem er auðvitað mið nótt.

Höfum það annars bara frekar gott og erum alveg að komast í sumarfrígírinn, sem er svooo notarlegt, ætlum í circus á morgun og sjáum örugglega margt sniðugt þar.

Kveðjum að sinni héðan úr blíðunni Freyja hustru og familie

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim