Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, maí 31, 2005

Home alone..

Ekkert barn, váá hvað þetta er undarlegt eitthvað. Ársól var ansi brött á mánudagsmorguninn eftir að hafa kvatt Óskar anga og alla bangsana heima. Síðan vorum við kysst og kramin og gúd bæ....ekkert mál. Váá hvað mér finnst hún vera dugleg, ekkert smá stolt af henni. Okkur finnst samt vera ansi tómlegt án hennar og eiginlega veit maður ekkert hvað maður á af sér að gera....Gummi er reyndar búin að vera að læra og náði sér í leiðinni í einhverja pest, sem er auðvitað ekki gott mál þar sem hann er að fara í próf á morgun og hinn. Fúlt að vera veikur og vera að fara í próf og þar að auki á sjálfan ammælisdaginn. Gæti þetta verið verra. Ég er líka búin að hafa nóg fyrir stafni og er eiginlega búin að vera í vinnunni allan daginn, spennandi eða þannig. Við brugðum þó undir okkur betri fætinum í gær og skunduðum á veitingastað. Fórum á voða fínan stað sem heitir Mona Lisa. Fengum svooooo mikið að borða diskurinn var bara svo troðinn að það sást ekki að ég hefði snert á aðalréttinum þó svo ég væri búin að gúffa í mig heilum helling. Okkur langaði mest til að biðja um hundapoka og hafa með heim, kunnum svo ekki við það þegar á reyndi.

Ætla að halda áfram að vinna smá og fara svo heim að hjúkra Gumma!

sunnudagur, maí 29, 2005

Óskar ólátabelgur

já það er ekki tekið út með sældinni að vera kanínu eigandi, eiginlega algjört puð finnst Ársól! Ekki nóg með að þurfa að hreinsa búrið sem er ekki það skemmtilegasta sem hún gerir þá tekur pilturinn upp á ýmsu misskemmtilegu.... í fyrrakvöld þurftu hann auðvitað að vera með á meðan við vorum að lesa, Ársól sat með disk með morgunmat og hafði það frekar gott. Þar til Óskar var orðinn eitthvað pirraður á því að hlusta á lesturinn og stökk af stað, og lenti beint ofan í matardiskinn hennar Ársólar sem var fullur af mjólk.....til þess að hann myndi ekki sóða allt rúmið út greip ég í hann en það vildi ekki betur til en að ég náði bara í annan fótinn á honum og þarna spriklaði hann eins og óður væri og sóðaði auðvitað enn meira út þar sem mjólkurgusurnar þeystust út um allt rúm. Ársól varð svo hrædd við þessi læti að hún var farin að skæla og missti diskinn nærri niður í rúmið og á endanum slapp Óskar og hoppaði niður á gólf þar sem hann skildi eftir sig´mjólkurslóða..skildi okkur mæðgurnar eftir upp í rúmi útataðar í mjólk.

fimmtudagur, maí 26, 2005

Fyrsti flóttinn...

Ég er búin að banka í mælinn í allan dag en hann sýnir alltaf það sama. Og núna þrátt fyrir að það sé komið kvöld sýnir hann enn 25 stiga hita, geggjað. Ekkert smá notarlegt!

Við Ársól fengum nett taugaáfall í dag þegar við komum heim ,sólstofudyrnar voru opnar og enginn Óskar....brá ekkert smá mikið, hugsaði ekkert um að kannski væri búið að brjótast inn eina sem ég hugsaði um að ég vonaði að ekkert væri að Óskari og við gætum fundið hann. Þessi dúlla sat bara í mestu makindum hérna út í garði og sæeikti sólina. Ég prófaði að kalla á hann og viti menn hann kom bara hlaupandi á fleygi ferð og beinustu leið inn. Úha þvílíkur léttir. Greyið er örugglega búin að vera á fullu út í garði í allan dag því hann var svo svakalega þreyttur þegar hann loksins kom inn að hann er búinn að liggja og safa síðan. Ætli þetta megi ekki flokkast undir fyrstu flóttatilraunina hans, þær eiga væntanlega eftir að verða nokkrar...

miðvikudagur, maí 25, 2005

ekkert að gerast hérna megin, bara vinna borða og sofa. Gaman af því er þaggi. Er í vinnunni að bíða eftir sölumönnum sem ætluðu að koma milli 9-10 og eru ekki komnir enn og klukkan er 10:01.....bíði bíði.

Ársól er orðin rosa spennt fyrir skólaferðinni sem þau eru að fara í næstu viku, fara á mánudaginn og koma tilbaka á miðvikudag. Svakalega spennandi en þetta er líka ótrúlega stressandi þegar maður hefur ekki stærra hjarta en hún hefur. Púffff. Verður spennandi hvort hún fari yfirhöfuð eitthvað af stað...sjáum til á mánudaginn.

