Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Kaupmannahöfnin og sæta fólkið

Já hún var nú ágæt blessunin. Ég hitti auðvitað sæta fólkið Helgu, Þorir og ungana þeirra, voru öll voða sæt þar til foreldrarnir tóku upp á því ódæmi að fá sér eitt stykki ælupest. OJJJJJJ.Auðvitað voru þau ennþá sæt þá en bara ekki eins. Hver er sætur með hausinn hálfan ofaní klósettinu En við Ársól gátum allavega leikið við Fjalar Hrafn sem var í essinu sínu og þau frændsystkinin skemmtu sér konunglega í sófaslag. Ég hringdi neyðarkall til Guðbjargar sætu sem vorkenndi okkur svo mikið að hún samþykkti að kíkja með okkur í Fields. Takk fyrir hittinginn Guðbjörg og björgunina úr ælupestarheimilinu. Við gátum líka keypt jólakjól á Ársól, svaka fallegan prinsessukjól. Við tókum svo lestina heim til Odense um 5 leitið. En auðvitað fengum við líka æluna og vorum því eins og múkkar þarna heima allan daginn. Gummi hjálparhella var á fullu með skúringarklútinn og hlaupandi méð rúmföt í þvottavélina. Vá hvað ég var feigin að hann var ekki líka veikur. Hann segist vera svo svakalega hraustur að hann verði ekki veikur....sjáum til með það. Læt ykkur vita.



föstudagur, nóvember 26, 2004

Veðurfar

Mér eins og sönnum íslendingi sæmir finnst mjög gaman að tala um veðrið. Þetta er klassískasta leið til þess að halda uppi umræðum þegar maður veit ekkert hvað maður á að tala um.

En málið er að í gær klæddi ég mig eins og ég væri að fara á pólinn, þegar ég opnaði síðan útudyrnar dúðuð í alan þennan skrúða tilbúin að berjast í gegnum kulda á leið í vinnuna. Hvað mætir mér þarna í tröppunum............allavega ekki kuldinn. Því hitinn var um 5 gráður, púff hvað það var heitt að hjóla. Hvað lærir maður af þessu EKKERT ég geri örugglega sömu mistökin í næstu viku!!! En kannski ég kanni nú aðeins veðurfarið áður en ég sendi Ársól í kuldagalla í skólann í 15 atiga hita.

Er að fara til Köben á eftir að hitta hana litlu sætu Auði Ísold og stóra sæta bróðir hennar Fjalar Hrafn og sætu mömmu þeirra hana Helgu og jú jú sæta pabba þeirra hann Þórir ( má víst ekki skilja hann útundan í þessu sætu tali hérna) Hlakka til (er líka með risa pakka...) hehe ussss ég ætla ekki að segja hvað er í honum....

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Gufuvélin..

Ég hjólaði í skólann í morgun sem er nú ekki til frásögu færandi nema að ég var umlukin þykku skýji alla leiðina. Málið er að það er svo geggjað veður hérna ískalt og stillt, og þegar maður andar frá sér kemur massamikil gufa, og þegar maður hjólar og reynir pínu á sig þá andar maður þar af leiðandi meira = meiri gufa. Og þar sem ég er nú ekki í miklu formi þessa dagana/mánuðina/árin þá kemur þvílíkt mikil gufa þegar ég hjóla, eins og þarna sé gufuvél á ferðinni.

Svona er lífið í Odense þessa dagana. Gaman af því ( eða mamma á að vera að, man það ekki!!)

mánudagur, nóvember 22, 2004

Tíu sinnum upp og niður tröppurnar

Ótrúlegt, ég þurfti að hlaupa inn tíu sinnum og sækja hluti sem við Ársól (aðallega hún) gleymdum (gleymdi). Henni lá nefnilega svo mikið á að komast í skólann þar sem hún var að fara að gera grímur og búninga. Ætlaði að hlaupa út í innskóm og á peysunni, ekki alveg rétti klæðnaðurinn sem hæfir þessum kulda. Mér tókst að troða henni í úlpu áður en hún hljóp út. Vorum komnar út í bíl og þá var hún enn í innskónum, þurfti því að hlaupa inn og sækja kuldaskóna, fór út aftur og þá var hún ekki með vettlinga né húfu og svona var þetta endalaust eitthvað sem gleymdist. 'uffff púffff. en við komumst þó að lokum af stað og komum meira að segja á réttum tíma í skólann.

Gumma tókst að læsa Per (sem býr á efri hæðinni) inni. Gummi var að koma inn og læsir kjallarahurðinni með svo klingjulás seinna þá heyrðum við aumingjalegt bank, hélt samt bara að þetta væri Ársól að leika sér, pældi ekkert of mikið í þessu. En þegar bankið hætti ekki fór ág fram á gang og þorði varla að opna kjallarann, hélt að kannski væri innbrotsþjófur þarna (daaaa innbrotsþjófur sem bankar) en loksins þegar ég hafði hugrekki í að opna og skaust Per upp með fangið fullt af þvotti, frelsinu feiginn. Greyið strákurinn búinn að standa þarna og ekki komast neitt. Fáum ekki mörg stig hjá honum sem góðir grannar......

