Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, janúar 30, 2007

farin í tölvuna, get ekki horft á leikinn ....staðan er 41/40 fyrir íslendingum......úfff aðeins of mikil spenna fyrir mig...................

arrrrrrrrrrrrrrrrrg

mánudagur, janúar 22, 2007

.........best í heimi

Fór á leikritið Best í heimi á laugardagskvöldið í fylgd með nokkrum glæsikvendum. Frábærlega vel heppnað leikrit sem tekur á ansi viðkvæmum málefnum sem varða okkur Íslendinga, því við erum auðvitað með þjóðrembing fram í fingurgóma. Fullt af skemmtilegum skotum sem hittu algjörlega í mark. Rússneskur læknir er ekki hæfur til annars en að skúra gólf, verður svona líka glaður þegar hann bjargar einum íslendingi...segir að þeir (íslendingar) megi ekki við því að missa neinn þar sem við erum svo fá. Hélt ég myndi pissa í mig úr hlátri. Mjög vel heppnað.

Áttum huggulega helgi og náðum að komast bæði á skauta og á sleða...reynum við skíðin seinna.

laugardagur, janúar 13, 2007

Eins og flestir aðrir smábarnaforeldrar bíðum við spennt eftir að Pétur læri nú fyrstu trikkin sín, ss hvað ertu stór?
hvað ertu sterkur? osfrv.

Sonur okkar er nú ekki mikið fyrir að taka þátt í þessum heimskulega leik foreldranna, og fáum við dræmar undirtektir þegar söngurinn hljómar "Pétur hvað ertu stór...." En núna síðustu skipti hefur hann rekið út úr sér tunguna í hvert sinn þegar þessi klassíska spurning kemur upp. Auðvitað vekur þetta mikla kátínu á heimilinu og finnst honum þetta vera mjög skemmtilegur leikur og rekur út úr sér tunguna í tíma og ótíma og vill að sjálfsögðu fá klapp að launum.

Það er spurning hvort það virki að spyrja hann hvað tungan sé stór þá kannski setur hann hendurnar upp í loft og sýnir hvað hann er stór...hver veit.

kveðja úr snjónum úr Árbænum

fimmtudagur, janúar 04, 2007

Nú er að duga eða drepast, hætta þessu hálfkáki eða fara að gera eitthvað að viti... blogga um eitthvað sem gerist hérna hjá okkur

Jólin búin svo lífið ætti að fara að komast í venjulega gírinn, en sá gírlætur eitthvað bíða eftir sér og við höngum enn uppí sófa gúffum í okkur jólanammi og smákökur sem eru afgangs. En ætlum bara að fljót að klára afgangana svo við getum hafið heilsuátak 2007. En auðvitað eins og svo margir aðrir voru áramótaheitin eitthvað á þá leið að ná af sér aukakílóonum sem hafa tekið sér bólfestu á heimilisfólkinu. Ætlum að úthýsa þessum andskotum á nýju ári....ja þó það væri ekki nema einn þeirra myndi fallast á það að hverfa þá væri strax bót.. annars strengdi ég engin áramótaheit að þessu sinni, var of upptekin að hlaupa undan prikum og örðu drasli sem kom svífandi að himnum ofan...já og halda fyrir eyrun í mestu hávaðarokunum....leist nú ekkert á blikuna þvílík og önnur eins læti, allir að ganga af göflunum. Kannski var óformlegt áramótaheit strengt en það var að næstu áramótum verður eytt einhversstaðar í kyrrð sveitarinnar.

Ég á núna tvo labbakúta sem eru lasnir, stóri kúturinn er með hálbólgu og kvef, en hinn er með eyrnabólgu og komin á astmalyf....eins og flest börn á Íslandi í dag. Held að þetta sé einhver faraldur eða tískufyrirbrigði að greina öll börn undir 5 ára með astma...veit ekki hvað það er sem veldur þessari tískubylgju en væri til í að skoða það nánar.

Ætla að fara að njóta þess að lasarusarnir eru sofnaðir og klára bókina sem ég er að lesa...og byrja etv á þeirri næstu...

þar til eftir nokkra daga...já eða mánuði bless