Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, maí 11, 2003

Þetta var frábær ferð til Kaupmannahafnar að hitta Eydísi og vinkonur hennar. VIð skoðuðum okkur um í kóngsins Köben og höfðum það hrikalega gott. Fórum í Tívolífið (eins og Ársól kallar það), prufuðum rússibana en vorum ekki nógu hugrakkar til að prufa Öskrið, sem er rosa hár turn sem maður fer geggjað hratt niður. Gerum það bara næst. Svo borðuðum við á rosa flottum stað í Tívolíinu og fengum flottan mat. Enduðum á að fara á tónleika með Digi....eitthvað sem ég man ekki alveg hvað heitir, en er mjög fræg hljómsveit hér í Danmörku, fullt af fólki og rosa stemming. Á laugardaginn fórum við svo í bæinn og KAUPA; KAUPA gírinn var settur á fullt og eins og venjulega klikkar sá gír aldrei þegar nokkrar stelpur fara saman svo útkoman var að við KEYPTUM fullt....hehe. Sem sagt ferðin var rosa vel heppnuð og það er frábært að fá að vera leynigestur í annarramannasaumaklúbbi. Takk fyrir samveruna Fanney, Sigga B., Þuríður, Sigga, Harpa, Eydís og Elín.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim