Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, apríl 30, 2006

1. maí

Er ekki örugglega frí í dag hjá öllum. Mér finnst að það ætti líka að vera frídagur hjá okkur, öfund öfund.

Erum búin að úthýsa Óskari, æjjjj greyið hann var látinn sofa úti í garði í nótt. Fór og kíkti á hann áðan og það leit út fyrir að þetta hefur verið blaut og köld nótt hjá honum. Hann var allur úfinn og ritjulegur. En hann verður örugglega búinn að hrista þetta af sér innan tíðar, þar sem við fluttum búrið hans út í sólina.

Helgin var tíðindalítil, Ársól fór í bíó með íslensku bekknum sínum - það eru þau börn sem eru í móðurmálskennslu í provstegaardskólanum, þeim var öllum boðið að koma í bíó og sjá Ice Age II. Var víst rosa gaman-fullt af nammi og alles. Kláruðum að flísaleggja og gærdagurinn fór bara í eitthvað hangs!! Ekkert fréttnæmt.

Svona er það í pottinn búið hérna af Ivarsvej hilsen Freyja

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Ömurlegir vinir-eins gott að ég á þá ekki

Sá í fyrradag auglýsingu í mbl um íbúð til leigu í Kópavoginum, hringdi auðvitað út af henni og reyndi allan daginn en alltaf var slökkt á gemsanum sem var gefinn upp í augýsingunni...já já var farið að gruna ýmislegt en hélt í vonina og hélt áfram að hringja. Náði loksins í gegn og þá kom í ljós að þessi auglýsing var bara gabb sem vinir hans hefðu gert í honum og gaurinn sem ég talaði var frekar fúll og pirraður yfir öllum þessum hringinum. Gaman að eiga svona vini, ekki myndi ég vilja eiga þá allavega.

Annars er loksins komið sumar og það er ekkert smá yndislegt. Úti er heitt, hægt að fara berfættur í bæinn í klippklapp skónum sínum sem er bara frábært. Við Ársól sátum áðan úti í góða veðrinu og sóluðum okkur, hún fór í bikini og alles, fór reyndar í bol utanyfir þar sem hitinn er kannski ekki alveg orðinn svo mikill að maður geti spókað sig um á svoleiðis fatnaði.

Væri ekki bara tilvalið ef barnið léti sjá sig þann 4. maí 2006, 040506, svona fyrst það ætlar að láta bíða eftir sér!! Finnst það svolítið cool. Er búin að plana miklar fjallagöngur og svaðilfarir þann 3. maí......híhí

mánudagur, apríl 24, 2006

Er eiginlega bara að láta vita að það sé allt í rólegheitunum hérna megin. Barnið ætlar ekkert að flýta sér í heiminn svo við hinkrum aðeins!!

Veðrið tók kipp eftir sumardaginn fyrsta og er búið að sýna sínar bestu hliðar síðustu daga, sól og blíða eins og þetta á að vera. Ahhhh yndislegt, hitinn má alveg vera kominn til að vera. Vorum úti allan sunnudaginn upp í koloni og ég náði mér í fleiri freknur ( ef það er nú hægt). Ársól er komin í sumargírinn og það er farið í pilsi og sumarjakka í skólann þessa dagana, notarlegt.

heyrumst síðar kv Freyja

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Var að velta fyrir mér íslenskum mannanöfnum, og rakst á þetta

Í bekkjarafmælinu:

Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann. Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim. Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf, Ævar Eiður og Hreinn Bolli. Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum. Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni. Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar. Línus Gauti og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín?

Já mér líst ansi vel á td. Brand Ara...eða hvað með Leif Arnar, já eða Borgar Vörður!! hehe Og ef það verður stelpa þá myndi kannski Líf Vera passa eða Sól Hlíf. Hvað finnst ykkur....

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Framkvæmdagleðin að drepa mann

Jábbbs- svona er það þegar kemur vor, fólk ærist og fer út í garðana og tekur til, húsin máluð og vorverkin gerð. Svona er þetta líka á okkar heimili þrátt fyrir að stefnan sé að flytja innan skamms. En við erum búin að moka út úr sólstofunni/ eða hvað þetta á nú að kallast hérna úti, fórum og sóttum haveflísar og fulla kerru af sandi. Fengum góða hjálp í gær þegar Óli og stelpurnar komu í vinnu og "fengu" aðeins að taka til hendinni. Að loknu góðu dagsverki fengum við að launum matarboð hjá Óla og Jóu, svona á þetta að vera, fá fólk í vinnu sem síðan býður manni í mat. ( hef nú alltaf haldið að þetta ætti að vera öfugt!!).

Páskaplanið er að hitta Helgu sys og familiu í sumarhúsi á Jótlandi, borða páskaegg, páskalamb og drekka páskabjór, ferlega verður þetta næs, hlakka til.

Vona að þið eigið góða og notarlega páskahelgi

laugardagur, apríl 08, 2006

Laugardagur til lukku

Kominn laugardagur aftur, og brátt verður kominn mánudagur, tíminn líður frekar hratt hérna í mörkinni, held að sumartíminn sé fljótari að líða en vetrartíminn, getur eitthvað verið til í því?

Hélt saumaklúbb í gær og komust færri að en vildu,.....hehe nei þetta var fámennur en fínn klúbbur og sátum við fram yfir eitt að spjalla og sauma of course. Ýmis málefni rædd og rökrædd, og önnur leyndarmál uppljóstruð, gaman af því.

Plan dagsins í dag er mjög óljóst, ætli við Ársól chillum ekki hérna heima eitthvað og dúllum okkur fram eftir degi. Það er ekki af því að spyrja en auðvitað er karlpeningurinn hangir í skólanum alla daga, og rétt sést bregða fyrir í eldhúsinu annað slagið. Þessi elska!!

Hef lítið sem ekkert að segja, bumbubúinn situr sem fastast á sínum stað og er ekkert að gera sig líklegan til að koma í heiminn, hlýtur að líða vel þar sem hann er og verður eflaust þarna eitthvað fram í maímánuð.

Segjum þetta gott í bili-þar til síðar. Adíos félagar Freyja

mánudagur, apríl 03, 2006

Einhver mánudagur í manni

...það er sem sagt betra orð yfir smá leti. Rosa fín helgi búin þar sem við náðum að gera alveg heilan helling af engu, eins og oft áður. Fórum nú samt með allar tómu flöskurnar í endurvinnsluna og tókum til hjá Óskari skíthaus. Fórum líka í bíó þar sem ég beið eftir að Gummi færi að hrjóta og sunnudagssteikin var hitað brauð í ofni með skinku ost og ananas og með þessu var drukkið eðal eplasafi, súper fínt. Þetta var helgin í stuttu máli. Við Ársól tókum reyndar herbergið hennar í gegn og settum niður eitthvað af dótinu hennar sem hún leikur ekki með. Ágætt að hvíla eitthvað af því, þar sem herbergið er eiginlega að sligast undan dóti. Erum búin að bóka sumarfríið í ár, höfum aldrei verið svona snemma í því!! Stefnan sett á Hollandið þar sem á að slaka á, borða góðan mat og hafa það hrykalega huggulegt í marga daga í góðra vina hópi. Verða sólbrúnn og sæll áður en haldið er heim á klakann til frambúðar. Púha hvað þetta er farið að verða raunverulegt, en það er sem sagt búið að taka þá ákvörðun að fjölskyldan ætlar að flytjast búferlum næsta sumar. Vantar eiginlega ekkert nema húsnæði- svo ef þið lumið á einhverju sniðugu leiguhúsnæði þá er bara að láta í sér heyra.

Hef þetta stutt og laggott á mánudegi þar sem það er barasta ekkert meira að frétta.