jólaráð
Kennarinn í ræktinni kom með góð jólaráð til okkar í morgun. Hún benti okkur hvernig mætti komast hjá öllum bakstrinum með því að hella smá kanil á volga eldavélahellu, þá myndi þessi ljúfi kökuilmur leggja um húsið og svo væri bara að kaupa nokkrar gerðir af kökum í búðinni og smella þeim í flotta kökudunka....alveg eins og heimabakað!!! Hennar ráð við óþarfa þrifum var að hella slatta af ajax í blauta tusku og leggja hana á ofninn. Allt orðið ilmandi af bæði kökulykt og þriflykt!!!
Já mjög snjöll ráð fyrir þá sem eru að drukkna í verkefnum fyrir jólin.
Besta ráðið held ég samt að sé bara að draga djúpt andann og njóta líðandi stundar....hvort það sé í stressi eða ekki....njóta þess að vera til á aðventunni.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim