Eins og flestir aðrir smábarnaforeldrar bíðum við spennt eftir að Pétur læri nú fyrstu trikkin sín, ss hvað ertu stór?
hvað ertu sterkur? osfrv.
Sonur okkar er nú ekki mikið fyrir að taka þátt í þessum heimskulega leik foreldranna, og fáum við dræmar undirtektir þegar söngurinn hljómar "Pétur hvað ertu stór...." En núna síðustu skipti hefur hann rekið út úr sér tunguna í hvert sinn þegar þessi klassíska spurning kemur upp. Auðvitað vekur þetta mikla kátínu á heimilinu og finnst honum þetta vera mjög skemmtilegur leikur og rekur út úr sér tunguna í tíma og ótíma og vill að sjálfsögðu fá klapp að launum.
Það er spurning hvort það virki að spyrja hann hvað tungan sé stór þá kannski setur hann hendurnar upp í loft og sýnir hvað hann er stór...hver veit.
kveðja úr snjónum úr Árbænum
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim