Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, október 28, 2004

Þá styttist í það....

Erum að verða búin að koma okkur ágætlega fyrir í stofunni og ætlum að búa þar innan um ógrynni af pappakössum og rusli fram á laugardag. En þá flytjum við. Skringilegt....

Við erum sko búin að eiga góðar stundir hérna fyrir framan ruslasvæðið:

- vaknað snemma (kl 6:30) á fimmtudagsmorgnum við hávaðann í ruslabílinum þegar hann sækir tómar flöskur......

- fylgst með Rusla á hinum ruslabílnum þegar hann tæmir ruslið, (og keyrir á rafmagnskassann)

- fylgst með kínverjunum gramsa eftir einhverju nýtilegu í ruslinu og æfa sig að hjóla á planinu.

-séð þegar íslendingarnir koma keyrandi með skottið fullt af rusli (sem stinnkar ekki vel)

-séð þegar skassið í næstu íbúð hlaupa út á náttkjólnum einum fata, þegar hún sá Todda fara út með ruslið. heheheh

-dulbúið okkur sem kínverja og farið út á ruslasvæði til að ná í ýmislegt. (Gummi getur verið ótrúlega líkur kínverja þegar hann tekur sig til!!)

Við eigum fullt fullt af góðum minningum tengdum ruslasvæðinu. Er farin að halda að við verðum geðveikt einmana á nýja staðnum, þar er ekkert ruslasvæði fyrir framan hjá okkur, verðum örugglega farin að spæja um nágrannana innan tíðar.

þriðjudagur, október 26, 2004

Sundstelpan flinka

Ársól var að byrja í sundkennslu í gær. Kom inn á mitt námskeið þar sem það losnuðu nokkur pláss. Þetta var auðvitað frekar stressandi þegar maður er svona nýr og allir hinir eru búnir að vera lengur en þú sjálfur. Svo hún var ekkert allt of upprifin og var að hugsa um að hætta við þegar við vorum komnar í búningsklefann. En nei hún lét sig hafa það. Var mætt ofan í laugina kl 18. og þar voru 10 strákar og 2 stelpur. Fengu froskalappir til þess að synda með og hún stakk strákana af. Ekkert smá snögg að synda. Þegar við vorum komnar heim þá er hún að lýsa þessu fyrir pabba sínum og segir " pabbi það kom mér á óvart hvað ég er góð að synda" hahahaha mér fannst þetta ekkert smá fyndið. Hún mátti alveg vera montin að hafa verið með þeim fljótustu, og það er sko ekki leiðinlegt. Þannig að við mætum galvaskar í næsta sundtíma eftir viku.

mánudagur, október 25, 2004

Hún er fædd...

....Auður Ísold er komin í heiminn!

Litla prinsessan sem lét vita af sér í Póllandi er komin í heiminn. Sú er snjöll, lætur mömmu og pabba kynnast heilbrigðiskerfinu í Póllandi bara svo þau fá nú smá manningasjokk og fýti sér heim til Danmerkur, svo lætur hún þau bíða alveg fram á settan dag. Elsku prinsessa velkomin í heiminn, Helga og Þórir hjartanlega til hamingju með stelpuna ykkar, síðast en ekki síst Fjalar Hrafn til hamingju með litlu systir. Þú verður alveg pottþétt skemmtilegur prakkarabróðir sem leiðir litlu systur út í ýmis skemmtileg ævintýri, eftir ekki svo langan tíma.

Ársól fór nú að tala um að það væri nú kannski betra að Fjalar væri jafn gamall henni því þegar maður er orðinn svona stór þá gæti maður hjálpað svo mikið til!! Jamms þetta umræðuefni kemur alltaf upp með reglulegu millibili. Mamma hvenær fæ ég líka systur.........hmmmmm. held að henni finnist þetta eitthvað ósanngjarnt þar sem hann sé enn svona lítill en samt á hann systur.... svona er þetta nú flókið.