þriðjudagur, maí 17, 2005

Lenti í þessu líka fyndna atriði í dag

Var í vinnunni og á meðan Mads fór á fyrirlestur fékk ég símann hans þar sem við vorum að bíða eftir símtali frá viðgerðamanni í Sverge ( ég að pratta svenske...góður) en allavega þá hringdi gaurinn ekkert en konan hans Mads hún Annie hringdi og ég svaraði...
F: hej det er hos Mads, det er Freyja! ( eins og ég sé ritarinn hans sko,....)
A: uhhh ja hej det er hans kone Annie.. er han der
F: nej han er her ikke, men kommer tilbage kl 15..
A: ok så bed han bare om at ringe hjem når han kommer tilbage!
F: det skal jeg gøre...hej hej

eftir 1/2 mín hringdi hún aftur og ég tók símann aftur
A: hej det er jeg igen, jeg vil bare spørge om du ved om Mads skal sove der i nat
F: uhhh det har vi ikke beslutted i nu...

arrrrrg mislukkað eitthvað, fysrt svara ég í símann hans og svo spyr hún mig hvort hann ætli að sofa á skrifstofunni í nótt og ég segi að við séum ekki búin að ákveða það...dóóó eins og við ætluðum bæði að sofa þar. Díí í hvað ég sprakk úr hlátri eftir að ég skellti á. Enda þegar hann kom til baka sagði ég honum að hringja beint heim og útskýra af hverju ég var með símann og líka þetta með gistinguna.

Málið er samt að Mads ætlar að sofa þar í nótt en ekki ég! Erum nefnilega að spotta og það þarf að vera á tékkinu á 40 mín fresti. Ætli ég verði ekki næstu nótt, úfff púfff er nú ekki viss um að ég geti sofið þarna, ja ekki nema Mads verði líka heheheheheh.

Góða nótt allir saman

mánudagur, maí 16, 2005

Pinsefrí

Frí aftur.... ekki slæmt, 4 daga helgi síðast og núna 3 daga helgi ahhhh.

Vorum að senda gestina heim á leið, á mjög dramatískan hátt. Við Helga, Ársól, Fjalar og Auður fórum í sund í Nyborg og síðan var planið að skutla þeim á lestarstöðina þar og koma þeim í lest til Köbenhavn...jú við gerðum það víst, en shit stressið, konan var svo lengi að selja Helgu miðana og við fundum ekki lyftuna og klukkan var orðin 14:00.. og lestin átti að keyra 14:02 . Fundum þá ekki vagninn sem þau voru með bókað í dííííí...svo var bara hlaupið, ég með vagninn á undan mér, Helga með RISA töskuna. Fjalar steinsofandi í látunum og Auður skellihlægjandi, Ársól að leita af vagni númer 13....díííí ef þið hefðuð séð okkur þá hefðuð þið örugglega haldið að við hefðum sloppið út af geðveikrarhælinu og værum að taka síðustu ferju til Sjálands ever. Náðum að koma vagninum upp í lestina ( rétt svo því þetta er ekkert smá flykki) og lestin þaut svo með þau heim á leið. Váááá þetta var ekkert smá panik og hlutirnir gerðust svolítið hratt.

Annars er þetta samt ekki lýsing á því hvernig helgin hefur verið, við erum nefnilega bara búin að vera í rólegheitunum og ekkert verið á fartinu. Bara búið að vera útí garði að leika, upp í koloni þar sem Helgu var þrælað út. Slegið, rótað í beðum og tekið til, ekkert smá gott að fá hana í heimsókn. Fengum líka svo geggjað veður og erum öll frekar útitekin og sæt (eins og alltaf)

En annars var þessi sundferð endir á góðri helgi. Takk fyrir komuna Helga, Fjalar og Auður Ísold það var rosa gaman að hafa ykkur.

fimmtudagur, maí 12, 2005

Sumarið er komið...loksins.

Svona til að segja eitthvað þá get ég auvitað talað um veðrið, svona eins og sönnum íslendingum sæmir... Frábær blíða núna og ekkert notarlegra en að sitja inni í tölvunni og horfa út...hehe nei er búin að vera úti í dag að geravið hjólafákana og hjólavagninn. Sprungið á þessu öllu, sem gengur auðvitað ekki. Setti nýja slöngu í hjólavagninn svo nú er hann tilbúinn fyrir helgina, þegar Fjalar og Auður Ísold koma í heimsókn. Reyndi síðan að gera við gat á mínu hjóli en gekk ekki sem best... Hélt þetta hefði nú tekist svona líka vel og hjólaði út í búð...en þurfti að labba með fákinn heim. Nú nenni ég ekki meiri viðgerðum og ætla að láta karlpeninginn um þetta vandamál.

bið að heilsa í bili

sunnudagur, maí 08, 2005

Ekkert fær okkur stoppað..

Barnið var látið sofa úr sér alla ælu og veikindi og því var síðan pakkað niður ásamt tannburstum og nauðsynlegum útbúnaði ( og æludalli). Öðrum fjölskyldumeðlimum var staflað í bílinn og þegar Óskar var komin á sinn stað var brunað af stað upp til Norður Jótlands kl 21. Ákváðum að taka sjensinn um að barnið myndi verða hresst næsta dag.... (OK mamma ég veit hvað þú hugsar....) en hún svaf mest alla leiðina upp til Álaborgar og alla nóttina í bústaðnum, vaknaði síðan eldspræk og fjörug á föstudagsmorguninn. Hjúkket maður! Bryjuðum á því að heimsækja Álaborgar zoo og eyddum næstum heilum degi þar. Grilluðum ísl lambalæri sem Óli og Jóa grófu upp úr fórum sínum. Ekkert smá ljúfengt eins og alltaf, var nú samt aðeins betra þar sem við vorum búin að vera svo mikið úti. Við Jóa rústuðum svo strákagreyjunum í Settlers, eftir geysiharða keppni.

Laugadagurinn var æðislegur...hreint út sagt. Fórum í Faarup sommerland og notuðum 6 klukkutíma í að skemmta okkur þar. Frábær garður og skemmtileg tæki þar sem krakkarnir fengu að fara í öll tækin, þe enginn var of lítill í neitt, og það er ekki algengt, því yfirleitt eru flottustu og mest spennandi tækin aðeins fyrir þá stóru! Við fullorðna fólkið fengum líka okkar kikk úr Falken sem er risa tré rússibani sem fer á 75 km hraða upp og niður út og suður. Bara snilld. Auðvitað voru áskoranir til staðar og stóðu Gummi og Óli sig feikna vel að mana hvorn annan út í eitt og annað. Það var útitekið og þreytt fólk sem komu heim í bústaðinn seint og um síðir.

Í dag sunnudag var síðan haldið heim á leið en komið við í vatnalandi í Alaborg, frábær sundstaður þar sem auðvelt er að nota nokkra tíma í. Rússibanar og leikland fyrir krakkana og sér (tek fram) sér heitur pottur BARA fyrir fullorðna fólkið, þar mega börn ekki koma, ekkert smá yndislegt og notarlegt að hafa stað þar sem fólk situr bara og spjallar. Það var líka margir saunaklefar, við Gummi prófuðum þá alla, ferlega skemmtilegir og misjafnir, rómveskt bað, og fjallasauna, ahhhh.

Óskar hetja stóð sig svakalega vel og ég held að hann hafi skemmt sér konunglega, allavega fékk hann nóga athygli og knús, ekki amarlegt þegar maður er lítill loðinn ferfætlingur.

Frábær helgi sem leið allt of hratt....

fimmtudagur, maí 05, 2005

Fyrirlesturinn búinn, skólanæturheimsóknin búin og nú er fríið hafið.

Fyrirlesturinn gekk fínt, bara smá stress ekkert of mikið. Hafðist allavega.

Við Ársól sváfum síðan í skólanum hennar Ársólar í nótt ásamt fullt af gríslingum okkur nokkrum öðrum foreldrum. Gekk ótrúlega vel og okkur tókst að lokum að koma öllum grísunum í svefn. Stefnan var síðan að keyra af stað upp til Álaborgar....................en í staðinn sitjum við heima í sófa og horfum á imbann. Ástæðan er...darraradammmm Ársól er með ælupest. arrrrrrrrrg gæti ekki verið betri tímasetning. En annars held ég í vonina um að hún verði orðin hress í kvöld og við getum farið í fríið okkar á morgun, krossa fingur! Er þetta einhver tilviljun en síðast þegar við ætluðum að fara síðast í frí varð hún líka lasin og á þorrablótinu fékk hún hita!!! Þetta er frekar margar tilviljanir....

En ég ætla í frí og ætla ekki að fá ælupest...

Eigið góða helgi...

mánudagur, maí 02, 2005

Hei ótrúlegt ég var búin að blogga og tölvan mín fraus og ég hélt að allt væri ónýtt...en hún gat samt geymt það..hreint ótrúlegt.

Áttum rosa góða halgi og skemmtilegan sunnudag. Byrjuðum daginn á að fara í sund til Nyborg og svo hittum við raskarana í brunch á kaffihúsi niðri bæ. Rosa huggó. Fórum svo í keilu með allan mannskapinn og enduðum í kaffi hjá Óla og Jóu upp í Næsby. Ferlega huggulegur dagur, ekki hægt að segja annað. Aðalumræðuefnið hjá okkur var auðvitað MATUR í væntanlegt ferðalag okkar. Ætlum nefnilega að skella okkur í sumarbústað á Jótlandi næstu helgi og það verður BORÐAÐ. Það er eina sem er vitað, nei auðvitað ætlum við að reyna að skoða okkur um og fara í dýragarð og annað spennandi. Farin að hlakka til en áður en þetta frí verður þarf ég að halda eitt stykki fyrirlestur....OHHHH nennið hjá mér er ekki í stuði fyrir svoleiðis rugl, en ég hugsa bara eftir fyrirlestur kemur frí...

Góða stutta vinnuviku... bara 3 dagar.