Undur og stórmerki gerðust í dag..............heimasætan á bænum sem fullyrt hefur það að hún tali ekki dönsku fyrr en hún kann hana alla, byrjaði að tala í dag!! jibbííí Ársól var að leika við Maibritt færeyska vinkonu sína í sumarhúsinu í dag og þá loksins kom það !! Þvílíkar gleðifréttir, við erum búin að vera með frekar miklar áhyggjur af þessu dýri okkar en nú er bara að vona að hún tali líka á morgun-hehe algjör þrjóskupúki.
Annars held ég að ég verði að fá mér fartölvu núna og þráðlaust net, því við erum núna öllum stundum í höllinni okkar, að breyta og bæta. Það var eins og við værum að moka út úr hesthúsum þegar við mokuðum öllu draslinu út, frekar mikið ógeð, en þvílíkt fjör.
Gummi fékk svo að taka einn hring í garðinum bara til þess að fá tilfinningu fyrir verkfærunum,hihi en ég prófaði líka þvílíkt gamlan en góðan sólstól ummmm ( hægt að liggja alveg) hann á sko eftir að vera notaður í sumar. Svo var auðvitað grillað og drukkinn bjór smjatt smjatt.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim