Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, maí 27, 2006

Tómlegt í kotinu

Gestirnir eru farnir og nú tók maðurinn upp á því að láta sig hverfa líka, en hvað það er tómlegt hjá okkur. Eiginlega er ekki hægt að kalla þessa gesti sem voru hérna hjá okkur gesti, þetta voru frekar auperur, sáu um uppvaskið-þvottinn og pússun glugga...svo lítið eitt sé nefnt. Vorum níu þegar mest var og fór (held ég) vel um alla. Stubbi fannst þetta prýðisgóð athygli og naut þess að kúra á mjúkum möllum afa sinna og spjalla við ömmur sínar þess á milli. Ársól naut þess líka, þó hún kvartaði aðeins undan hrotum í afa sínum.... Vorum mest hérna heima að hygga okkur enda var eiginlega rok og rigning flesta daga, ekki alveg það sem við vorum búin að óska eftir. En um leið og stytti upp notuðum við tækifærin og fórum upp í koloni, á lestarsafnið og í tívolí.

Það sem er annars að frétta af heimilinu er að GP er búinn að skila lokaverkefninu-finally og þá er þetta alveg að styttast, hann fór í smá skreppiferð til Íslands og ætlar að redda íbúð, vinnu, bíl og öllu öðru sem okkur vantar áður en við flytjum heim. Stubbur stækkar og stækkar, er hress og kátur, algjört yndi. Ársól er búin að vaxa og þroskast um mörg ár við að hann fæddist og er nú farin að kunna tökin á honum, tekur hann upp og hjálpar heilmikið til með hann. Ég er bara í gúddí fíling og bíð eftir að veðrið skáni aftur.

Læt þetta duga að sinni...þar til síðar adíos

mánudagur, maí 15, 2006

Daginn daginn, helgin búin og það er kominn mánudagur

Fengum þrælana okkar í heimsókn um helgina og þeir fengu svoleiðis að kenna á því. Helga og Fjalar voru látin vinna og vinna og vinna. Held þau komi bara ekkert aftur í heimsókn til okkar eftir þessa útreið. Þegar þau komu þurftu þau að þrífa allt hátt og lágt í kjallaranum svo væri hægt að sofa þar, síðan var farið upp í koloni have og þar tók Helga á honum stóra sínum, sló garðinn, bar á, reytti arfa og þvoði og skrúbbaði. Það veitti ekkert af svo tiltekt, það var allt gjörsamlega í rúst. Það eina sem ég gerði var að gefa brjóst og grilla pylsur, en var samt alveg búin á því þegar við komum heim seinnipartinn. Sá Gumma eiginlega ekkert um helgina þar sem hann er alveg á lokasprettinum í lokalokalokaverkefninu sínu, púha að þetta klárast bráðum. Sá aðeins í hann kl sex þegar Tralli var að drekka og Gummi var að tía sig af stað í skólann. Ekki gaman af þessu.

Er að bíða eftir ljósunni að hún komi til þess að vikta prinsinn, læt ykkur vita hvað hann viktast. Var líka að setja inn nýjar myndir.

Kv Freyja

þriðjudagur, maí 09, 2006

Mínúta á milli mjalta...

Já eins og fyrri daginn þá geri ég lítið annað en að sjá til þess að ungi herrann fái nægilegan mat, sem þýðir jafnframt að það er ekki mikið stigið upp úr sófanum. Þetta er samt allt að komast í fastar skorður og hann er farinn að sofa eins og engill á milli mjalta, sem er alveg yndislegt. Komst í gær aðeins út í góða veðrið og hljóp eins og skrattinn með sláttuvélina út um allan garð- sem var alveg yndislegt, því ég var ekki másandi og blásandi eins og hvalur eins og síðast þegar ég sló garðinn. Þessi bumba var greinilega farin að segja til ´sín úthaldslega séð. Ársól spurði mig hins vegar þegar hún sá mig upp á spítala hvort ég væri með annað barn inn í maganum....hélt auðvitað að maginn myndi hverfa á fyrsta degi...nixen dixen hann er hér enn!

Ég setti inn nokkrar fleiri myndir af dreng inn á albúmið hans-finnst það ansi vel af sér vikið að ég skuli hafa munað hvað ég átti að gera! híhí

Biðjum að heilsa héðan út sólinni í Odense

laugardagur, maí 06, 2006

Jæja þá er hann fæddur - fyrir nokkru og mamman er fyrst að komast úr mjaltarvinnslunni og að tölvunni...þetta tekur greinilega allt sinn tíma, og við erum að öll að læra hvert á annað. Geri lítið annað en að sitja í sófanum og gefa brjóst og drekka saftevand!! Enda fer ansi vel um okkur þar.

En núna tókst mér að setja nokkrar myndir inn á síðuna, eftir mikið maus og klúður, en ég held að sé búið að fylla hausinn á mér af mjólk því ég var búin að steingleyma hvernig maður setti inn myndirnar.... svona verður maður þá næstu vikurnar og mánuðina algjör gullfiskur.

En annars er þetta óskup yndislegur strákur sem við höfum fengið og hann er búinn að sýna okkur að hann hefur fengið sinn skammt af skapgerð móður sinnar...óþolinmóður og fljótur upp!! Svoleiðis á þetta líka að vera, annars gengur allt rosa vel, eftir smá byrjunarörðuleika.

Ástarkveðjur héðan úr Odense og síðast en ekki síst takk kærlega fyrir allar kveðjurnar

Freyja