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Brrrrr það var kalt að hjóla. Nú er allt orðið hrímað hérna úti og loftið sem maður andar að sér er ískalt, finnur hvernig lungun emja við að fá allt þetta kalda loft á sig!!

Var ég búin að segja ykkur að ég er búin að hækka um tign...............ég er nefnilega búin að fá skrifstofu, reyndar ekki svona flotta með geggjuðu útsýni yfir borgina, heldur lítið herbergi sem er í svona skúr sem stendur fyrir utan sjúkrahúsið. þessu herbergi deili ég síðan með henni Charlotte. En þrátt fyrir að þetta sé ekki heimsins flottasta skrifstofa þá er þetta rosa fínt og huggulegt. Með síns eigins síma og tölvu og þarf ekki að slást um tölvunar upp í tölvuherbergi þar sem ég sat einu sinni. En þessi lúxus varir ekki lengi, aðeins í 4 mánuði. Þá þarf ég að yfirgefa slottið. Er bara með þetta í láni hjá Vibe meðan hún spókar sig í Ástralíu. En er á meðan er.

Frekar rólegt á heimilinu þessa dagana og við vorum bæði sofnuð í sófanum í gærkvöldi fyrir kl 10. Stuðið.

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Blogg hvað...

Mamma og pabbi eru búin að vera hjá okkur síðan á föstudag það er ástæðan fyrir því að ekkert gerist hérna á síðunni hjá mér.....(árinni kennir ...) Við nýttum tímann til ýmislegs, aðallega samt í að láta mömmu batna kvefið áður en hún færi til Prag. Fórum reyndar til Flensborgar og í grensann að ná okkur í ódýran bjór og kjöt. Keyrt heim með fullt skott af góðgæti frá Citti. nammmmm. Fundum líka útimarkað í Þýskalandi og þar voru æpandi sölumenn út um allt og ég keypti af þeim háværasta, greinilegt að sölutrixið hjá honum virkar vel. Æpa sig hása og yfirgnæfa nágrannann.

Rafvirkinn er búinn að tæknivæða heimilið þá aðallega klósettið....því þar er hann búinn að koma fyrir hreyfiskynjurum!!!! jamms honum er ekki við bjargandi. Nú kvikna ljósin í hvert sinn er maður labbar inn á kló. Versta við að skynjarinn "sér" ekki alltaf Ársól þegar hún er þarna inni og situr þarna í myrkrinu, fann reyndar út úr því að með því að blaka sturtuhenginu fær hún ljósið aftur.
Það líður örugglega ekki á löngu þar til heimilið verður þannig að það sé nóg að klappa saman höndunum og þá kviknar upp í arninum..... Tækninni fleygir fram á heimilinu.




þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Búið að ryðja göturnar og píparinn er með ofskynjanir...

Í morgun var loksins búið að ryðja hjólastígana svo nú er manni óhætt að spítta í á hjólafákinum. Ekki var það snjór sem var farartálmur heldur voru það laufblöð sem príða nú götur og hjólastíga bæjarins. Blöðin eru sko alls ekki minna hættuleg en snjórinn og ég er búinn að sjá tvo fljúga á hausinn þar sem var búið að myndast lagleg hrúga af laufblöðum.

Annars er það helst að frétta að ég er ótrúlega léleg að kveikja upp í kamínunni hjá okkur. Var að reyna að kveikja upp í gær án árangurs.

Píparinn minn er líka komin með einhverjar ofskynjanir og farinn að halda að hann sé rafvirki. Er búinn að vera síðustu daga að brasa í rafmagninu hjá okkur og í fyrradag endaði það með svaka sprengingu og ég þorði varla fram í eldhús til að tékka hvort hann væri á lífi. Í gær endaði þetta með því að honum tókst að sprengja öryggin í húsinu!! Við Ársól ferðumst því núna alltaf vopnaðar vasaljósum því það er aldrei að vita hvenær hann lætur næst til skarar skríða.


mánudagur, nóvember 08, 2004

Róleg helgi.

Helgin var afburða róleg. Fór í saumó á föstudag og var eitthvað að veltast og reyna að koma hlutunum á rétta staði í íbúðinni á laugardaginn. Náði að drösla upp borði neðan úr kjallara, plantaði því í stofunni og setti dúk á það...tarara komið þetta fína borðstofuborð. Sunnudagurinn var sannkallaður fjölskyldudagur, fórum upp í koloni og höfðum það gott í kuldanum, Gummi inni að taka til í ísskápnum og við Ársól úti að mála.

Til hamingju með afmælið Svala Vala, vona að þú eigir frábæran afmælisdag.

