Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, desember 27, 2005

Hva eru jólin búin...þau sem varla eru byrjuð!! Skil þetta ekki.
Við erum búin að hafa það ansi fínt yfir hátíðirnar og búin að borða á okkur gat eins og örugglega fleiri. Fengum kalla kalkún með öllu tilheyrandi á aðfangadagskvöld og hangikjet á jóladag, nammm nammm. Í gær annan í jólum vorum við líka svo heppin að við fengum jólasnjó, ekki amarlegt það. Nýttum tækifærið og fórum út að kælke, ekkert smá gaman. Fundum fína brekku hérna nálægt og þar gátum við sko rennt okkur og fengu allir að prufa nokkrar ferðir. Ársól og Fjalar fengu þó að njóta þeirra flestra og fannst þeim þetta ekki leiðinlegt. Auði Ísold fannst þetta líka rosa skemmtilegt en þar sem hún er ekki búinn að læra að segja mere-mere þá fékk hún ekki eins margar ferðir og hinir....svona er að vera lítill en hún lærir þetta eflaust fljótt. Gummi fór reyndar í vinnuna strax í gær svo hann fékk ansi stutt jólafrí. Verður að vinna fram á gamlársdag.

það er hlaupinn einhver skrattinn í símann okkar. Hann hefur ekki þolað að meðferðina sem Óskar hefur veitt honum. Meðferðin fellst í því að naga símasnúrurnar á nokkrum stöðum til þess að kanna ætileika þeirra... get nú ekki trúað að þær séu góðar á undir tönn. En núna er búið að laga þær til bráðabirgða og þarf síminn að liggja í rúminu okkar með sængina vafða á sérstakann hátt um sig til þess að hann virki!!

miðvikudagur, desember 21, 2005

Það er sko ekki að spyrja að liðlegheitunum hjá hinu opinbera....

Ég þurfti að stússast eitthvað í skattamálum í vikunni og þurfti af þeim ástæðum að fara niður í toldogskat. Ekkert mál, var auðvitað í rjómagóðu skapi og var staðráðin vera kurteis og góð við afgreiðsludömuna, er það yfirleitt alltaf, en svona misgóð... En allavega ég var mætt þarna eldsnemma og þegar ég kom inn í bygginguna þurfti ég að ganga í gegnum þrjár skrifstofur áður en ég komst inn á þá skrifstofu sem ég átti erindi á, ekkert mál, geng inn á skrifstofu þar sem sitja 4-5 starfsmenn við tölvurnar sínar en enginn annar var þarna, ahhh þá fatta ég að ég hafði ekki tekið neitt númer og segi það við þær
"Jeg har desværre glemt at tage et nummer"
þá segir skrifstofudaman að númerakassinn sé í fremstu skrifstofunni.... og ég þarf sem sagt að labba þangað aftur og sækja númer, ekkert mál en þegar ég kem síðan til baka segir afgreiðslukonan "701 gjörðu svo vel" og auðvitað var það ég þar sem enginn annar viðskiptamaður var þarna inni.........dííí hvers vegna þurfti ég þá að rölta í gegnum bygginguna til að sækja þennan skíta miða, fyrst enginn var að bíða og ég var fyrsti kúnni dagsins. Ég gat ekki einu sinni verið fúl þar sem ég var svo hissa og hló bara af þessu. Vá hvað fólk getur verið ótrúlega fyndið og óliðlegt. Læt svona lagað ekki slá mig út af laginu og held áfram að vera kát og glöð eins og alltaf algjör pollýanna.

Annars koma pakkarnir núna streymandi inn um lúguna og var síðasta sendingin ansi vinsæl þar sem þar komu ömmubakaðar lakrískökur sem er algjörlega í efsta sæti á vinsældarlistanum yfir smákökur hjá yngra fólkinu. Það er búið að smakka og þær eru geggjaðar ummmmm.

Fáum jólagestina okkar á morgun, eða hluta af þeim. Þórir, Fjalar og Auður koma um hádegið á morgun og Helga kemur síðan á þollák. Það verður sko mikið fjör hjá okkur. Náum að spilla börnunum þeirra því það megum við gera þar sem við erum frænkur og frændi...hehe, svo sendum við þau til Köben þegar við verðum búin að gera þau passlega óþekk. hííííhíhí

En ég ætla að fara að ...já að gera hvað, hmmm bara kannski ekki neitt, já eða taka eldhúsið í gegn,´já eða bara ekki neitt ég held ég velji það frekar....
heyrumst

fimmtudagur, desember 15, 2005

Hvað er að gerast, það líður ekki vika á milla blogga...ekki það að ég hafi einhverjar merkilegar fréttir að færa, bara hanga fyrir framan tölvuna í þessum skrifuðu orðum. Var reyndar ýkt dugleg áðan og skellti í nokkrar smáar kökur sem eiga helst að bíða til jóla með að vera étnar upp til agna, reyndar er þetta skammtur nr tvö þar sem ég er búin að baka einu sinni áður þessa sömu uppskrift á sunnudaginn síðasta og féll þetta í svo góðan jarðveg hjá familíunni að staukurinn var orðinn tómur í gær! Þvílík og önnur eins óhemjugangur í okkur og það eru ekki einu sinni komin jól. held ég lími þennan bauk aftur og feli hann þar sem enginn finni nema fuglinn fljúgandi...

Erum að fara í leikhús að sjá jul í gamleby í kvöld, miðar sem ég tryggði okkur fyrir all löngu...strax í september minnir mig. Og loksins þegar ég náði í gegn var uppselt alla laugardaga og föstudaga, en það gerir ekkert til við verðum bara að vera pínu þreytt og mygluð á morgun enda er alveg að koma frí í öllum skólum. Síðasti dagur Ársólar er á þriðjudaginn og þá er komið jólafrí, jibbííí.

Jæja læt þetta vera nóg af bulli í bili

sunnudagur, desember 11, 2005

Nú mega jólin koma

Búin að fara jólaferðina til Aarhus og ná í jólamatinn sem kom siglandi frá Íslandi. Og það er eins og ég segi að tengdaforeldrar mínir já og foreldrar mínir þau halda að ég og mín fjölskylda búum í svörtustu Afríku og séum með 16 hungruð börn á framfæri, slíkar er sendingarnar alltaf. Að þessu sinni komu tveir risa kassar hvor örugglega rúm 15 kg og þurftu bátsverjar að leggja lið við flutninga úr bátnum. Kannski var það vegna þess að við vorum tvær á háhæluðum hælum og pilsum voru ekkert allt of borubrattar að ganga með kassana niður skipa-stigann (sem heitir örugglega eitthvað annað á sjóara máli) sem vaggaði og hristist við hvert fótmál. Þessar elskur báru kassana alla leið fyrir okkur og voru ekkert smá herralegir, eitthvað annað en það sem maður á að venjast!!

Upp úr jólakössunum komu heilu kjötskrokkarnir, orabaunadósir, appelsín, malt og fleira góðgæti, við gætum örugglega fætt heilt þorp í Afríku í hálft ár með þessum veitingum. Ætli sé ekki hagkvæmast fyrir alla aðila ef við færum nú að pilla okkur upp til Íslands svo fólk þurfi ekki að halda okkur uppi hérna úti.

Annars er allt í fínu róli hérna þrátt fyrir að bloggarinn sé ansi latur á köflum...en það er bara svo mikið að gera í smákökubakstri og öðru skemmtilegu. Það var neyðarástand hérna í gærmorgun þegar smákökuuppskriftirnar fundust hvergi. Endaði með því að við ræstum bakarameistarann hana mömmu eldsnemma og fengum uppskriftirnar lesnar upp í gengum símann ásamt leiðbeiningum hvernig ætti nú að fara að þessu öllu. Og viti menn það er búið að baka 4 sortir, eiginlega má segja að þær séu 14 þar sem hver og ein kaka í hverri tegund eru mjög ólíkar og mætti halda að þær séu ekki gerðar úr sömu uppskriftinni, er ekki alveg búin að ná tökum á bakaratækninni-það hlýtur að koma!

Erum líka farnar að jólapunta smá, bara svona til að fá stemminguna í húsið. Er reyndar alltaf venjan að skreyta allt hérna á þorláksmessu eða 22. des en nú er bara ekki hægt að draga það lengur og skrautið laumast smá saman hérna upp á veggina. Fyrsti jólamaðurinn kemur svo í nótt og ætli hann laumi ekki einhverju skemmtilegu í skóinn hjá yngra fólkinu, þætti það ekki ólíkt honum. Ársól er reyndar farin að spekulera mikið í þessu hvort það séum við sem sjáum um þessi mál og það er eitthvað fátt um svör frá foreldrunum þegar þessu er klínt upp á þá. Ekki vissi ég að það væri ekki jóli sem kæmi í heimsókn á gluggann minn fyrr en ég var orðin 11 ára, og Helga sys þegar hún var 15 ára...hehe hún er svo auðtrúa, auðvelt að plata hana greyið.

Ætla að fara að elda...í kvöld verður á borðum alíslenskt lambakjöt með karrísósu og grjónum, nammmm.

fimmtudagur, desember 01, 2005

.....................
..........er enn á lífi og enn heimavinnandi, eiginlega er varla hægt að kalla mig vinnandi, kannski meira heimagangandi, því það fer nú ekkert rosalega fyrir vinnunni. Náði nú samt að taka til í einum skáp en það var gert af illri nauðsyn fremur en af dugnaði. Var að leita af dótinu í aðventukransinn og bryjaði að gramsa þarna inni og vissi ekki af mér fyrr en ég var búinn að tæta allt út og umturna herberginu. Það var þess vegna bara tvennt í stöðunni, grýta öllu inn aftur og skella skápnum fast á eftir mér (og eiga í hættu að þetta myndi flæða út við næstu heimsókn í skápinn) eða raða þessu skipurlega inn, bara að því tilefni að það styttist í jólin. Og ég valdi síðari kostinn, en það var líka það eina sem ég náði að gera þann daginn. Og ætli verkefni dagsins verði þá ekki að þvo gluggana svo ég geti farið að hengja seríur og jólaskraut upp í þá, verð nú samt að finna rúðuspreyið fyrst og ætli það leynist ekki í einhverjum öðrum skáp og þá verð ég örugglega að taka til í honum áður en ég get leitað!!

Annars hitti ég gamla nágranna frá Raskinu í gærkvöldi, Birgittu og Anný. Og við gátum sko malað, gott að komast í maligírinn þar sem er hægt að tala endarlaust um allt og ekkert.