Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, maí 30, 2003

Þeir eru nú frekar skondnir danirnir..
Í dag sá ég eina konu frekar þétta á velli á hestbaki, ekkert óvanalegt við það nema að konan var á brjóstahaldaranum einum fata..............já á hestbaki, jú reyndar var hún í reiðbuxum. Ég hefði nú ekkert frekar viljað sjá hana skeiðleggja klárinn þarna á túninu...............þið getið bara ímyndað ykkur.

fimmtudagur, maí 29, 2003

Sólbrún og sælleg?????

nei get nú ekki sagt það frekar sólbrunnin og rauð. Hver kannast ekki við mig svona, kemur sól og ég úti allan daginn og hvað gerist....áiiiii. Við vorum auðvitað í kofanum í morgun og lá í sólbaði og reyndi að læra, gekk nú ekkert geggjað vel, hætti nú eiginlega eftir að Ársól var búin að vökva bæði mig og allar skólabækurnar mínar, í stað þess að vökva tréin.

Við fórum í fermingarveislu hjá Heiðu, það var rosa gaman og þvílíkt flott veisla, ekta íslenskar kökur. Ársól fékk líka uppáhaldskökurnar sínar....lakkrískökur nammmm hún borðaði heilan helling. Hlýtur að fá í magann í nótt. Fermingarbarnið hún Heiða var svaka fín og hélt frábæra ræðu....glætan spætan að ég hefði getað staðið upp í fermingarveislunni minni og flutt ræðu...ekki séns.

Ætla að fara að setja after-sun á mig eða kannski gúrkusneiðar....það hlýtur að vera gott, allavega er það gert í bíómyndunum.

mánudagur, maí 26, 2003

Þá er júróvisjón helgin búin, við fórum í mat til Sigurrósar og Ingva og borðuðum á okkur gat og horfðum síðan auðvitað á júró. Birgitta stóð sig rosa vel skil ekki af hverju hún var ekki í 1-5 sæti hmmmmm eflaust einhver spilling í gangi !! Þetta var ýkt spennandi allavegana eftir að fyrsta tólfan kom, þá voru auðvitað strax komnar pælingar um það hvar við ættum að halda þetta á Íslandi.....hehe Það komu ýmsar góðar tillögur....en við vinnum bara næst, held samt að þetta hefði verið betra ef danir hefðu verið með þá hefðu allir íslendingarnir auðvitað kosið og hefðum örugglega fengið 12 stig frá dönum. ef ef ef

Vorum að fá bréf frá leikskólanum um að skólabörnin eru að fara í ferð til kaupmannahafnar í heilan dag. Vá fara með lest og allt ekkert smá spennandi, ætla að skoða höll drottningar og ýmislegt annað. Púff hvað maður verður nú stór eftir þetta.

Annars var ég að pæla ég er með einn prófessor hérna sem ég þarf virkilega að safna nokkrum stigum hjá....hann er að fara til Íslands í lok ágúst ásamt fjölskyldunni og vill skipta við einhvern á bíl og íbúð í viku eða 2. Væri náttúrulega snilld ef ég kæmi honum í samband við einhvern heima, ´þá væri prófið í höfn hehehe þannig að ef einhver þekkir einhvern sem á frænda frænku mömmu pabba eða bara vin sem vantar íbúð og bíl í Dk og á slíkt sama heima þá endilega hafið samband við mig.

miðvikudagur, maí 21, 2003

Hvað er betra en að sitja inni, með góða bók ( námsbók) og reyna að halda sér við efnið..........ég held að ég geti sagt að mér finnist ALLT skemmtilegra, allavega næstum því. En núna er auðvitað hafinn þessi bráðskemmtilegi og aldeilis fjörugi tími............ próflestur. Gleymi því alltaf hvað mér finnst afspyrnu leiðinlegt að lesa fyrir próf. En þetta endar vonandi og það verður frábært þegar þessu tímabili líkur. En annars er bara ekkert að gerast á þessu heimili, frekar súrt.

Um daginn fann Ársól dána finku í garðinum okkar og hann var auðvitað jarðaður við mikla athöfn og fékk fullt af blómum á leiðið sitt. Ég mundi þá eftir þegar ég, Helga og Kári frændi fundum einu sinni dáinn andarunga ( var alveg steindauður) en vorum alveg viss um að við gætum lífgað hann við ( Kári stóri frændi sagði það) svo við ákváðum að reyna að lífga hann við og fórum að blása í hann og reyna hjartahnoð...og lyktin af greyið fuglinum sem var búinn að liggja niðrí fjöru í LANGAN tíma var ekki geðsleg. En við gáfumst auðvitað ekki upp og komum alltaf reglulega, með nokkra daga millibili!!!!! og endurtókum endurlífgunina......með litlum árangri, eins og gefur að skilja. Loks þurftum við að viðurkenna að unginn var látinn og hann fékk virðulega útför í garðinum hjá mömmu og pabba. Ég var allavega fegin að Ársól fór ekki að sýna endurlífgunartilfæringar á finkunni sem hún fann!!

fimmtudagur, maí 15, 2003

Fyrir nokkrum árum vorum við svo heppin að finna slöngu í húsinu okkar, Gumma fannst þetta vera tilvalið gæludýr fyrir okkur, en þessi dýrabúskapur endaði eftir stuttan tíma þegar blessuð slangan stakk af og hefur ekki sést síðan. Í dag fundum við líka skemmtilegt dýr......Ársól fann eðlu í garðinum okkar. PABBI það er risa eðla í garðinum.............en þetta var nú reyndar bara lítil krúttleg eðla sem hljóp um allt. Frekar skemmtilegur fundur þetta. En við leyfðum krílinu að hlaupa aftur inn í runnann og við eigum örugglega eftir að rekast á hana aftur þegar við rembumst við að reyta arfa og annað illgresi. Hvernig veit maður samt hvað er illgresi og hvað ekki??? Þetta er erfið spurning og Gummi á örugglega eftir að liggja á fjórum fótum fyrir framan beðin með klóruna í annarri hendi og blómabók í hinni.. Skondin tilhugsun allavegana!!

þriðjudagur, maí 13, 2003

Á sunnudaginn vorum við í sumarhúsinu okkar og fengum góðan liðsauka með okkur, Áslaug og Emilía komu í heimsókn. Áslaug var rosa dugleg og fór beint í það að reyta arfa á meðan ég lá í sólbaði....svo við erum nú að pæla í því að hafa þetta eins og í Dalalífi, þar sem fólk kom og fékk að vinna við ýmislegt, okkur vantar bara nokkrar hænur, kindur og kýr þá myndum við stórgræða, I LOVE IT !!

Sigurrós og Nökkvi komu líka í heimsókn og hún tók nokkrar myndir af höllinni svo loksins getið þið séð hvernig það lítur út.

Í gær fengum við rosa skemmtilega sendingu, Magga og Pétur þau voru að senda okkur myndina Gamla brýnið sem er mynd um hlunnindabúskap í Ófeigsfirði. Gamla brýnið, hann Pési tekur sig svo sannarlega vel út í myndinni og fær að tala ótruflaður !! Gummi sæti er auðvitað einn af aðalleikurunum og auðvitað alltaf flottastur, meira að segja með eyrnalokk!! Ungur og sætur (hehe Gummi ég varð að setja þetta inn) Verst hvað hann er í ljótum fötum í gegnum alla myndina, afskornum rekastígvélum og inn-víðum buxum (ef þið skiljið) en svona er klæðaburðurinn bara í sveitinni....... Svo var líka krútthundurinn okkar hún Nína Björk sem er alltaf langsætust , tekur sig sko vel út í myndatökunni. Þannig að þetta var hin mesta skemmtun að horfa á þessa mynd og borða súkkulaðirúsinur sem runnu ljúft niður.

sunnudagur, maí 11, 2003

Þetta var frábær ferð til Kaupmannahafnar að hitta Eydísi og vinkonur hennar. VIð skoðuðum okkur um í kóngsins Köben og höfðum það hrikalega gott. Fórum í Tívolífið (eins og Ársól kallar það), prufuðum rússibana en vorum ekki nógu hugrakkar til að prufa Öskrið, sem er rosa hár turn sem maður fer geggjað hratt niður. Gerum það bara næst. Svo borðuðum við á rosa flottum stað í Tívolíinu og fengum flottan mat. Enduðum á að fara á tónleika með Digi....eitthvað sem ég man ekki alveg hvað heitir, en er mjög fræg hljómsveit hér í Danmörku, fullt af fólki og rosa stemming. Á laugardaginn fórum við svo í bæinn og KAUPA; KAUPA gírinn var settur á fullt og eins og venjulega klikkar sá gír aldrei þegar nokkrar stelpur fara saman svo útkoman var að við KEYPTUM fullt....hehe. Sem sagt ferðin var rosa vel heppnuð og það er frábært að fá að vera leynigestur í annarramannasaumaklúbbi. Takk fyrir samveruna Fanney, Sigga B., Þuríður, Sigga, Harpa, Eydís og Elín.

fimmtudagur, maí 08, 2003

yes nú er bara einn dagur þar til að verklega vikan er búin og þá ...............fer ég til Köben að hitta Eydísi systur- hlakka ýkt mikið til að hitta þig Eydís. Hún var nefnilega svo sæt að hún bauð mér að vera með í saumaklúbbadjamminu hjá saumaklúbbnum sínum.... ekkert smá skemmtilegt. Ársól og Gummi verða bara tvö í kotinu um helgina....á meðan mamma djammar.

laugardagur, maí 03, 2003

Ég var að setja inn nýjar myndir frá því að við vorum í Þýskalandi um páskana

föstudagur, maí 02, 2003

Undur og stórmerki gerðust í dag..............heimasætan á bænum sem fullyrt hefur það að hún tali ekki dönsku fyrr en hún kann hana alla, byrjaði að tala í dag!! jibbííí Ársól var að leika við Maibritt færeyska vinkonu sína í sumarhúsinu í dag og þá loksins kom það !! Þvílíkar gleðifréttir, við erum búin að vera með frekar miklar áhyggjur af þessu dýri okkar en nú er bara að vona að hún tali líka á morgun-hehe algjör þrjóskupúki.
Annars held ég að ég verði að fá mér fartölvu núna og þráðlaust net, því við erum núna öllum stundum í höllinni okkar, að breyta og bæta. Það var eins og við værum að moka út úr hesthúsum þegar við mokuðum öllu draslinu út, frekar mikið ógeð, en þvílíkt fjör.
Gummi fékk svo að taka einn hring í garðinum bara til þess að fá tilfinningu fyrir verkfærunum,hihi en ég prófaði líka þvílíkt gamlan en góðan sólstól ummmm ( hægt að liggja alveg) hann á sko eftir að vera notaður í sumar. Svo var auðvitað grillað og drukkinn bjór smjatt smjatt.