föstudagur, október 22, 2004

Verkfall á kollegi-inu

Jamms nú er síminn hérna á svæðinu farinn í verkfall og í þetta sinn er það að öllum líkindum endanlegt. Þegar við fluttum hingað á kollegið þá var þessu svoleiðis háttað að við fórum út á skrifstofu sem var opin einu sinni í viku og borguðum inn á símann til þess að við gætum haft samband við umheiminn. Fyrir nokkrum mánuðum var skrifstofunni lokað og við gátum ekki borgað inn á símann, en það hefur verið hægt að hringja í okkur og við höfum getað notað símann innanhúss þe innankollegi-sins (oft löng og mjög ýtarleg símtöl þar sem þau kosta ekki neitt og manneskjan sem þú talar við býr í næstu íbúð!!! Sælla minninga). Núna er búið að loka á þessi fríðindi og ekki lengur hægt að hringja innanhúss né utanfrá, demn. En vegna þessa síma(númera)leysis neyddist ég til þess að hjóla út um allt kollegie í gærkvöldi og kom heim blaut og hrakin eftir þessa útiveru. Auðvitað er ég með planB, það er að ég er komin með nýtt símanúmer, get nú ekki verið símalaus í hálfan dag og númerið er 65963221.

Svei þessum bjánum sem lokuðu símanum, gera þeir sér grein fyrir hversu slæman grikk þeir gera okkur húsmæðrum með þessu!! Er að hugsa um að fara í verkfall yfir þessu.

Veit nú ekki alveg hvað ég er að æsa mig því ég er að flytja eftir viku!!! En það þýðir ekkert annað en að sína samstöðu!! er það ekki málið..

fimmtudagur, október 21, 2004

Velkomin í bloggheima Viktoría!

Komnar tilbaka í fjörið.....

Já það er nefnilega svo mikið fjör að þurfa núna að vakna kl 7 og pilla sér á fætur, borða og hjóla síðan hálfsofandi í skólann. Var búin að gleyma hvað þetta er erfitt.

Við Ársól höfðum það rosalega gott á Íslandi og nutum okkar fram í fingurgóma. Hittum fullt af fólki og gerðum eitt og annað, eiginlega ótrúlega margt þrátt fyrir að tíminn væri allt of fljótur að líða og við næðum ekki að gera allt sem við ætluðum, en við gerum það bara næst. Við komum til Odense á þrið. kvöld og erum enn að reyna að snúa sólarhringnum við.... náðum þó að mæta kl 8:30 í morgun sem er nú að mínu mati ótrúlega vel af sér vikið.

Núna verður sko farið í heilsuátak því viktin er ekkert allt of glöð þessa dagana. Ég var eins og stórreykingarmaður sem kveikir í sigrettunni með þeirri sem hann er að klára.....nema það að ég náði aldrei að verða svöng allan þennan tíma, þegar morgunmaturinn var búinn þá kom kaffið og þegar það var búið þá kom kvöldmatur. Og það er nú kannski ekkert allt of sniðugt því núna er ég svöng allan daginn........og versta við það að núna hugsa ég um allt þetta góða sem ég smakkaði ekki..............svona er lífið flókið, já eða viktin!! En Djö...hvað það er góður matur á íslandi.


sunnudagur, október 17, 2004

Erum saddar og sælar á Íslandinu góða..................

.................er eiginlega búin að borða yfir mig af þvílíkum kræsingum, ég er nefnilega búin að vera á hótel mömmu í nokkra daga og hef notið þess út í ystu æsar. Held að það verði nú tekið smá átal þegar maður verður kominn í baunalandið aftur.

þriðjudagur, október 05, 2004

Erum að koma heim í heiða dalinn....heim á íslandið. Jábbs við mæðgurnar leggjum upp í langferð á morgun, ferðinna að sjálfsögðu heitið til íslandsins góða þar sem við ættlum að eyða nokkrum dögum. Við skiljum Gumma eftir að þessu sinni í Danmörkinni þar sem hann ætlar að vera rosa duglegur og læra í haustfríinu, en hann er líka búin að fá smá verkefni hérna heima svona svo honum leiðist ekki á meðan, mála og fleira í þeim dúr.

svo við segjum bara
sjáumst á morgun

Freyja og Ársól