Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Mér er svo illt í munninum mínum....

ekki í tönnunum, og ekki kannski beint í munninum, heldur eiginlega í kjálkanum. Skildi ekkert í þessu í fyrradag hvað væri eiginlega að mér í kinnbeinunum og í kringum jaxlasvæðið en nú er ég búin að finna hvað veldur. Ég er farin að gnísta tönnum í gríð og erg og ekkert fær mig stoppað. Held að stressið sé farið að láta á sér kræla, en indælt ekki satt.

Annars er ég alveg hætt að borða óhollann skyndibitamat og er komin í fæði hjá nágrönnum. Í fyrradag fór ég í lasagnea til Þóru og Gústa og í gær fór ég síðan til Birgittu og Todda. Ég er svooo sniðug, geri eins og hann tengdapabbi minn kenndi mér, mæta á svæðið rétt fyrir mat og sitja þar til manni er boðið eitthvað gott að borða, já ef manni er ekkert boðið þá getur maður brugðið á það ráð að kíkja í ísskápinn og kanna birgðirnar. Nei kannski er ég ekki alveg svona slæm en næstum.

Fór í bíó á mánudag að sjá myndina Veninder, æjjj hvað hún var skemmtilega mikil stelpumynd. Fjallar um vinkonur sem fara í sumarbústað til að fagna fertugs afmæli einnar. Og það er ýmislegt sem gerist í bústaðnum og enginn lifði hamingjusamur til æviloka, en allir voru samt glaðir. Skemmtilegt.

Familian mín kemur svo heim í dag og þá get ég hætt að misþyrma Óskari, hann er farinn að fela sig ég birtist.

Óskar: "Arrrrg hún er komin heim, nú fer hún að knúsa mig og greiða mér!!! vonandi setur hún ekki slaufur í mig, ohhhh ég hata slaufur"

Já það er ekki auðvelt að vera Óskar aleinn heima með mér.....

mánudagur, ágúst 22, 2005

Hiti-kuldi hvað finn ég næst til að kvarta yfir...

Hvað var ég að kvarta undan kulda á Íslandi, hefði betur látið ógert því núna get ég varla hugsað fyrir hita. Það er greinilega erfitt að gera mér til hæfis þessa dagana. Það nálgaðist suðumark inn í stofu hjá mér í gær, og heilinn á mér var á þvílíkum hita-yfirsnúningi að ég var eiginlega með rugluna. Þrátt fyrir að viftan gerði sitt besta, náði hún ekki að kæla íbúðina. Púha. Skrapp út í heilar 20 mínútur bara svona til þess að heilsa upp á sólina og hvað gerist, muggurnar ákváðu að ég væri þeirra kvöldmatur og átu mig upp til agna hérumbil. ááááá ég er öll stunginn. Þeirra kvöldmatur er sennilega betri en minn undanfarna daga. Fór í búðina um daginn og keypti allar þær tegundir af skyndimat sem er hægt að setja í örbylgjuna og á þessu hef ég svo verið að gæða mér á undanfarin kvöld. Ummmm.

Fór í stelpupartý á laugardagskvöld og þar var hellings fjör, vatnsslagur og allt, við misgóðar undirtektir fólks...hehe Ákvað samt að það væri skynsamlegt að forða sér heim þegar ég var orðin gegnblaut.

föstudagur, ágúst 19, 2005

Íspása á milli setninga

heng inni á spítala og er að tæma hugann og reyna að koma öllu því sem á að leynast þar inni niður á blað. Úha hvað það er oft djúpt að grafa í þennan heila, sumir hlutir vilja hverfa og aðra er bara engan veginn hægt að nálgast. Allavega ekki þegar að námsefni kemur. Hmmmm ekki gott, svo ég verð að kafa lengra og taka lengri tíma í það. Ég er sem sagt komin á smá skrið með ritgerðina mína en finnst auðvitað ekkert ganga, þá er alveg tilvalið að taka smá íspásu.

Annars kom ég heim af Íslandinu ískalda á þriðjudagskvöld. Ekki mjög spennindi að koma svona heim í tómann kofa, fór því á miðvikudaginn og sótti félaga Óskar, svo hann geti haldið uppi stuðinu á heimilinu. Þetta er reyndar ótrúlega furðulegt að vera svona aleinn heima og ég get nú ekki sagt að mér finnist þetta vera skemmtilegt, nixen dixen hlakka svooo til að þau hin komi heim, sem verður reyndar ekki fyrr en seinni partinn í næstu viku.

Íslandsferðin var auðvitað yndisleg í alla staði nema þá helst mig langaði að hitta mun fleiri og eyða meiri tíma með þeim sem ég hitti. En það verður bara næst ik´os. Fórum á Strandirnar þar sem Gummi fékk útrás fyrir 3 ára uppsafnaða strandaorku. Mamma og pabbi komu til okkar norður og voru með okkur í nokkra daga, bara ljúft og gaman. Fórum í flottar gönguferðir og skemmtilegar siglingar. En fuck hvað það er langt að keyra þetta, og hvað vegirnir eru vondir, dííí enda vorum við marga klukkutíma að komast norður. Reyndar var gert svo mikið grín af aksturlaginu (sem var svossum ekkert til að gera grín af, það var bara keyrt á löglegum hraða, og fyrir utan að það er frekar langt síðan við höfum komist á ekta malarveg) svo það var gefið aðeins í til þess að verða ekki að athlægi í sveitinni!!!

Vígðum líka nýjasta húsið í sveitinni hjá Möggu og Pétri og þar var borðað grafið lambakjöt með ógrynni af heimabrugguðu rauðvíni, sem rann ljúft ofan í mannskapinn, ljúfar ofan í suma en aðra og voru timburmenn sunnudagsins vel árásargjarnir fyrir viðkvæma hausa!

Í gær var síðan áskorunIN!!!! ég reyndi að slá garðinn, úha vá hvað það hefur sprottið, ég þarf bara stórtækar vinnuvélar í garðinn og ekki viss um að það dygði....en auðvitað réðist ég á þetta ill-gresi með öllum kröftum og notaði við það ofur barbie sláttuvélina sem fylgir íbúðinni, já í fáum orðum þá stendur vélin út í garði það sér varla högg á barði í garðinum þrátt fyrir 2 klukkustunda erfiði. Ég er farin í verkfall!