Var í mat áðan og þá var aðalumræðan ferðalag sem Vibe er að fara í, 4 mánuði í Ástralíu og um allt. Svaka spennandi og mikil umræða um hvað þau ætla að hafa í jólamatinn. Þá fór hún að segja okkur frá því að síðast þegar hún var í ferðalagi um jól, (var reyndar í 9 mánuði) þá fékk hún sendingu frá Danmörku, og í pakkanum var: lifrarkæfa og rúgbrauð...........er ekki í lagi!!! þetta borðuðu þau síðan í julefrokost....Daaaaa. ÉG sem þarf eiginlega alltaf að pína í mig rúgbrauðinu og það er ekki séns að ég smakki þessa lifrarkæfu..jakk

föstudagur, nóvember 05, 2004

Ekki bara læknaveiki

Ég var áðan hjá leiðbeinandanum mínum honum Torben sem er aðalgæinn hérna á svæðinu, rosa klár kall. Hann var sem sagt að hjálpa mér við umsókn sem ég er að fara að senda og var að fara yfir dönskuna mína sem er kannski ekki til frásögu færandi nema að þegar ég settist viður og ætlaði að fara að leiðrétta þá skildi ég ekki neitt hvað stóð á blaðinu. Skriftin hans er algerlega ókiljanleg. Úffffff púffff ég er búin að sitja yfir þessum texta í örugglega klukkutíma og gat bara ráðið í einn og einn bókstaf, en ekki heil orð og hvað þá setningar.....ekki sjéns. En ég gat bara ekki farið inn til hans aftur og beðið hann um að þýða leiðréttingarnar hans...hljóp þá niður og hitti eina sem er búin að vera svo lengi hérna að hún er farin að þekkja hrafnasparkið hans og hún hjálpaði mér. En það eru greinilega fleiri en læknar sem hafa þessa veiki með skriftina.

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

kassar, kassar, kassar...
endalaust, endalaust, endalauuuuussst


Nú verðum við að fara að setja smá kraft í að pakka upp úr kössum því þetta er að verða hálf þreytandi alltaf að leita af dótinu sínu. Í gær 20 mín áður en við Ársól fórum á skautaæfingu fattaði ég auðvitað að mig vantaði skautana mína...... Leita leita leita.... og loksins fann þá í kassa sem var ekki merktur Daaaaaa. Ekkert skipurlag hérna hjá okkur. Held ég ætli að nota helgina í það að taka upp úr kössum og finna staði fyrir alla þessa hluti okkar. Púfffff.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Forum upp a rask i gær og skiludum af okkur ibudinni. Portnerinn hann Finn skodadi ibudina hatt og lagt og gat ekki sett ut a neitt hja okkur, nema ad hann tok audvitad eftir krananum sem piparinn a heimilinu setti upp svo vid gætum tengt tvottavelina okkar.....

" har i sæt op den vandhane?" Andlitid a Gumma vard eitt engla-sakleysis-bros.....vand hvad....

og eg (ekki engilinn) greip til hvitrar lygi....nej det var når vi flyttede, men vi har brugt den så den virker.....ubbbbs. OK jeg tror at de som har boet her før jer har haft en vaskemaskine!!!!! hehehe vid sluppum allavega, skrifudum undir skyrsluna og halfhlupum ut....

Rosa gott ad vera buin ad skila ibudinni og tad tydir ad vid faum peninginn okkar til baka, jibbiiii.

Nyja ibudin hefur fengid ad bida medan vid klarudum ad ganga fra teirri gomlu, en tad er nu reyndar farid ad sjast i golfid og sofinn er kominn fyrir framan sjonvarpid. Fullt fullt af kossum bida reyndar ennta. Verdum eiginlega ad fara drifa i tvi ad taka upp ur teim tvi nuna eru bara 1 skeid i notkun og tad er frekar hægvirkt tegar allir ætla ad fa ser morgunkorn a sama tima. Tad eru lika bara 2 grunnir diskar i gangi og eg fekk ad borda lasagnea af undirskal i gær.


mánudagur, nóvember 01, 2004

Pakka, bera, burðast,
rogast, raða, hlaða,
toga ýta og emja

Þetta voru kjörorð helgarinnar....

nú erum við búin að flytja, gerðum það á laugardaginn ásamt flokki góðra vina,sem komu okkur til bjargar. Auðvitað rigndi vel á okkur og allir náðu að verða hundblautir, ekki verra!!!. Kössum og hlutum var skuttlað inn í íbúðina á ivarsvej og undir það síðasta var fólk farið að hlaupa til að koma öllum kössunum inn, við þuftum nefnilega að skila kerrunni fyrir kl 2. Svo þetta var frekar tæpt allt saman. Anders og Hanne (eigenduríbúðarninnar) komu líka til að kveðja Önnu og Kristján og bjóða okkur velkomin. Þau eru ferlega notarleg og voru þarna heillengi. Þegar allir voru orðnir mettir af pizzu fórum við upp á rask að ganga frá íbúðinni. Ohhhh það er ýkt leiðinlegt og nú er að sjá hvort þeir góðkenni það sem við erum búin að gera.... eins gott annars er mér að mæta...
..............læt vita hvernig það fer.

Gummi er rosalega sáttur við nýja strákaherbergið sitt, sem hann fékk. Það er niðrí kjallara alveg sér......og þar ætlar hann að leika sér með hinum strákunum. Það verður örugglega ekki langt í það að hann verður kominn með bílabrautir og annað þarna niðri...eitthvað svona strákadót.. ég verð bara að láta þvottahúsið duga fyrir mig og stelpurnar...hehe