Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, maí 29, 2003

Sólbrún og sælleg?????

nei get nú ekki sagt það frekar sólbrunnin og rauð. Hver kannast ekki við mig svona, kemur sól og ég úti allan daginn og hvað gerist....áiiiii. Við vorum auðvitað í kofanum í morgun og lá í sólbaði og reyndi að læra, gekk nú ekkert geggjað vel, hætti nú eiginlega eftir að Ársól var búin að vökva bæði mig og allar skólabækurnar mínar, í stað þess að vökva tréin.

Við fórum í fermingarveislu hjá Heiðu, það var rosa gaman og þvílíkt flott veisla, ekta íslenskar kökur. Ársól fékk líka uppáhaldskökurnar sínar....lakkrískökur nammmm hún borðaði heilan helling. Hlýtur að fá í magann í nótt. Fermingarbarnið hún Heiða var svaka fín og hélt frábæra ræðu....glætan spætan að ég hefði getað staðið upp í fermingarveislunni minni og flutt ræðu...ekki séns.

Ætla að fara að setja after-sun á mig eða kannski gúrkusneiðar....það hlýtur að vera gott, allavega er það gert í bíómyndunum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim