Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, maí 21, 2003

Hvað er betra en að sitja inni, með góða bók ( námsbók) og reyna að halda sér við efnið..........ég held að ég geti sagt að mér finnist ALLT skemmtilegra, allavega næstum því. En núna er auðvitað hafinn þessi bráðskemmtilegi og aldeilis fjörugi tími............ próflestur. Gleymi því alltaf hvað mér finnst afspyrnu leiðinlegt að lesa fyrir próf. En þetta endar vonandi og það verður frábært þegar þessu tímabili líkur. En annars er bara ekkert að gerast á þessu heimili, frekar súrt.

Um daginn fann Ársól dána finku í garðinum okkar og hann var auðvitað jarðaður við mikla athöfn og fékk fullt af blómum á leiðið sitt. Ég mundi þá eftir þegar ég, Helga og Kári frændi fundum einu sinni dáinn andarunga ( var alveg steindauður) en vorum alveg viss um að við gætum lífgað hann við ( Kári stóri frændi sagði það) svo við ákváðum að reyna að lífga hann við og fórum að blása í hann og reyna hjartahnoð...og lyktin af greyið fuglinum sem var búinn að liggja niðrí fjöru í LANGAN tíma var ekki geðsleg. En við gáfumst auðvitað ekki upp og komum alltaf reglulega, með nokkra daga millibili!!!!! og endurtókum endurlífgunina......með litlum árangri, eins og gefur að skilja. Loks þurftum við að viðurkenna að unginn var látinn og hann fékk virðulega útför í garðinum hjá mömmu og pabba. Ég var allavega fegin að Ársól fór ekki að sýna endurlífgunartilfæringar á finkunni sem hún fann!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim