Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Elsku stóri bróðir takk fyrir að hringja í mig, rosa gaman að heyra í þér (loksins) hehe

En þetta virkaði allavega, hann bróðir minn hringdi, þorði ekki öðru hann veit hvað ég er erfið.

Í fyrrakvöld skelltum við okkur skötuhjúin í púl út á bar. Gummi meistari vann auðvitað 2 sinnum en mér tókst að vinna einu sinni.  Ýkt góð og ég mala þig næst, þetta var bara æfingaleikur.  Ég verð út á bar að æfa mig alla daga svo skora ég á hann. Tek hann í nefið!

Í gær kíktum við í bíó, annað sinn á mjög stuttum tíma, fórum að sjá TROJA, jakk léleg mynd finnst mér, en Braddinn er eins og alltaf þvílíkt sætur.  Held að allar konurnar í salnum hafi verið komnar til þess að ´sjá hann hlaupandi um beran að ofan.  Váááá.  Nema konan sem sat hliðiná mér, hún flissaði alla myndina, sama hvað var að gerast.  Svo talaði hún svo mikið að ég var við það komin að gefa henni ærlegt olnbogaskot.  Þau hjónin eru greinilega vön að sitja heima og horfa á sjónvarpið tvö ein þar sem hún getur talað óhindrað við manninn sinn og giskað á hvernig myndin endar.......daaaa pirrandi fólk, eins og það væri ekki augljóst hvað var inn í troja hestinum, heimska kelling.  Æjj ýkt var á pirruð út í hana.  ´

Ársól kemur heim á morgun, jibbííí.  gaman gaman. Gummi ætlar til köben að sækja hana.

Verð líka að segja ykkur hvað gerðist í morgun, þegar ég var á leiðinni út, komst ég að því að útihurðin var læst....sem er auðvitað ekkert skrýtið, en það sem var ekki sniðugt var að ég fann enga lykla, svo ég komst ekki einu sinni út úr íbúðinni, hvað þá meir. dem.  Gummi með alla lykla með sér í vinnunni og ekki með neinn síma.  En Freyja deyr ekki ráðalaus, skreið bara út um gluggann....vona bara að fólkið sem var að keyra framhjá hringi ekki á lögguna....svo verð ég bara að vona að ég komist afur inn um gluggann þegar ég kem heim á eftir, má sem sagt ekki borða neitt í dag, svo ég sitji ekki föst í glugganum.

 

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Tókst ekki...........en nærri því.

Nei mér tókst ekki að koma Gumma á óvart með því að færa honum kíverskan mat í bólið.....nei og ástæðan fyrir því var að hann vaknaði kallinn eftir að ég var nýfarin og fór auðvitað að leita af mér út um allt hús.....svaka mikil leit auðvitað.  En svo settist hann við tölvuna og hvaða síða var opin....júbb mín síða þar sem ég var að segja að ég ætlaði að koma honum á óvart...........dííí hvað ég er glötuð í svona "komaáóvartdæmi"  svo þegar ég kom heim var hann tilbúinn með diska og alles og beið eftir að ég skammtaði á diskinn. 

Eftir að hafa snætt þessa dýrindis óvæntu ´máltíð fórum við út að línuskauta....og ég lifi enn.....var reyndar næstum búin að keyra út af, eitt sinn þegar ég tók snögga vinstribeygju framhjá snigli og í hitt skiptið var það því mér brá svo mikið þegar einhver kall kom stökkvandi út úr runna.  Já það er ýmislegt sem er á ferli í trjánum hérna í Odense, kallar sem fela sig í trjánum.  En ég var bara heppin að lenda ekki útaf því það var skurður fullur af brenninetlum. púff.

Eftir skautaferðina tókum við til smá hendinni upp í kolonihave og komum heim í tæka tíð til þess að sækja hana Jasmín sem ætlar að vera hjá okkur í hálfan mánuð.  Sem sagt þá erum við að passa kisu sem drekkur úr glasi og sefur í bleikri körfu, meðan eigendurnir sóla sig á mæjorka.  Nú hefur ársól allavega eitthvað til þess að hlakka til að koma heim, þar sem hún vill núna helst bara búa á íslandi, kannski getur kisa lokkað hana heim til okkar.

mánudagur, júlí 26, 2004

Siggi bróðir hvenær ætlar þú eiginlega að hringja í mig?

Barnaleysið

það er frekar lítið að frétta héðan og er barnleysið fariðað segja verulega til sín, við erum farin að rífast eins og hundur og köttur, sem er varla til frásögu færandi.  nei ástandið er nú kannski ekki svo slæmt en ég verð samt voða glöð þegar púkinn kemur heim aftur.  Hún er að upplifa ýmislegt sem við fáum að frétta í gegnum símann og þá er talin upp afrek dagsins.  Hún er t.a.m búinað  ákveða að við ætlum að flytja á Hornafjörð þegar við erum búin að eiga heima í Danmörku.  Sjáum hvernig það verður en aldrei að segja aldrei.  Við áttum fína helgi að mig minnir, jú fengum líka óvænta heimsókn þegar Alla og Ragna komu í heimsókn.  Datt af mér andlitið þegar ég sá Öllu sitja í kaffi hjá nágrannanum.  Ekkert smá gaman að sjá framan í hana.  Á laugardagskvöld grilluðum við hvílíkt góðan kjúlla í tikkakryddlegi, Anna Fríða og Kristján og Tómas nutu þess með okkur.  Síðan lagði Tómas sig bara í sófann upp í kolonihave og við spjölluðum fram á kvöld.  Gátum því miður ekki setið eins lengi og við vildum því sumir þurftu að fara snemma á fætur. 

Núna hrýtur Gummi hérna viðhliðiná mér og ég er að spá í að hlaupa út og ná í kínverskan mat og færa honum í rúmið.  svo þar til síðar hafið það gott

mánudagur, júlí 19, 2004

Fyndið símtal
 
Ég var að tala við Ársól í gær í símann.
 
F :  Hver er að gráta þarna fyrir aftan þig?
Á: mamma hann er ská fyrir framan mig.....daaaaa (auðvitað)
F:  En hver þa er að gráta þarna ská fyrir framan þig?
Á:  Það er bara hann Arnaldur
F: núú
Á:  já hann grenjar á hverjum degi án þess að það sé eitthvað að!!
F:  Hvurslags
Á:  Já en núna veit ég af hverju hann er að grenja!
F:  Af hverju
Á:  Af því að það er verið að klippa AF honum neglurnar
 
Mjög fyndnar umræður í símanum.  Daginn áður þá varð hún að leyfa mér að heyra í hænunum hennar ömmu.  Fór með símann út í garð og leyfði mér að heyra gaggið í þeim.  Hún "sýndi" mér líka að þær væru búnar að fá göng og allt.  Ég var að spyrja hana hvar í garðinum girðingin væri, þá kom jaa bíddu ég skal telja...... einn....tveir....þrír..............tólf skref frá rabbabaranum.  hahaha hrykalega fyndið. 
 
Við erum enn að venjast þessari einveru, förum í búðina og ég er alltaf með á tilfinningunni að ég sé að gleyma einhverju.  Skrýtið.  En við erum líka búin að gera hluti sem við höfum ekki gert fyrr.  Á fimmtudagskvöldið fórum við út að borða á fínum veitingastað og sátum í 2-3 tíma.  Föttuðum þá að við höfum aldrei áður farið 2 ein út að borða á fínan stað.  Þetta var rosa gaman og maður á örugglega eftir að taka upp á þessu í tíma og ótíma!!  Fórum síðan í tónleika í kongens have.  Á föstudagskvöld fórum við svo í bíó, 50 first dates, hún var bara fyndin.  VIð höfum ALDREI farið í bíó saman, ég meina ekki í Odense.    svo það var skemmtileg tilbreyting. 
 
Annars er ég núna upp á sjúkrahúsi og er að glíma við að koma beinagrind saman, það en ekki svona venjulegri beinagrind, heldur svona beinagrind að ritgerðinni minni.  Það er alltaf pínu hausverkur.
 

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Fuglinn floginn úr hreiðrinu

og við hjónaleysin sitjum hérna og vitum ekkert í hvorn fótinn við aigum að stíga, sem er skiljanlegt þar sem við sitjum...hahahaha En það er samt alveg rétt við vitum ekkert hvað við eigum að gera af okkur, nú vantar okkur ráð frá barnlausum, hvað gerir maður? Ég fór með skvísuna út á flugvöll og fékk að fylgja henni alla leið út að flugvél. Bjóst auðvitað við því að þetta yrði rosa drama, en hún kyssti mig bless. tók í höndina á Antoni og skundaði út í flugvél......og ég stóð bara og átti ekki til orð! Ekkert smá dugleg stelpa, hún var búin að vera með fiðrildi í maganum allan morguninn. Núna er hún bara með ömmu og afa að spóka sig í reykjavíkinni. Vona að þau eigi eftir að skemmta sér rosa vel saman.

Þegar ég kom heim áðan beið mín skemmtilegur glaðningur, fullt borð af afmælispökkum, Gummi hafði greinilega saknað mín og fór í bæinn. Strákurinn hefur greinilega vitað hvað mig vantaði og í fyrsta pakkanum var BAÐVIKT....hmm er ég að skilja skilaboðin eða hvað........í næsta pakka var lampi þar sem ég er alltaf að kvarta yfir því að ég geti aldrei lesið upp í rúmi og í þriðja pakkanum var diskurinn sem ég var nýbúinn að segja að væri leiðinlegur......púff en mér er hætt að finnast hann leiðinlegur og finnst hann núna rosa góður, var bara ekki í rétta gírnumþegar ég heyrði hann síðast. Svo ég er rosa glöð yfir ammælispakkanum mínum.

Mamma var líka svo sæt að senda pakka, takk fyrir það mamma.

Nuna ætla ég að hringja á íslandið og ath hvernig unganum okkar gengur...pínu áhyggjufull mamma hérna.

sunnudagur, júlí 11, 2004

Er að pakka niður fyrir næstu ferð, Ársól er að fara til Íslands og ég er að pakka því niður sem skvísan verður að hafa með sér. VIð ætlum að fara á morgun til Köben og vera hjá Helgu þangað til á miðvikudag. Verðu´m í afmælisveislunni hans Fjalars Hrafns sem verður 1 árs á þriðjudag. Síðan fer Ársól með miðvikudagsvélinni í samfloti við Anton, Hjördísi. Vona að þetta gangi vel hjá þeim, en annars er Ársól orðin frekar spennti fyrir heimferðinni. Talar stanslaust um hvað hún ætlar að gera sjá og skoða. Veit ekki hvað við foreldrar hennar gerum í millitíðinni því það er frekar langt síðan að við höfum verið án ungans okkar svona lengi. En við hljótum að finna upp á einhverju.

Í gær komu Sigrún, Skúli Ella og Kjartan í heimsókn frá Aarhus, þau ætluðu bara að kíkja í skreppiferð en sátu svo föst í umferðarteppu í 1 á hraðbrautinni, frekar fúlt. En það var rosa gaman að fá þau í heimsókn og við grilluðum auðvitað kjúlla í bústaðnum. Notarlegt.

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Jæja þá er að ath hvort ég kunni þetta ennþá. í gær prófaði ég reyndar 2 sinnum og það klikkaði í bæði skiptin og þá er þolinmæðin þrotin. En nú er ég mætt með nýjan skammt af þolinmæði...

Nú erum við ss komin heim úr rosa góðu og skemmtilegu ferðalagi. Áætlunin var sú að fara upp á Skagen á Jótlandi og vera yfir eina helgi, og halda svo til Hollands, en þar sem spáin var ekki sem allra best á þessum stöðum, var stefnunni breytt og ákveðið að fara til Ítalíu. Löggðum af stað á laugardag með samferðafólki okkar, Sigga, Gerðu, Jóa Palla og Sigmari Breka. Báðir bílar troðfullir af nauðsynlegum og ónauðsynlegum hlutum. Keyrðum niður í Þýskaland og fundum okkur tjaldstæði. Þegar var búið að tékka á veðurspánni (erum sannir ísl. alltaf að spá í veðrið) þá var ferðinni breytt enn og aftur og nú var ákveðið að halda til Tékklands, þar sem sólin beið okkar. Við héldum því til Berlínar á sunnudeginum, kíktum aðeins inn í Berlín og prófuðum 6 akreina hringtorgið aftur, bara svona af því að það var svo skemmtilegt að fara hring eftir hring í því síðasta sumar.... Fórum í siglingu í gegnum berlín og sáum helstu merkisstaði.

Á mánudag komum við síðan til Prag, váááá stór borg og mikið af fólki. Fundum þetta fína tjaldstæði í bakgarði hjá fólki. Það var nú bara upplifun að horfa á konuna pikka inn nöfnin okkar í tölvuna, hún var örugglega 100 ára og notaði einn putta á lyklaborðið, enda tók þetta langan tíma.

Við notuðum svo nokkra daga til þess að skoða okkur um í prag, sem var stútfull af túrhestum og eiginlega var of mikið af þeim. Sáum fullt af fallegum byggingum og endalaust stóra kastala. Löbbuðum okkur upp fyrir hné og næsta verkefni var að fynna kerru fyrir skvísuna, þar sem maður verður svo óskaplega þreyttur í fótunum að labba. Fundum þessa fínu kerru í skuggahverfi Prag á fínum prís. Fórum síðan í risa dýragarð, og sáum þar ótrúlega myndir af flóðinu sem var í prag 2002, eiginlega var þetta lygileg uppbygging á svæðinu aæeins 2 árum eftir þessar hamfarir.

Eftir að hafa eytt góðum tíma í Prag var stefnan tekin ´lengra inn í Tékkland.Fundum fullt af litlum skrýtnum bjum þar sem enginn talaði annað en tékknesku.....Gummi brá á það ráð að tala íslensku á móti þeim og það virkaði alveg jafn vel og annað.
ÉG ÆÆÆTTLA AÐ FA EINA PYLSU MED TÓMATSÓSU þeir virtust alveg ná þessu.

gistum eina nótt á 3 stjörnu hóteli og fengum flottasta morgunverðarhlaðborð sem ég hef séð. nammmmmm.
eitt sem var mjög merkilegt við þennan bæ var opnunartími verslanna, þ´r voru opnar frá kl 8-11. frekar fyndið.

stoppuðum líka í karlovy Vary þar sem var kvikmyndahátíð, og bærinn stútfullur af "frægum" kvikmyndastjörnum ekki það að ég hafi þekkt einhvern þar.....en það er ekki alveg að marka.

Á sunn. ákváðum við svo að bruna áleiðis heim í danmörkina, gerðum reyndar gott betur og tókum túrinn í einum rikk. Það var keyrt í einhverja 12 klst, þann dag og var það frekar þreytt fólk sem skreið innum dyrnar um tólfleitið. Enda fór mánudagurinn eiginlega bara í það að jafna sig. En þetta var rosa góð og skemmtileg ferð og nú er bara að safna kröftum fyrir Ítalíu.....