Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, janúar 31, 2005

Geisp, geisp.... þvílík endemis leti í mér. Kem því ekki einu sinni í verk að blogga, og ekki krefst það mikillar hreyfingar og enn minni orku. En svona er þetta stundum hjá manni. Er ennþá frekar spæld yfir því að Smáraliðið sé búið að aflýsa ferð til Odense, finnst það ekki nógu trúverðug afsökun að kallinn hafi eyðilagt á sér fótinn, verða að finna betri afsökun. Eins og menn geti ekki djammað með fótinn í gifsi....

En síðan síðast búin að hitta fullt af fólki, Sigrún Harpa og fam komu til okkar á föstudaginn fyrir viku og ég er eiginlega ennþá södd eftir matinn og eftirmatinn og allt hitt. Hittum líka foreldra Júlíu sem var með Ársól í fritids, hún á lítinn bróðir sem heitir Ársæll, svo við höfðum Sólu og Sæla þarna saman. Þegar nöfnin þeirra eru sögð á dönslu hljóma þau eins. Mjög skondið.

Á sunnudaginn var síðan farið í fjölskylduleiðangur með Óla Jóu og stelpunum. Fórum upp í langesö og gengum þar um allt og lékum okkur í skóginum og við vatnið, fórum í eina krónu og Gummi fékk verðlaun hvað hann er góður að fela sig. Stelpunum fannst þetta allt saman rosalega spennandi og voru alveg útkeyrðar þegar við fórum heim seint og um síðir.

Búin að vera fullt að gera í vinnunni og stundum vantar nokkra tíma í sólarhringinn hjá mér. man þegar maður heyrði fullorðna fólkið tala um það hvað tíminn liði hratt, mér fannst þetta svo skryngilegt hvernig tíminn gæti liðið hraðar hjá þeim en hjá okkur. Þetta þýðir bara eitt, ég er orðin GÖMUL....

En að allt öðru Helga og fam í Köben ætla að gera tilraun til þess að koma í heimsókn til okkar í dag. Jibbííí. ´Vonandi komast þau á leiðarenda svo við getum haft það gott saman um helgina.

en þar til síðar...

sunnudagur, janúar 23, 2005

Svaka gott fest

Grímuballið var haldið á föstudaginn með pompi og prakt. Við Nete vorum klæddar sem Kan kan piger, svaka flottar. Fólk var klætt uppá og voru flestir kúrekar en nokkrir indjánar leyndust inn á milli. Fólk var í rosa stuði og ekki leið á löngu þar til allir prófessorarnir, lektorarnir læknarnir og fólk með hina ýmsu titla valt út á dansgólfið og fékk kennslu í línudansi. Get nú ekki sagt að þetta hafi verið glæsilegir taktar sem þar voru sýndir, en það voru gerðar margar góðar tilraunir.... Flestir kúrekarnir voru líka vopnaðir og var einn með EKTA skammbyssu....díses klikkað fólk... Leiðbeinandinn minn var með hvellettubyssu og menn lifðu sig inn í hlutverk sín af fullu hjarta og þarna voru skotbardagar milli liða. Auðvitað var farið í leiki eins og sönnum dönum sæmir. Ég var með í einni keppninni og það var að við áttum að vefja okkur sígarettu og reykja hana....gekk nú ekkert sllt of vel hjá mér og mínu liði. Mín retta líktist eiginlega ekkert sígarettu, veit eiginlega bara eins og illa sköpuð jóna..... og bragðastist ekki vel heldur, þótt það hafi nú eiginlega bara verið pappírsbragð af henni þar sem ekkert tóbak komst í hana..... Ég vann sem sagt ekki keppnina en ég verð bara betur undirbúin næst og verð þá búin að læra að rúlla sígarettur...

Það sem kom mér mest á óvart...var að þegar geimið var búið og fólk var að búa sig af stað settust menn bara upp í bílana sína og keyrðu af stað...sama hversu fullir menn voru. Þetta voru líka engar smá vegalengdir sem fókl var að fara að keyra, Svendborg, nýborg og fleira... Mads hjólaði í 2 tíma til þess að komast heim. Díses fólk er klikkað eins og ég hef sagt áður... Hann hefur mætt beint í morgunmatinn heima hjá sér. En þetta var geggjað gaman og það verður gaman að fá myndirnar úr framköllun... já af því að ég er svo gamaldags og lifi enn á steinöld þar sem menn fara með filmurnar í framköllun og bíða svo eftir að myndirnar verði settar á pappír sem síðan eru settar í albúm...ja bara svona ef þið voruð búin að gleyma

Undur og stórmerki gerðust síðan í morgun...Á meðan Ársól fór í afmæli til Louise skellti ég mér í ræktina og tók smá á. Loksins drullaði ég mér af stað, búið að taka svolítið langann tíma!! En nú er markmiiðið að koma viktinni eitthvað niður á við... je right

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Blautt blautt blautt

jábbs það er allt rennblautt hérna, hjólaðði í vinnuna í morgun og núna sit ég frjósandi úr kulda....arrrr þoli ekki rigningu þegar maður er ekki í almennilegum pollagræjum. Núna eru gallabuxurnar mína á ofninum...nei ég sit ekki hérna á naríonum. Var svo heppin að taka með mér íþróttafötin...var að láta mig dreyma um að ég yrði svo dugleg að ég myndi nenna í ræktina... sjáum til með það. Allavega þá er orðið ansi þungt loft hérna inni þar sem ég er búinn að setja rafmagnsofninn í botn og rennblautar buxur liggja ofaná honum plús allt annað sem´náði að gegnum bleytast á þessari örstuttu leið...

Sædís vinkona mín var að eignast litla stelpu, hún fékk nafnið Sóllilja Björt. Til hamingju með stelpuna og nafnið krakkar.

Við Ársól erum búnar að vera heima í 2 daga, Ársól var með einhverja hitalufsu sem var samt eiginlega ekkert, en ég kunni nú ekki við að senda barnið í skólann með 38 °C. Svo við höfðum það eiginlega bara gott heima Ársól að leika sér og ég eitthvað að brasa og tala í símann.....dóó hvað ég get tapað mér í símanum.... Eins gott að Gummi frétti þetta ekki!

heyrumst síðar

sunnudagur, janúar 16, 2005

Er ekki tilvarlið að nota fyrstu mínúturnar á fyrsta degi vikunnar til þess að blogga smá...allaveg áður en maður fer að vinna eitthvað. Bara svona meðan maður er að komast í gírinn.

Eftir vinnu á föstudag fórum við til Nyborg í fínu sundlaugina þar, ahhhh eitthvað annað en bolbro laugin. Enduðum síðan ferðina á MC hinum sívinsæla!! Alltaf eitthvað sem kemur þar skemmtilega á óvart...je right. Nema að þetta var með þeim snyrtilegustu Mökkum sem ég hef farið á og það var meira að segja hægt að fá áfyllingu á gosið...vá eins og það sé eitt af því alnauðsynlegasta....fórum ekki fyrr en við vorum búin að fá okkur eina áfyllingu. Nota peninginn...hehe

Á laugardaginn fór ég í klippingu og er alveg ný manneskja eftir....allavega komin með lit og svoleiðis. GP var að vinna upp í skipasmíðastöð að hala inn smá pening. Enda held ég að hann sé á leiðinni að kaupa sér þráðlaust net...þvílíkur lúxus að þurfa ekki að hrasa um snúrurnar sem liggja um allt hús. Barninu var bara komið í pössun á næstu heimili.

Á sunnudaginn fór svo barnið aftur í heimsókn, hjólaði með hana niður í bæ til vinkonu sinnar hennar Júlíu. Þar var hópur af íslenskum börnum sem léku sér saman. Miklu fleiri en voru á kolleginu þegar mest var. Þær skemmtu sér saman eitthvað fram eftir degi.

Endurvöktum síðan kollegi fílinginn þegar Gústi og Þóra duttu innfyrir og stukku svo heim til að sækja mat á eðalgrillið. Borðuðum þennan fína mat og höfðum það gott.

Svona var þá helgin hjá okkur-bara fínasta helgi.

Er mætt galvösk í vinnuna og fer bráðum að detta í gírinn, til þess að fara að vinna...já ég meina bráðum ekki alveg strax...



fimmtudagur, janúar 13, 2005

Góð hugmynd fyrir þá sem vilja lyfta sér upp í skammdeginu..

Í dag fórum við Nete í grímubúningaleiðangur....erum nefnilega á leiðinni á villtavesturs veislu á föstudaginn í næstu viku. Við ætluðum að kíkja eftir kúreka-eða indjánabúningum. Fundum reyndar ekkert í þeim dúr en fengum hinsvegar miklu flottara, við ætlum að vera svona fínar frúr frá þessum tíma...í svona risa kjólum og með skringilega hatta. Ýkt flottar. Vorum eiginlega til í að þetta væru svona dansstelpurnar, en fundum bara ekki réttu búningana. En við verðum örugglega gáfulega þegar á að fara dansa...auðvitað ekki hægt að dansa í svona víravirki!! En annars var þetta besta skemmtun og við hlógum okkur máttlausar meðan við mátuðum mismunandi búninga. Svo þetta er góð skemmtun ef fólk vill lyfta sér upp.

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Allt rólegheitunum hérna í Odense.

-Gummi búinn í prófum en er enn að hugsa um hvað hefði mátt gera betur....en maður er alltaf vitur eftir á!! Það er örugglega betra að vera vitur eftir á en aldrei!

-Ég er bara að vanda mig við vinnuna mína og er búin að vera að lesa fullt af grautleiðinlegum greinum. Gengur svona upp og ofan, eins og venjulega.

-Ársól í skólanum og gengur bara fínt.

-Ennþá erfitt að vakna á morgnanna eftir jólafríið...en er það ekki bara klassískt vandamál alltaf!

Svona er það í pottinn búið í Odense...

laugardagur, janúar 08, 2005

Allt að fara til ansko...

Já hérna er OFSA-veður úti og þrátt fyrir að vindstigin séu kannski ekki mörg á íslenska mælikvarða þá er snarvitlaust ofsarok á danskan mælikvarða!! Í miðju símtali við Olgu heyrði ég einhver læti úti og fór út í glugga til að kanna málin, sá þá að hálft þakið af eldiviðarskúrnum/hjólaskúrnum var að fokið af. Ég hljóp út til þess að bjarga því sem eftir var af þakinu og reyna að koma í veg fyrir að lausu plöturnar færu í stofugluggann hjá nágrannanum. Eftir að vera búin að henda 20 hellum upp á þak og koma lausuplötunum í skjól vona ég að þetta verði kyrrt. Perutréið okkar sem stóð útí garði er fokið um koll og sama má segja með girðinguna hjá nágrannanum. Einnig eru fullt af þaksteinum af húsunum hérna í foknir út í veður og vind. Ekki par skemmtilegt í svona alvöru dönsku óveðri. Þetta er eiginlega fyrsta skipti sem við lendum í alvöru óveðri hérna og þetta er eiginlega ekkert sniðugt. Heima kann maður miklu betur á þetta. Hérna koma tréin fljúgandi og núna hafa 3 látist vegna óveðursins. Vona að allir haldi sig inni þar til veðrið hefur skánað.

Emilía sem var að leika við Ársól í dag er líka eiginlega veðurteppt hérna hjá okkur, þar sem ekki er hægt að sækja hana. Held nú að fari ekkert illa um þær vinkonurnar, kúra sig undir teppi og horfa á sjónvarpið. Huggó.


fimmtudagur, janúar 06, 2005

Kvöddum jólin með ærlegum hvelli

Í gærkvöldi var svo komið að því, við vorum búin að geyma stærstu rakettuna okkar og ætluðum að senda hana hátt í loft til þess að kveðja jólin. Gummi hljóp út og gerði allt klárt og svo komum við mæðgurnar út tilbúnar að horfa á sýninguna... En hvað gerðist Gummi kveikti í frettunni og hún byrjaði að loga og svo BÚMMMMMMM við Ársól hlupum inn í sólstofu og köstuðum okkur þar á gólfið Gummi kom svo fljúgandi inn rétt á eftir okkur (þetta var alveg eins og í bíómyndunum!) Helv. fratkertan hafði ekki farið á loft heldur sprungið í miðjum garði... Enginn smá hvellur og rúðurnar skulfu og ég beið eftir að þjófavörnin færi í gang í bílnum. Þegar við fórum nú að athuga hvað hefði nú eiginlega gerst þá kom í ljós að GP hafði troðið rakfrettunni ofaní moldina og auðvitað sat hún þar föst og komst ekki á loft!! Daaaa hann er greinilega vanur því að það sé snjór yfir öllu þegar maður skýtur upp. Eftir að við höfðum jafnað okkur í smá tíma sprengdum við litlu sprengjurnar sem við höfðum keypt. Þetta voru fínustu sprengjur og við fjölskyldan eigum eftir að halda okkur við þessa stærð af sprengjum í framtíðinni, l+atum aðra snillinga um þessar stóru bombur.

þriðjudagur, janúar 04, 2005

ÚFF PÚFF hvað það er erfitt að vakna á morgnanna, það er ekki hægt að bjóða manni upp á svona lagað. Alt jólafríið höfum við öll familian haft það svo hrykalega gott og ekki vaknað fyrr en eftir stundum að nálgast 12. Þvílík þægindi. En nú er allt í basli að reyna að snúa sólarhringnum við, er eiginlega ekki að takast.

Gummi fór verkfall í gær, já nú sagðist hann ekki elda meira, hvað meinarann eiginlega. Mér finnst þetta ýkt sanngjarnt hann eldar, og vaskar upp og ég legg á borðið og hvet hann áfram í eldamennskunni. En það var sem sagt komið að mér að elda og ég fann þennan girnilega pastarétt og þóttist vera ýkt klár á eldavélina!! Tókst nú samt að brenna já skaðbrenna einhverjar hnetur sem áttu að vera með og klikkaði á nokkrum atriðum. En þetta var nú samt góð tilraun. Gummi er samt ekkert að fatta að ég læt matinn bara brenna þannig að hann eldi næst!!

sunnudagur, janúar 02, 2005

Gleðilegt ár allir þarna úti

2005 hljómar það ekki frekar skelfilega eða hvað, kannski ekki. Árið 2004 er búið að vera athyglisvert og skemmtilegt, ýmislegt búið að bralla og önnur áramótaheit búið að brjóta....já td 10 kg eru ekki farin en 5 kg eru komin svo ætli planið sé þá ekki 15 kg þetta árið....líklegt að það verði efnt. Hætta að reykja, það var nú auðvelt þar sem maður hefur nú aldrei byrjað á þeirri vitleysu, en erfiðara var að hætta nammiátinu. Standa sig ýkt vel í vinnunni, erfitt að segja, stendur maður sig einhverntímann nógu vel? Er ekki alltaf hægt að gera aðeins betur? Annars get ég ekki annað en verið glöð í vinnunni minni-fullt skemmtilegt að gerast og læra fullt af nýjum aðferðum.

Árið er búið að vera gott hjá Ársól, hún er búin að fara sjálf til Íslands, stækkaði um nokkra metra við þá reynslu. Eftir reynsluna á Íslandinu er hún komin með ólæknandi áhuga á hænum og ég verð örugglega komin með gaggandi hænur um allan garð áður en langt um líður. Hún byrjaði líka í 1.c eftir miklar vangaveltur um hvað ætti að gera þar sem hún ekki vildi tala við kennarann sinn, en sem betur fer fór það allt á góðan veg og nú er hún farin að tala við annan kennarann af tveimur svo við horfum björtum augum á framhaldið. Það er ekki alltaf auðvelt að vera þrjóskur strandamaður.... Hún er búin að eignast góða vini og alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera hjá henni.

Gummi sem aldrei vex upp úr því að koma heim kl 7 á morgnanna í rifinni skyrtu og með blóð í nös, er núna að klára 3 önnina af 6 svo ef allt gengur vel 10 janúar er hann hálfnaður. Þetta með slagsmálin hélt ég að menn myndu vaxa upp úr svona allavega þegar menn eru þrjátíu og eitthvað...en nei nei þessir strákar eru alltaf eins og 18 ára fullir af testósteróni sem losnar út þegar þeir geta sýnt hversu sterkir þeir eru..

Við fluttum líka í nýja íbúð, kvöddum Rasmus Rask og fluttum á Ivarsvej. Fórum nú ekki langt því nýja íbúðin er í 10 mín fjarlægð frá raskinu. Getum alltafskoppað þangað upp eftir og kíkt á fólkið. Nýja íbúðin er rosalega fín og við erum mjög ánægð hérna. Ekki verra þegar nágranninn okkar er eiginlega aldrei heima svo það er næstum eins og við séum hérna alein í húsinu.

Á árinu höfum við líka þurft að segja bless við ótrúlega marga, sem hafa flutt tilbaka á Íslandið góða, og ég held að það sé það erfiðasta við það að búa hérna. F'olk myndar rosalega sterk vináttubönd og svo þarf maður að segja bless. En við eltum ykkur hin bara og verður án efa komin heim á klakann eftir eitt og hálft ár.....díííí það er eins gott að húsnæðismarkaðurinn breytist aðeins áður en við komum því annars er hætta á því að við búum bara í hljólhýsi í garðinum hjá tengdó, og þau gætu nú orðið frekar þreytt á okkur til lengdar!!

2005 vertu velkomið og hlökkum til að sjá hvað þú berð í skauti þínu.