Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, mars 26, 2006

ÚÚÚTSAAALAAAAAAA

Jábbs ég komst líka á þessa fínu útsölu hér á föstudaginn. Fórum í smá lagersöluferð hjá RICE og ég hef nú bara ekki lent í annarri eins mannmergð-já eða kvennamergð. Því þarna var samankomin heill hópur af kvennfólki sem höfðu það sameiginlegt að vera þarna á ÚTSÖLU. Því var ekkert annað að gera í stöðunni en að fylgja straumnum og taka aðeins meira en sú sem var á eftir, grípa allt sem manni leist vel á og sortera það sem kaupa ætti á eftir þegar maður stæði í röðinni, þarna giltu bara handalögmálin og lá við að það væru slagsmál um flottustu hlutina. Þetta var samt eiginlega algjört djók, fyrst þegar við komum var röð til þess að komast upp og síðan röð til að komast inn í húsið-eftir það tók við útsölu ferlið...safna safna og safna og þar á eftir standa í röð til þess að borga!! Mér tókst að kaupa nokkra hluti sem voru mjög bráðnauðsynlegir þegar ég skoðaði þá í búðinni....sjáum til með notagildið!

Áttum rólega og góða helgi, slakað á í rigningunni, svo sé ekki meira sagt. Ætla að skella mér í keramikið núna á eftir og kreativast eitthvað.

Góð vika framundan

kv Freyja

fimmtudagur, mars 23, 2006

Madpakke i vuggestofuna, í leikskólann, í barnaskólann, menntaskólann, háskólann í vinnuna, helgartúrana og nú síðast á fæðingardeildina!!

Já ég held þeir eigi nú met í matarpakkasmurningu þessir blessuðu samlandar mínir hérna í Danmörkinni. Við Gummi fórum í gær og skoðuðum fæðingardeildina, svona til þess að vita hvar maður ætti nú að mæta þegar barnið boðar komu sína. Eitt af því helsta sem við fengum að vita var að maðurinn ætti að taka með sér matarpakka, þetta sagði hún þrisvar sinnum til þess að við myndum nú örugglega muna eftir því að smyrja matpakkann áður en við leggjum af stað á sjúkrahúsið. váááá ekki hægt að segja annað. Eins gott að við munum eftir þessu, annars gæti Gummi dáið úr hungri og volæði.

Ég á líka orðið rosalega stóra stelpu, sem ég vill halda allt of oft að sé bara enn lítil!! Í morgun sagðist hún ætla að hjóla alein heim úr skólanum, eitthvað sem hún hefur ekkert verið allt of viljug að gera. Málið er að við sækjum hana alltaf og það eru nokkrar götur sem hún þarf að fara yfir til þess að komast heim. En engin mjög stór sem betur fer. En mér er sama þetta er hellings mál fyrir mig taugaveikluðu mömmuna.

Búin að fara í bakaríið í morgun og svo koma stelpurnar í brunch á eftir, notó ekki satt.

Þar til síðar kv. Freyja

þriðjudagur, mars 21, 2006

Stundum er ég nú ekki með mjöllum mjalla.....

Og svoleiðis var ég í morgun þegar ég ætlaði að fara að blása á mér hárið, stakk staujárninu í samband í stað hárþurrkunnar!!! Það á eftir að fara illa fyrir mér einn daginn.

Um daginn leið mér eins og algjörum útlendingi hérna í Danaveldi. Málið var að við fórum nokkrar skvísur í smá leiðangur og enduðum út í Vollsmose, sem er hverfi þar sem flestir íbúar eru af erlendu bergi brotnir, þe öðru en dönsku. Löbbuðum þarna í gegnum verslunarmiðstöð þar sem flestar konurnar voru með slæður og vel græjaðar! Þarna var líka kaffihús sem var fullt af köllum, engin kona sjáanleg....og það sem við stungum í stúf þarna, mér leið eins og ég væri komin til útlanda.

Annars er allt í gúddí hérna megin, horið á undanhaldi heilsan öll á uppleið með sólinni sem nú er loksins farin að skína á fullu, jubbííí.

laugardagur, mars 18, 2006

Lasin enn eina ferðina

hvað er í gangi hérna, ég er komin með enn eina pestina og þessi er ekki mjög skemmtileg. Ætti kannski að láta hvort þetta sé nokkuð fuglaflensan sem er komin til okkar hingað í DK. Frekar fúlt að vera lasin inni og það er þokkalega flott veður hérna út. Kannski það fúlasta við að vera lasin er þegar maður getur ekki bara sofið þetta úr sér og vaknað eldsprækur og hress. Nixen dixen það virkar sko ekkert þannig að ég búin að hanga inni í dag, hnerrandi og hóstandi. Ársól er búin að vera í þjónustuhlutverkinu í dag og sat áðan og var að lesa fyrir mig, algjört yndi.

