Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, janúar 04, 2007

Nú er að duga eða drepast, hætta þessu hálfkáki eða fara að gera eitthvað að viti... blogga um eitthvað sem gerist hérna hjá okkur

Jólin búin svo lífið ætti að fara að komast í venjulega gírinn, en sá gírlætur eitthvað bíða eftir sér og við höngum enn uppí sófa gúffum í okkur jólanammi og smákökur sem eru afgangs. En ætlum bara að fljót að klára afgangana svo við getum hafið heilsuátak 2007. En auðvitað eins og svo margir aðrir voru áramótaheitin eitthvað á þá leið að ná af sér aukakílóonum sem hafa tekið sér bólfestu á heimilisfólkinu. Ætlum að úthýsa þessum andskotum á nýju ári....ja þó það væri ekki nema einn þeirra myndi fallast á það að hverfa þá væri strax bót.. annars strengdi ég engin áramótaheit að þessu sinni, var of upptekin að hlaupa undan prikum og örðu drasli sem kom svífandi að himnum ofan...já og halda fyrir eyrun í mestu hávaðarokunum....leist nú ekkert á blikuna þvílík og önnur eins læti, allir að ganga af göflunum. Kannski var óformlegt áramótaheit strengt en það var að næstu áramótum verður eytt einhversstaðar í kyrrð sveitarinnar.

Ég á núna tvo labbakúta sem eru lasnir, stóri kúturinn er með hálbólgu og kvef, en hinn er með eyrnabólgu og komin á astmalyf....eins og flest börn á Íslandi í dag. Held að þetta sé einhver faraldur eða tískufyrirbrigði að greina öll börn undir 5 ára með astma...veit ekki hvað það er sem veldur þessari tískubylgju en væri til í að skoða það nánar.

Ætla að fara að njóta þess að lasarusarnir eru sofnaðir og klára bókina sem ég er að lesa...og byrja etv á þeirri næstu...

þar til eftir nokkra daga...já eða mánuði bless

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim