Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, mars 20, 2007

ahhhhh hvað þetta var nú hressandi helgi. Fórum á Akureyri eftir vinnu og læknastúss á fimmtudag og brunuðum á eðalkagganum norður í land. Fór vel um alla ferðamenn og samferðamenn sem skelltu sér bílasölurúnt tveim tímum fyrir áætlaða brottför og festu kaup á enn stærri krúser! Fengum þessa líka flottu íbúð og fengum við holufólkið algjört víðáttubrjálæði í stofunni.´Pétur og Jónas Nói nutu þessarar víðáttu til þess ítrasta og þeystu um stofuna þvera og endilanga, annar á yfirferðarskriði og hinn hlaupandi á tveimur jafnfljótum.

Tókum föstudaginn snemma (við sáum um að ræsa mannskapinn) og vorum mætt upp í fjall um hálf tíu. Það skelltu Ársól og Nökkvi sér á skíði ásamt köllunum. leið ekki á löngu þar til ég bættist í hópinn þar sem ég gat prangað syninum inn á þær stöllur Sigurrós og Mæju. Frábært veður og ferlega gaman. (fylgir ekki sögunni hvað ég er hrykalega léleg á skíðum...) En Ársól sem var að fara í fyrsta sinn stóð sig eins og hetja og silgdi hægt og rólega niður brekkurnar. En félagi hennar Nökkvi nennti nú ekki neinu hangsi og þaut niður brekkurnar á bruni svo ekkert sást nema hvítur snjór sem þyrlaðist upp. Laugardagurinn var eins, skemmtum okkur í brekkunum og skruppum svo í heimsókn til Minnýar og Ara í flotta sumarhúsið þeirra. Á sunnudag var ferðinni stefnt heim á leið og ætluðum við að verða á undan óveðrinu sem búið var að spá. En nixen dixen Ísland sýndi okkur hvernig maður verður að vera við öllu búinn þegar að veðráttu kemur og keyrðum við fljótlega inn í niðdimman storm með öllu tilheyrasndi. Og komumst við að lokum inn að Staðarskála, sem ég btw sá ekki frá veginum, hvað þá skiltið við vegkantinn, svo blint var skyggnið.En með smá útúrdúr komumst við á leiðarenda. Fórum Laxárdalsheiði og þaðan yfir í Heydalinn. Þar var þessi líka blíða og var þetta því fallegur útsýnisútúrdúr!! Pétur var ótrúlega stilltur nema þegar duddan hans týndist og varð að stoppa næsta bíl og fá varasnuðið hans Jónasar Nóa lánað. Eftir það gat litli maðurinn sofnað. Ársól sat bara og prjónaði eins og óð væri, hún lætur smá óveður ekkert á sig fá. Komum loks heim eftir tæpra 9 tíma ferðalag.

Í gær fór Pétur síðan til læknis að láta setja rör í eyrun og til að láta fjarlægja nefkirtilinn. Aðgerðin gekk mjög vel og tók stutttan tíma. En hann var nú ekki tilbúinn að vakna eftir svæfinguna og var mjög slappur í allan gærdag. Ældi og leið greinilega mjög illa, en nú er þetta ellt orðið betra og við ætlum að halda okkur innandyra í dag og verðum orðin öfga spræk á morgun.

þar til síðar kv Freyja

þriðjudagur, mars 06, 2007

Hún Ársól er svo mikil reglumanneskja að stundum gengur það alveg úr hófi fram....hún vill hafa reglum um alla hluti...en hvort þeim sé framfylgt fylgir ekki sögunni. Í gær fór hún á sundæfingu og átti að þvo á sér hárið í leiðinni, nema hvað þegar hún kemur heim hafði hún ekki gert það...týpiskt....en hún tilynnti okkur það að hún væri búin að setja reglu um að það ætti alltaf að þvo á sér hárið á mánudögum ( sem var auðvitað í gær) og við spurðum hana hvers vegna hún hafi þá ekki gert það....já nei nei reglan tekur ekki gildi fyrr en í næstu viku. málið útrætt.

Svona er hægt að vera útsjónasamur og setja sjálfur fullt af reglum boðum og bönnum og fara síðan snyrtilega í kringum allt þetta.

En fréttirnar af heimilinu eru ekki alls kostar skemmtilegar, Pétur er lasinn enn eina ferðina. Sama hvað hann kallinn reynir að vera hress og kátur þá er hann búinn að vera endalaust veikur frá því um áramótin. Síendurtekin eyrnabólga er það sem hrjáir kallangann. Kominn á þriðja sýklalyfjakúrinn í röð og það óhugnalega við þetta allt er að það hafa liðið 3 vikur á milli sýkinga...upp á dag.

En drengurinn varð 10 mánaða í síðustu viku og að tilefni þess færi pabbi hans honum risa pakka.....sem hann fær reyndar ekki afnot af fyrr en hann er orðinn 17 ára. Haldiði ekki að gumminn hafi keypt draumajeppann sinn, notaði þá afsökun að þetta væri gjöf handa einkasyninum.....je right! Þar með erum við komin í hóp þeirra íslendinga sem telja eflaust 90% þjóðarinnar sem eru með bílalán...íííhaaaa tók okkur ekki lengri tíma en þetta ( 7 mánuði ) að gleyma öllu sem við lærðum í Danmörkinni um nægjusemi og skynsemi og fara út í óhófssemi og eyðslu sem einkennir okkur (og gerir okkur sérstök!) íslendinga.

Hafið það gott á þessum fallega degi kv Freyja