Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, maí 15, 2003

Fyrir nokkrum árum vorum við svo heppin að finna slöngu í húsinu okkar, Gumma fannst þetta vera tilvalið gæludýr fyrir okkur, en þessi dýrabúskapur endaði eftir stuttan tíma þegar blessuð slangan stakk af og hefur ekki sést síðan. Í dag fundum við líka skemmtilegt dýr......Ársól fann eðlu í garðinum okkar. PABBI það er risa eðla í garðinum.............en þetta var nú reyndar bara lítil krúttleg eðla sem hljóp um allt. Frekar skemmtilegur fundur þetta. En við leyfðum krílinu að hlaupa aftur inn í runnann og við eigum örugglega eftir að rekast á hana aftur þegar við rembumst við að reyta arfa og annað illgresi. Hvernig veit maður samt hvað er illgresi og hvað ekki??? Þetta er erfið spurning og Gummi á örugglega eftir að liggja á fjórum fótum fyrir framan beðin með klóruna í annarri hendi og blómabók í hinni.. Skondin tilhugsun allavegana!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim