Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, maí 13, 2003

Á sunnudaginn vorum við í sumarhúsinu okkar og fengum góðan liðsauka með okkur, Áslaug og Emilía komu í heimsókn. Áslaug var rosa dugleg og fór beint í það að reyta arfa á meðan ég lá í sólbaði....svo við erum nú að pæla í því að hafa þetta eins og í Dalalífi, þar sem fólk kom og fékk að vinna við ýmislegt, okkur vantar bara nokkrar hænur, kindur og kýr þá myndum við stórgræða, I LOVE IT !!

Sigurrós og Nökkvi komu líka í heimsókn og hún tók nokkrar myndir af höllinni svo loksins getið þið séð hvernig það lítur út.

Í gær fengum við rosa skemmtilega sendingu, Magga og Pétur þau voru að senda okkur myndina Gamla brýnið sem er mynd um hlunnindabúskap í Ófeigsfirði. Gamla brýnið, hann Pési tekur sig svo sannarlega vel út í myndinni og fær að tala ótruflaður !! Gummi sæti er auðvitað einn af aðalleikurunum og auðvitað alltaf flottastur, meira að segja með eyrnalokk!! Ungur og sætur (hehe Gummi ég varð að setja þetta inn) Verst hvað hann er í ljótum fötum í gegnum alla myndina, afskornum rekastígvélum og inn-víðum buxum (ef þið skiljið) en svona er klæðaburðurinn bara í sveitinni....... Svo var líka krútthundurinn okkar hún Nína Björk sem er alltaf langsætust , tekur sig sko vel út í myndatökunni. Þannig að þetta var hin mesta skemmtun að horfa á þessa mynd og borða súkkulaðirúsinur sem runnu ljúft niður.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim