Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, ágúst 25, 2008

Leiðrétting...

Fékk vinsamlega athugasemd frá ektamanni mínum að þetta hafi nú klárlega verið steinull en ekki glerull. Viðurkenni fúslega þessu augljósu mistök!!!!! ...en ég hef ekki grænan grun hver munurinn á þessu tvennu er...

En afrek helgarinnar er sá að það er kominn hiti á húsið...vááá það er æði, nú fer alveg að komat heimilisbragur á þetta. Þurftum meira að segja að opna allt út til að stikna ekki úr hita. annað afrek ( sem ég sá um) er að nú er stóri ruslahaugurinn sem hefur farið sístækkandi frá upphafi framkvæmda er horfinn. Ruslaði þessu öllu upp á stóra kerru og fórum með á haugana þar sem við þurftum að borga 6000 kall fyrir að losna við herlegheitin. Það er etv engin furða þó að það beri svolítið á því að fólk sé að losa sig við gamalt dót fyrir utan nýbyggingar. Nágranni okkar tók eftir því um daginn að það var búið að setja hillur og ýmislegt annað dót sem hann kannaðist ekkert við í hauginn hans!!

En vonbrigði helgarinnar eru þau að málarakarlarnir sem ætluðu að sparsla neðri hæðina afboðuðu sig í gær....þvílíkir lúsablesar, afboða á síðustu stundu. Svo nú er bara að bíta í það súra epli og græja sparslið sjálfur. Mig sem var farið að hlakka svoooo til þess að láta þá sjá um þessi mál og ég myndi síðan mála um næstu helgi og svo og svo og svo flytja inn. Ohhh þvílík vonbrigði.

En þýðir ekkert að vola, bara skella sér í gallann og hefjast handa. hver veit nema ég finni nýtt hlutverk fyrir sparslið... etv er hægt að nota það í stað vax meðferðar....læt ykkur vita.

Kv Freyja

miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Búin að finna leið sem virkar....svínvirkar meira að segja.

Langaði bara að deila með ykkur stelpur að ég hef fundið þessa líka fínu leið til þess að hressa húðina við, losna við dauðar húðfrumur og allt hitt sem undrakemin gera. Lausnin er að einangra veggi með glerull....þið verðið eins og nýjar eftir þessa meðferð. Fann það núna um helgina þegar ég kom heim eftir að hafa einangrað síðustu veggina og klæjaði eitthvað svo óþyrmilega í andlitið, fór að nudda og viti menn fullt af hárfínum glerullarflísum rifu upp húðina svo sveið undan, dauðar jafnt sem lifandi húðfrumur hrundu af andlitinu og eftir sat eldrautt andlit, silkimjúkt og gljáandi!! ááá þetta var álíka vont og fara í vax en hvað maður lætur sig nú hafa það ik os!

hafið það gott í dag

þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Hei hvað ég var dugleg...

Loksins birtast myndir af nýjasta fjölskyldumeðliminum...þetta er algjör villingur og vekur okkur enn á hverri nóttu bara til þess eins að við komum og syngjum hana aftur í svefn...þvílíkt ofdekruð ég veit en hver getur sagt nei við svona brúneygðum mola!!

Er reyndar frekar erfitt að ná almennilegum myndum af henni þar sem hún er mikið á iði og situr sjaldnast kyrr lengi í senn.




Pétur er mjög sáttur við að vera kominn með leikfélaga í sandinn!!



Skruppum í berjamó og þar voru næg ber fyrir börn og hunda.



Lítur út fyrir að Pétur þurfi senn að hætta með snuddu, Æsa er búin að ná þeim nokkrum og finnst þau fara vel undir tönn.

Njótið dagsins

föstudagur, ágúst 08, 2008

Logn og blíða hér á bæ

Líður dagur og ár á milli þess sem eitthvað er skrifað hér inn, enda ekki mikið að frétta. Erum alltaf upp í húsi...daaa ekki nýjar fréttir. Erum að setja upp milliveggina þessa dagana og von mín um klósett er í sjónmáli. Get ekki beðið eftir að geta hætt að fara í Húsasmiðjuna og nota klósettið það, þó að þar sé fínasta aðstaða fyrir húsbyggjendur í spreng!!

Tókum reyndar forskot á flutninga og sváfum eina nótt upp í húsi um síðuast helgi. Það var ljúft, bjuggum um Pésann á tveimur stólum og þar svaf hann eins og steinn. Við gömlurnar sváfum bara á gamla rúminu okkar og þá rifjaðist það upp fyrir mér hvers vegna við fjárfestum í nýju rúmi síðasta vetur.

Ég er að komast inn í nýju vinnuna smá saman og líst bara nokkuð vel á þetta allt. Verst hvað það er alltaf góður matur í hádeginu...maður þarf alveg að hemja sig....

svoooo það er allt í góðum gír hérna megin helgin framundan og planið er að smella nokkrum veggjum upp já og jafnvel einangrun ef vel gengur.

kvað að sinni