Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Skapið aðeins betra í dag en það var í síðustu færslu!!

er búin að pakka niður í þrjár töskur og er núna að þvo restina af því sem við mæðgur ætlum að taka með okkur til Íslands. Ætlum nefnilega í "smá skreppitúr" til Íslands, átti nú upphaflega bara að vera rétt um viku en síðan er vikan búin að teygjast aðeins og nær nú yfir í 19 daga. Og þegar maður fer í svona skreppiferð þá þarf maður svoooo mikið af dóti og Eydís er búin að hóta mér því að hún sendi okkur með fyrsta flugi tilbaka ef við komum ekki með nóg af hlýjum vetrarfatnaði....svo ég þori ekki öðru en að pakka öllum græjunum niður, vil ekki vera send heim strax og þetta er ekkert smá mikið.

Ætli sé ekki best að halda áfram og finna kuldaskóna og snjógleraugun!!

Hilsen og við sjáumst á Íslandi

mánudagur, febrúar 06, 2006

Þetta var fyndið í fyrsta skipti en ekki núna eftir tæp 4 ár...

Ans., djö., helv., grasasnar fífl og fáráðar, jábbs sorrý orðbragðið svona snemma morguns en nú er mér að mæta´, ætla að kenna þessum ösnum hvenær það er mikilvægt að skafa göturnar og hvenær ekki, já og í leiðinni þá ætla ég að leiðbeina þeim um rétta verkfærin og vinnuvélarnar í þess háttar vinnu og hana nú.

Var að keyra Gumma í skólann áðan og það var umferðaöngþveiti frá provstegaardskólanum og alla leið út í Tækniskóla. ó mæ god. Öngþveitið var vegna þess að þessir grasasnar voru að sópa göturnar á fjórum traktorum sem keyrðu allir hver á eftir öðrum og fylltu rúmlega 2 akreinar, og hverju voru þeir að sópa jújú einmitt þessum nokkru snjókornum sem ekki bráðnuðu um leið og þau féllu á rennblautt malbikið. Þegar við urðum fyrst vitni af þessu fyrir tæpum 4 árum þá fannst okkur þetta óhemju fyndið og kannski fyndnast að enginn virtist kippa sér upp við þessar tafir í umferðinni en núna, ég get ekki sagt að mér hafi verið skemmt, nei síður en svo rauk úr mér eins og ég væri eldfjall og var næstum búin að taka áhættuatriði dauðans sem fólst í því að stökkva út um gluggan á bílnum okkar á ferð og beint upp í fremstu dráttavélina, hertaka vélina og keyra henni upp á fjall. En það sem klikkaði er að það var ekkert fjall í nágrenninu og ég komst heldur ekkert út um gluggann!!

Það er bara hollt fyrir hjartað að æsa sig svona snemma morguns ik os'. Fær adrenalínið aðeins af stað en ef það kemur í fréttunum um stolnar dráttavélar í Odense þá má sjálfsagt finna þær á Ivarsveginum!!

Hafið það nú gott í dag og munið að það er hollt og gott að æsa sig, sérstaklega notarlegt að nota tímann á meðan maður situr í bílnum að öskra á samferðafólk sitt í umferðinni. Það heyrir ekkert hvað þú ert að öskra og þú sérð það fólk (vonandi) hvort sem er aldrei aftur!!

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Hver er að tala um leti....

kominn miðvikudagur og ég er auðvitað komin heim úr stórborginni þar sem ég passaði litlu grísina mína, þau Auði og Fjalar. Gekk fínt í alla staði enda eru þau algjör ljós (sérstaklega mikil ljós þegar foreldrarnir eru ekki nálægt!!), fékk reyndar svolítið minni svefn en venjulega og var hálf tuskuleg á sunnudaginn þegar við komum heim. Ársól vaknaði síðan ælandi á sunnudagsnóttinni og var lasin heima á mánudaginn. Kvöddum síðan Sigrúnu Hörpu og Jónas og þeirra börn á sunnudagskvöldið með steinbít og tilheyrandi. Leiðinlegt að vera alltaf að kveðja fólk, en svona virkar lífið hérna, fólk týnist til baka aftur á klakann og ætli það endi ekki með að maður fylgi í kjölfarið og flytjist búferlum til landsins kalda.

Er núna á fullu í grímubúningaframleiðslu, heimasætan er ekki sú auðveldasta í þeim efnum. Vill endilega vera mína mús og svoleiðis búningar eru ekki í hillum búðanna hérna, þar sem allar stelpur frá 2-10 ára vilja vera prinsessur eða englar!! Svo þá er ekkert annað til ráða en að draga fram saumamaskínuna og byrja á herlegheitunum. Er strax komin í vandræði þar sem ég byrjaði á hettunni... hvernig fæ ég svona risa músareyru til þess að standa beint út í loftið? Þau vilja bara annaðhvort liggja beint fram eða aftur.