Þau feðginin skruppu aðeins út að línuskauta, eða annað þeirra er á skautum, hinn aðilinn, þessi stærri, þorir ekki að taka neinar áhættur núna...gæti misst úr nokkra daga úr skóla ef hann dytti!

Ætla að halda áfram að láta mér batna svo ég verði orðin spræk á morgun, já eða hinn.

kv Freyja

fimmtudagur, mars 16, 2006

Agalegt andleysi hérna megin, ekkert sérstakt að gerast og þá er bara ekkert til að segja frá. Lífið gengur sinn vanagang eftir langan veikindapakka, Ársól skólast, ég mæti reglulega í keramik og fleira skemmtilegt. Við notuðum helgina í margskonar loppumarkaði, uppgötvuðum alveg nýjan risa loppumarkað sem er í gamalla mjólkurstöð hérna fyrir utan Odense. Þar var ógrynni að skoða og hefðum geta eytt nokkrum tímum þar inni, vorum bara frekar sein í því og náðum því bara að kíkja aðeins á það helsta, en það verður farin önnur ferð fljótlega. Auðvitað gátum við eytt smá peningum í svona hluti sem eru svo skemmtilegir´, keyptum m.a. konuborð og fjóra flotta stóla við, þetta er svona ekta borð til þess að sitja saman og kjafta, drekka súkkulaði og borða hnallþóru. Á bara eftir að finna rétta kaffistellið, það hlýtur að finnast á næsta loppumarkaði.
þar til síðar þegar andinn hefur fundið mig, adíós

miðvikudagur, mars 08, 2006

Fyrsti skóladagurinn eftir langa pásu

Ársól var að fara í fyrsta skipti í skólann eftir að við komum heim og þá er liðinn heill mánuður síðan hún var þar síðast. Eftir íslandsferðina, lagðist einhver skítapest yfir hana og endaði með lungnabólgu og herlegheitum. Í gær sagðist hún vera hálfkvíðin því að fara í skólann, það væri alveg eins og að hún væri að byrja í nýjum skóla!!

En þessi veikindi á heimilinu þýða líka að ég hef ekkert komist í keramik í langan tíma og svo sannarlega komin tími til að fá smá útrás á leirnum, já og ég tala ekki um að hitta hinar girlurnar. Ætla þess vegna að skella mér í Baðstuen á eftir og taka pínulítið á.

Fengum stutta en skemmtilega heimsókn í fyrradag, Kristín mákona kíkti við á leið sinni um Danmörkina, reyndar er hún ekki mákona mín, en hún er sko mákona hans Daða sem er mágur minn. Ársól var svo ansi heppin að hún skildi eiga leið hjá því hún fékk pakka með bratzstelpunni Chloe frá henni. Hún fékk reyndar líka pakka á mánudaginn, þá kom Ólöf færandi hendi með veikindapakka-sagðist vita hvað það væri grautfúlt að liggja veikur heima og komast ekkert út. bjargaði alveg deginum hjá okkur þar sem við héldumst uppteknar lengi með að púsla saman fiðrildinu sem hún kom með.

Bið að heilsa þar til síðar og vona að við séum búin með veikindarpakka ársins á þessu heimili

föstudagur, mars 03, 2006

Long time

Er búin að vera í löngu blogg fríi og er eiginlega búin að gleyma hvernig maður fer að þessu... Þurfti að fletta lykilorðinu upp og nú veit ég ekkert hvað ég á að skrifa loksins þegar ég er komin inn á síðuna. Við mæðgur erum annars komnar heim af Íslandinu góða þar sem ýmislegt var brallað, sofið fram eftir á hverjum degi og haft það hrykalega gott. Hittum fullt af skemmtilegu fólki og borðuðum fullt af al-íslenskum mat.

Ferðin heim var heldur betur dramatísk, og ég vill helst ekkert vera að hugsa um hvernig þetta hefði getað farið en púff ég get ekki skrifað það núna en ég geri það kannski seinna.

Ársól er búin að vera lasin frá því að við komum heim, var reyndar búin að næla sér í þessa pest áður en við fórum en varð síðan mjög slöpp á leiðinni, 40 stiga hiti, hósti og allur pakkinn. Langt síðan hún hefur tekið veikindin út svona verklega, en þetta er allt að lagast núna og hún er bara hálf drusluleg í dag. En við stefnum á að vera komin á ról á sunnudag, alls ekki seinna. Þá fer lífið kannski að komast í rétt horf aftur.

Jæja það er réttast að byrja hægt í blogginu svo við látum þetta gott heita héðan af Ivarsvej.

kveðja Freyja