Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, september 29, 2003

Nú er frost á Fjóni, frýs í æðum blód.....

Brrrr þad er orðið frekar kalt að hjóla í skólann á morgnanna núna, ég heð meira að segja að það hafi verið frost í nótt, ekki nógu gott mál því það er ekki einu sinni kominn nóvember, bara september ennþá.... Fólkið er frekar hissa á því hvað við íslendingarnir erum miklar kuldaskræfur svona upp til hópa, er ekki svo ííískalt á íííslandi???? Neibbbb þad er miklu kaldara hér, við erum líka svo dugleg að kinda húsin okkar heima. Á kolleginu þa er kveikt a ofnunum a kvöldin um 10 og svo er slökkt fyrir 7 á morgnanna, brrrr. Við fáum okkur bara rafmagnsofna til að hafa i hverju herbergi (eins og við séum með geggjað mörg herbergi!!!)

föstudagur, september 26, 2003

Föstudagur til frama-drama-stama......

Jamm það er jú víst kominn föstudagur aftur ohhh hvað ég er glöd, og hvað er planið fyrir helgina, júbb einmitt þad nákvæmlega ekki neitt, bara núll. Það er ekki mikið.

Í gær skruppum við til Århus til að sækja íslenskan fisk sem hann Pési tengdapabbi minn var að senda. Fullt af ýmsu góðgæti, reyktur rauðmagi, saltfiskur og gellur (ég ætla nú að láta Gumma um gellurnar eins og venjulega....) En vitið þið hvað leyndist milli fiskflakanna........jubb jólahangiketid hennar tengdamömmu, haldið þid ekki að kallinn hefði skellt hangiketinu í kassann svona bara af tví að það var smá pláss.............Pési þú ert ótrúlegur!!! Tið verðið bara að skella ykkur í heimsókn og þá eldum við hangiketið.

Annrs er bara ekkert um að vera......

fimmtudagur, september 25, 2003

Algjör snilld.........

Með því að nota þýðingarprogrammið sem ég fann hjá Sigurrós þá get ég skrifað íslensku stafina aftur, jibbbbííí, versta við það að þetta tekur aðeins lengri tíma.......nenni þess vegna bara að blogga lítið....blogg blogg

miðvikudagur, september 24, 2003

Diiiiiii hvad eg var oheppin i gær.

For nefnilega budina, føtex budina og ætladi bara ad kaupa pinu en audvitad endadi tad med tvi ad eg lagdi af stad ut ur budinni med einn trod-fullan poka og helt a klosettpappir i hinni hendinni.......tetta er nu ekki frasogu færandi nema ad tegar eg er ad labba yfir gotuna ta byrjar klosettpappirspokinn ad rifna svona smatt og smatt " Nei tu matt alls ekki rifna nuna ut a midri gotu " sagdi eg audvitad vid pokann, en allt kom fyrir ekki og helv...pokinn rifnadi og klosettrullurnar donsudu stridsdans a gøtunni, ser til mikillar skemmtunnar. Nokkrir bilar foru i svig til tess ad kremja ekki finu klosettrullurnar minar, en eg hljop bara ut a gøtu og tyndi tær upp.........get svo svarid tad ad eg var orugglaga ad kaupa fimmtiu stykki.........(eda allavega 12 stk). Svona getur nu verid gaman ad fara i budina tegar madur er svo nyskur ad madur tymir ekki ad kaupa fleiri poka..............

mánudagur, september 22, 2003

Frabær helgi buin, a laugardagskvoldid bordudum vid 10 stelpur saman heima hja Sros, sottum kinverskan mat...ummmmm. Tetta var matur orugglega fyrir 20 manns svo vid bordudum eins og vid gatum en samt var orugglaga helmingurinn eftir. Sidan var farid i heimatilbuid partispil sem Bryndis og Sros bjuggu til. Skemmtum okkur konunglega og hloum eins og vitleysingar. Sumir voru svo heppnir ad fa ad bera titilinn ungfru playboy og fengu ta ad vera med heimagerd kaninueyru og kaninu tennur ( tad a eftir ad ritskoda myndirnar adur en eg set tær inn). Forum svo nidur i islendingafelag og donsudum i sma tima. Kristjan og felagar voru ad spila. Sidan var farid nidur i bæ og audvitad voru allir bunir ad tyna ollum eins og vanalega, en vid vorum svo ferlega heppin ad vid fundum eiginlega alla aftur fyrir utan arkaden og forum a astralian bar og tar var dansad tar til manni var ordid vel illt i fotunum. Frabært kvold og ekki verri sunnudagurinn tvi ta forum vid i afganga hja Sros (madur ma nu ekki lata han borda tetta allt sjalfa hehehehehe)...............

Annars erum vid komin med hundaveikina................ Vorum ad skoda hvolp i gær hja Heidu hann er hrykalega flottur. Erum annars buin ad vera ad skoda Sennen Berner hvolpa, sem eru ekkert sma flottir.........en mamma hafdu ekki ahyggjur nuna er eg svo langt i burtu ad eg get ekki komid til tin og spurt " mammmmma ma eg eiga hann, hann er svo sætur, eg fann hann bara herna uti, eg lofa eg skal alltaf hugsa rosa vel um hann" Eg hef nefnilega komid soldid oft heim med dyr sem mig langar svo ad eiga...............td hund og nokkrar kaninur sem eg fann ut i Skogey. Attu svo audvitad ad vera 2 kerlingar en viti menn nokkrum vikum seinna voru fæddir fullt fullt af sætum kaninu ungum...........

laugardagur, september 20, 2003

Laugardagur 20. sept
Klakamót 2003, er þessa helgina, þar safnast íslenskur karlpeningur úr allri Danmörku og spilar fótbolta. Gummi fótboltahetja ákvað að vera ekki með í liðinu að sinni en fékk betri stöðu fyrir vikið, hann titlast læknir liðsins. Er með hvítan slopp, sprautur og fullt af bjór sem ætti að lækna alla slasaða sem óslasaða leikmenn. Í kvöld verður svo borðað og svo verður farið á ball í Miðgarði. Við stelpurnar ætlum að kaupa okkur kínverskan mat og borða hann heima hjá Sigurrós. Svo á að fara í partýspil og fleira skemmtilegt, það er spurning hvort einhverjar nái að komast niðrí Miðgarð hehe. En ég ætla reyndar ekki að fara í bæinn því Ársól er lasin. Ekki gaman.

þriðjudagur, september 16, 2003

já hotmailið mitt liggur niðri............fúlt, en ég er með annað meil sem þið megið gjarnan senda mér póst á freir02@student.sdu.dk

Afmælishelgi

Já nú er barnið orðið sex ára og af gjöfunum að dæma var þetta næstum fermingarveisla. Þvílíkt mikið af flottu dóti, Þúsund þakkir til ykkar allra. Afmælið var rosa skemmtilegt og fullt af krökkum eða allavega fullt af stelpum og einn strákur hann Nökkvi. En hann lét þetta ekkert á sig fá að vera einn með svona mörgum stelpum. Veit að margir hefðu guggnað undan þessum kvenskara. Það var farið í leiki og ýmislegt til skemmtunar.

Á föstudag tókum við upp enn einn danska siðinn, við tökum góðu siðina upp en látum hina (eins og að reykja) vera. Við áttum skrifborðstól sem við keyptum fyrir ári síðan, hann var óhemjuVONDUR svo hann var nú eiginlega bara alltaf fyrir okkur.......svo Freyja skellti bara miða á hann TIL SALG og viti menn hann var seldur á innan við hálfri klukkustund, vel af sér vikið, og það er sko pottþétt að þetta eigum við eftir að gera oftar með hluti sem eru fyrir okkur.......Gummi verður að passa sig á að vera ekki fyrir mér í framtíðinni.

LOKSINS er ég byrjuð á verkefninu mínu á spítalanum, byrjaði í dag sem sagt, fór að tala við kappana og þeir voru vitanlega hressir og kátir. Nú er verið að kaupa tölvu fyrir mig og ég vona að hún verði komin áður en verkefninu lýkur hehe nei nei ætli það verði ekki í næstu viku. Annars er verið að reyna að pota mér einhversstaðar því það er frekar þröng á þingi þarna. En mér leist fínt á þetta, allavega við fyrstu sýn. ´Gaman að vera komin í gang eftir langt sumarfrí..............

fimmtudagur, september 11, 2003

Ég hef nú bara eiginlega ekkert að segja núna, fór reyndar á foreldrafund í gær og það var fínt, fékk maður að sjá alla foreldra krakkana í bekknum. Það er ekkert smá skrautleg flóra, þarna voru auðvitað danskri foreldrar, fólk svona milli 35-40 ára því þeir eru nú ekkert að flýta sér að eignast börn, meira segja var einn sem ég hélt að væri afinn en nei nei kallinn var örugglega jafngamall afa. Svo voru Skúlar sem er annað nafn á slæðufólki, sem sagt það sást ekki í andlitið á konunni nema rétt sást í augun á henni ef maður horfði lengi og ég get svo svarið það að konan var ekki eldri er 21 !!!! Karlinn hennar var líka með hann var bara ferlegur töffari, alltaf að sms-a..... ætli konan megi líka sms-a????? Svo voru júgoslavar og svo ég og önnur mamma frá Íslandinu og auðvitað vorum við lang yngstar. Fundurinn átti að vera frá kl 19-21. Búið var að tala um þau málefni sem voru á dagskrá kl 20 en samt var setið til kl 21 þar til fundi var slitið. Fyndið maður er vanur að það sé rokið af stað áður en búið er að tala um allt.

Annars hef ég ekkert að segja og er að fara upp í bústað að mála, búin að kaupa rauða málningu á TILBOÐI, 5 lítrar á verði eins gerist ekki betra. Síííj jú leiter

þriðjudagur, september 09, 2003

Hafði hest í íbúðinni

frétt á mbl :

Lögregla, sem kölluð var til vegna hávaða í íbúð í fjölbýlishúsi í Óðinsvéum í Danmörku, komst að því að þarna var ekki verið að halda samkvæmi heldur að reyna að hafa ofan af fyrir smáhesti.

hahahahaha

þetta hefði alveg getað verið ég, frábært að heyra að öðrum detti svona líka í hug........Þvílíkir bjánar.

Árekstur

nei ekki hjá mér.......en hvað mynduð þið gera ef einhver auli kæmi nú keyrandi og myndi bara ekkert vera að horfa í kringum sig og keyra beint á ykkur.......hehe man eftir einu tilfelli þar sem gaurinn (nefni engin nöfn) sá ekki sex hjóla trailerinn og keyrði fyrir hann og tók ekki eftir neinu fyrr en hann var sóttur og farið var með hann til að sýna honum afleiðingarnar.........ekki meira um það... en allavega ef einhver myndi bara keyra á mig ÓVART þá myndi ég örugglega stökkva út úr bílnum og verða hoppandi brjáluð...........rjúka í gaurinn og húðskamma hann. Ég varð vitni af svona óhappi þar sem einn koma bara á fleyrgiferð á bílastæði og keyrði bara beint inn í annan bíl sem var kyrrstæður????? Hann var örugglega sofandi. Kallinn sem átti bílinn sem keyrt var á kom bara rólegur út úr bílnum og kannaði aðstæður og fyrr en varði var hann farin að klappa hinum manninum á bakið eins og þetta hafi nú bara verið hinn mesti greiði (?????????) Svo skildu þeir bara sem bestu vinir og ætluðu örugglega að hittast á kránni og fá sér tvo öllara. Ég ekki skilja svona.........................

sunnudagur, september 07, 2003

Mánudagurinn 8. september

Góðan dag góðir hálsar ég sem ætla alltaf að vera rosa dugleg að skrifa en svo gerist ekkert. hmmm. Við brölluðum ýmislegt um helgina, á föstudaginn fórum við og gæddum okkur á dýrindis lambi í íslendingafélaginu og hlustuðum á langa ræðu hjá færeyskum stjórnmálamanni og nú er ég miklu fróðari um stjórnarskipanina þar í landi. Siggi nú get ég svarað öllum þínum spurningum um stjórnmál hjá ykkur!!! Fórum síðan í bæinn, þar var allt stútfullt af fólki þar sem það var nú einu sinni menningarnótt. Mjög gaman en við fórum snemma heim þar sem fólk var orðið frekar þreytt. Á laugardaginn fór Ársól í heimsókn til Luisu og þær léku sér saman. Rosa spennandi að fá að fara með henni heim. Olga, Gunnar og stelpurnar komu svo í heimsókn til okkar á laugardaginn frá Horsens. Gerðum samt eiginlega ekkert annað en að borða og blaðra. Ekki leiðinlegt. Kíktum líka á nýju hyttuna hjá Bríet og Benna sem þau voru að kaupa sér, ýkt flott hús, stærra en íbúðin sem þau búa í.

Jæja ég er nú að pæla í að setja í dugnaðar gírinn og taka pínu til, ekki mikið bara smá. Þótt mig langi mest að skríða upp í rúm...

fimmtudagur, september 04, 2003

Vá tíminn flýgur hratt alltaf, og ég er ekki byrjuð í verkefninu mínu. hmmmmmm þeir kallarnir hafa ekkert haft samband við mig kannski eru þeir búnir að gleyma mér!!!!!!!! Svo ég hef bara verið að reyna að lesa "skemmtilegar" greinar sem fjalla um það sem ég er að fara ð vinna við, en það gengur ekkert allt of vel því ég er ekki alveg með einbeitninguna í gangi. Í gær dró Srós mig með sér í bæinn (hehe) það var ekki ég sem dró hana !!! og við kíktum á ferðaskrifstofur til að ath hvort væru ekki til einvherjar skemmtilega ferðir í hausfríinu en konan hló bara af okkur. Engar ferðir lausar...........Daninn er auðvitað búinn að panta ferð með ársfyrirvara svo komum við íslendingarnir og ætlum bara að skella okkur eitthvað. Við hefðum kannski bara átt að panta ferð fyrir næsta ár. hehe skoða það mál kannski fljótlega. Svo það verður sennilega ekki farið í neina sólarlandaferð í þessu haustfríi, en við eruð auðvitað ekkert af baki dottnar og við eigum örugglega eftir að finna eitthvað sniðugt.

mánudagur, september 01, 2003

Helgin búin og það er komin mánudagurinn 1 september, ég átti nú að vera byrjuð í verkefni upp á spítala nú í dag en það dregst nú aðeins......hmmmm. Ég fór á föstudaginn og heimsótti þessa kappa sem ég tek verkefni hjá, þá kom nú í ljós að leiðbeinandinn minn er frá vinnu vegna veikinda í fjölskyldu og ekki vitað hvenær hann kemur aftur!!!!!!!!!!! Er verið að reyna að redda öðrum leiðbeinanda allavega svona til að byrja með. Svo ég er bara hérna heima ennþá. Fékk reyndar fullt af lesefni með mér heim svo ég gæti haft nóg að gera.

Ég fékk líka bréf frá Jesper: "Vi har reserveret en plads til dig gennem Dorinda Schnack. Vi skal have fundet ud af om vi vil beholde den reservation (fra og med 1 september)" hmmmm hvernig plads er þetta ...... á að fara að leggja mig inn??????? VOna að þetta sé kontor plads, jibbbbííí þá fæ ég míns eigin skrifstofu.......

Annars áttum við flotta helgi, saumó á föstudag í matarboð hjá Sigurrós og Ingva á laugardaginn og borðuðum frábæran mat, það var papsi áskorun, borðað bæði núsjálenskt lambalæri og Íslenskt. Sem betur fer fann ég mun á kjötinu og því fær Íslenska lambalærið að halda titlinu LANGBESTA lambakjötið!! S+atum langt fram á nótt að kjafta og fórum svo á barinn, þar sem var standandi gleði eins og venjulega. Á sunnudag fórum við svo að heimsækja Hjöltu og Össa. Þau eru nýflutt hingað til Odense og mér heyrðist þeim lítast vel á staðinn.