Tóta tætibuska
Ef sonur minn hefði verið stelpa þá hefði ég kallað hann tótu tætibusku. En þar sem hann er drengur þá verð ég að finna hentugra nafn, við viljum nú ekki valda einhverjum misskilningi hjá barninu. En á einni nóttu breyttist litla barnið úr því að sitja já eða liggja á teppinu sínu yfir í krakkakríli sem þýtur um alla íbúð og skoðar allt af mikilli athygli. Hann er farinn að fara mjög hratt um og herðir enn á þegar hann sér að herbergið hjá systur sinni stendur opið og óvarið. Þá hendir hann öllu frá sér og þýtur af stað á vit ævintýranna á bannsvæðinu. Drengurinn er líka farinn að standa upp við alla mögulega og ómöglega hluti, oft er hann komin í sjálfheldu og þá ekkert hægt að gera en að sleppa og endar það mjög oft með miklum gráti þegar hausinn lemst í hart gólfið. áááá. Við brugðum því á það ráð í gær þegar hann fór hamförum hérna um íbúðina að setja á hann reiðhjólahjálm sem Fjalar Hrafn lánaði honum, og það leið ekki langur tími þar til notagildi hjálmsins sannaði sig. Drengurinn féll og hjálmurinn varði hausinn, enginn grátur og op igen!! Svo nú er komið að því að ég þarf virkilega að gera íbúðina barnahelda...þe færa það sem ekki má tæta í upp um ca meter og koma læsingum á skúffurnar og skápana í eldhúsinu.
Svona er þetta nú á þessu heimili...
þar til síðar veriði sæl
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim