Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, september 19, 2007

Hugmyndarík stelpuskott

Feimni og óframfærni er eitthvað sem hefur fylgt tíu ára dóttur minni alla tíð. En eftir því sem hún eldist þá virðist þetta breytast smátt og smátt. Síðast núna í dag sýndi hún áræðni og frumkvæði til þess að sigrast á feimninni sem býr í henni. Eitt kvöldið í síðustu viku ætlaði hún aldrei að geta sofnað og talaði hún um að hún væri að hugsa svo mikið að þess vegna geti hún ekki sofnað. Næsta dag fór hún að segja mér frá því sem hún hefði hafði truflað hana kvöldið áður. Hana langaði að fara á leikskóla og bjóða fram aðstoð sína við að passa börnin. Hún vildi setja upp leikrit, fara í útileiki og föndra með krökkunum á hverjum föstudegi í vetur. Í dag fór hún svo í leikskólann (hringdi reyndar í mig þegar þær stóðu fyrir utan leikskólann þar sem þær þorðu ekki inn!! ) en að lokum fóru þær inn og töluðu við leikskólastjórann, fengu síðan leyfi til þess að koma næsta föstudag og leika við krakkana. Þær vinkonurnar hugrökku komu svo skelfdar heim þar sem nú voru þær svo smeykar um að krakkarnir vildu ekki leika við þær og myndu alls ekki hlýða þeim. En eftir miklar vangaveltur ákváðu þær að fara í nafnaleik með krakkana svo þær myndi læra að þekkja þau. Það verður gaman að sjá hvernig þetta á eftir að ganga hjá þessum frumkvöðlum.

3 Ummæli:

Þann 20 september, 2007 , Blogger S r o s i n sagði...

Ja, hérna hér, mikið er hún yndisleg. Já, þetta hefði manni nú ekki dottið í hug að hún ætti eftir að þora að gera.

Æ, ekkert smá sætt af þeim vinkonunum :)

Hmmm hvernig var með hittinginn ;)

 
Þann 20 september, 2007 , Blogger Freyja sagði...

Bíddu við ég beið og beið og beið útá róló í gær, sá þig ekkert!! hihi

..........er á leiðinni, eins og vanalega!

hils Freyja

 
Þann 21 september, 2007 , Blogger kollatjorva sagði...

Æ hvað hún er dugleg og ekkert smá góð hugmynd, litla krúttið :)
Gaman að lesa bloggið þitt Freyja mín en samt væri nú enn betra að hitta þig í eigin persónu, held að það hafi ekki gerst ansi lengi..
Kv
Kolla Tjörva

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim