Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, desember 14, 2006

Jólalistinn í ár...

Ársól var að búa til jólalista svona hljómar hann

1. seguldýr
2.Peimó
3. dideldúka
4.pónihest
5.pollipokis
6.föt
7.penig
8.bók
9.álfahús
10.fiska
11. bangsar
12. púsl

Hún bjó líka til samskonar lista fyrir bróðir sinn þar sem hans fyrsta ósk átti að vera bók, dudda, föt, dót, bíll bangsar, penig, lest og púsl.

Það hefur nú aldrei tíðkast að gefa pening í jólagjöf, enda veit ég ekki hvað hún ætlar sér með hann, þar sem hún týmir ekki að kaupa neitt fyrir sinn pening (algjör nískupúki) og svo vill hún alls ekki sjá það að leggja peninginn inn á bankabók, hún vill vera viss um að þeir geymi akkurat hennar pening inn í sér hólfi, ekki blanda honum saman við annara manna peninga....

Ætli hún verði ekki ein af þeim sem sefur með peningana undir koddanum þegar hún er eldri.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim