Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, desember 12, 2006

Eitthvað að frétta?

Neiiii eiginlega er bara ekkert að frétta héðan úr Árbænum. Við Pétur reynum okkar besta til þess að vera með í jólakapphlaupinu og það gengur ágætlega hjá okkur. Pakkarnir týnast heim í hús, búið að skreyta smá og svo er farið að huga að jólasmákökunum....en bara að huga að þeim. Á eftir koma því í verk að baka þær.......

Síðustu helgi var föndur hjá Möggu og síðan fór Ársól með Rósu sinni á Árbæjarsafnið þar sem þær sáu hvernig jólin voru í gamla daga. Næstu helgi förum við síðan á jólahlaðborð með vinnunni hjá Gumma og þá fer Pétur í fyrstu alvöru pössunina. Fengum þaulreynda mömmu í þetta verkefni og vonum að drengurinn verði prúður og góður við hana. Á sunnudag á síðan að fara og velja jólatré. já og á milli þessa verður farið á jólaleikrit...svo það er í nógu að snúast.

Var samt að hugsa um hvort það ætti nú kannski að velja eitthvað mini jólatré þar sem pési púki klifrar örugglega upp tréið og tætir allt skrautið af....ætli við hengjum það ekki bara upp í loft svo hann nái ekki í það.

Hann er alltaf í púkagírnum drengurinn, skríður um allt og rannsakar. Er núna farin að reysa sig upp við göngugrindina sína og þrammar með hana á undan sér um eldhúsið. Skemmtir sér konunglega við allar þessar æfingar.

jæja læt þetta duga að sinni

bless í bili

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim