Hún Ársól er svo mikil reglumanneskja að stundum gengur það alveg úr hófi fram....hún vill hafa reglum um alla hluti...en hvort þeim sé framfylgt fylgir ekki sögunni. Í gær fór hún á sundæfingu og átti að þvo á sér hárið í leiðinni, nema hvað þegar hún kemur heim hafði hún ekki gert það...týpiskt....en hún tilynnti okkur það að hún væri búin að setja reglu um að það ætti alltaf að þvo á sér hárið á mánudögum ( sem var auðvitað í gær) og við spurðum hana hvers vegna hún hafi þá ekki gert það....já nei nei reglan tekur ekki gildi fyrr en í næstu viku. málið útrætt.
Svona er hægt að vera útsjónasamur og setja sjálfur fullt af reglum boðum og bönnum og fara síðan snyrtilega í kringum allt þetta.
En fréttirnar af heimilinu eru ekki alls kostar skemmtilegar, Pétur er lasinn enn eina ferðina. Sama hvað hann kallinn reynir að vera hress og kátur þá er hann búinn að vera endalaust veikur frá því um áramótin. Síendurtekin eyrnabólga er það sem hrjáir kallangann. Kominn á þriðja sýklalyfjakúrinn í röð og það óhugnalega við þetta allt er að það hafa liðið 3 vikur á milli sýkinga...upp á dag.
En drengurinn varð 10 mánaða í síðustu viku og að tilefni þess færi pabbi hans honum risa pakka.....sem hann fær reyndar ekki afnot af fyrr en hann er orðinn 17 ára. Haldiði ekki að gumminn hafi keypt draumajeppann sinn, notaði þá afsökun að þetta væri gjöf handa einkasyninum.....je right! Þar með erum við komin í hóp þeirra íslendinga sem telja eflaust 90% þjóðarinnar sem eru með bílalán...íííhaaaa tók okkur ekki lengri tíma en þetta ( 7 mánuði ) að gleyma öllu sem við lærðum í Danmörkinni um nægjusemi og skynsemi og fara út í óhófssemi og eyðslu sem einkennir okkur (og gerir okkur sérstök!) íslendinga.
Hafið það gott á þessum fallega degi kv Freyja
1 Ummæli:
ææææ, 7 mán, þetta tók Gunnar bara 2 daga, Gummi slow
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim