Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, desember 16, 2003

áááá ég er svöng, ég er búin að týna nestinu mínu.........já það er von að þið spyrjið hvernig fór ég nú að því........svarið er óljóst. ÉG hljóp upp og kom við á ljósritunarstofunni og á póstkössunum og náði í greinar í prentarann, og fann engann heftara og fór að leita af honum, fann hann í öðru herbergi, fór í tölvuherbergið, það var ekki fyrr en þá að ég uppgötvaði að nestið mitt var horfið. Og ég labbaði á alla þessa staði en allt kom fyrir ekki, nestið er horfið með öllu tilheyrandi. Verði þér að góðu þú sem ert að borða mandarínuna mína í þessum töluðu orðum.

miðvikudagur, desember 10, 2003

Váááá hvað tíminn flýgur. Nú er bara vika í að við verðum um borð í lúxus Iclandexpress vélinni á leið til fyrirheitnalandsins....Íslands. Maður verður að fara að viðra töskurnar og athuga hvort maður verði nú ekki örugglega með nóg af farangri. hehe ekki erfitt að fylla töskurnar. Fullt af jólapökkum. Jibbííí.

Var samt að spá í að koma líka með danskt vatn, til þess að drekka á meðan dvölinni stendur........ekki af því að danska vatnið sé eitthvað gott, það kemst ekki með tærnar þar sem það íslenska vatnið hefur hælana, nei það er nefnilega maður er svo ótrúlega lengi að venjast þessu vonda vatni aftur. Svo kannski besta leiðin til þess að sleppa við það er að prófa aldrei góða vatnið á íslandi.......................Væri auðvitað mjög gaman að útskýra þessi mál fyrir tollvörðunum.

laugardagur, desember 06, 2003

Óveður

í gær heyrði maður það að það ætti að vera óveður síðastliðna nótt og í dag, það átti að blása köldum vindum allaleiðina frá Íslandi með tilheyrandi snjókomu og skemmtilegheitum.............en ég er nú ekki viss um að Íslendingar myndu kalla þetta óveður, varla veður, smá blástur með pínu agna rigningu. Ekki lét snjórinn sjá sig íþetta sinn og urðu örugglega margir fegnir en ekki við, við erum nefnilega komin á vetrardekkin og erum til í smá snjókomu til þess að prófa þau. Ég held að daninn viti varla hvað sé óveður.

Erum annars að undirbúa heljarmikla skemmtun sem yngsti meðlimur fjölskyldunnar ætlar að halda hérna heima á eftir, hún er búin að bjóða vinum sínum að koma og fara í leiki, ég held að eigi að fara ístoppdans og flöskustút og fá sér svo smá popp og nammi í eftirmat, já og auðvitað flödeboller, sem eru alveg ómissandi. Þetta verður skemmtilegt. ........

föstudagur, desember 05, 2003

Ligg bara heima og læt mér batna....

Ég var nefnilega að láta taka úr mér skemmda æð og er að jafna mig eftir aðgerðina sem var gerð í gær, þetta var nú ekkert rosa mikið en á samt að taka því rólega í 3 daga. Þetta ver nú reyndar svolítið skrýtið að finna ekkert til en heyra þegar var verið að skera og klippa og allt sem tilheyrir, óhugnaleg hljóð, svo beið maður alltaf eftir sársaukanum sem aldrei kom. Núna er ég heima vafinn í einhver ferlega fallegan sokk sem er svo þröngur að ég held að ég komist ekki úr honum aftur...... Var reyndar að pæla hvort maður geti ekki notað svona efni í kossilettu (svona eins og ég mátaði um daginn Sigurrós ) því þetta er svo geggjað þröngt!!!!!!!!!!!!!!!!!! En málið er að ég fór í búð um daginn og vara að máta kossilettu og svoleiðis dót, við lágum í hláturkrampa því þetta var nú alveg fáráðnlegur búningur. Ég læt þig um að máta svona næst þegar við förum í leiðangur Srós.....

miðvikudagur, desember 03, 2003

Haldiði ekki að ég hafi verið tekinn af löggunni í morgun, ekki af því að ég keyrði yfir á rauðu eða of hratt....nei ég var tekin vegna þess að ég hafði ekki ljós á hjólinu mínu. En það er skylda að vera með 2 ljós á hjólinu, og er sektin fyrir það 500 dkr fyrir ljósið.......vááááá En ég fékk að sleppa í þetta skipti ef ég lofaði að fara og kaupa lukt á hjólið. Ég ætla að bruna beint í búðina á eftir og fjárfesta í ljósi. Ég mátti ekki einu sinni hjóla á hjólinu varð að teyma það í burtu, en svo lánaði Ársól mér ljósið sitt svo ég gat hjólað í skólann. Ferlegt maður. Mætti síðan fullt af fólki sem var að teyma hjólin sín........greinilega í sömu vandræðum og ég.

Er komin faraldur Haraldur......

Rasmus Rask kollegið komst í kvöldfréttirnar í gær, það var reyndar ekki tilkomið af góðu, því það hafði verið framið vopnað rán í einni af íbúðunum hérna. Það voru 4 menn sem réðust inn á einn strák bundu hann og stálu visakortinu hans, neyddu hann til að gefa upp leyninúmerið. Þetta er auðvitað fáráðnlegt, maður sem heldur að maður sé öruggur á sínu eigin heimili. Nú fara allir rosa varlega og eru með opin augun fyrir öllu sem er óvenjulegt. Mest fáráðnlegast við þetta mál er að þetta var um miðjan dag.

Þegar ég kom heim á laugardagsnóttina voru líka 2 löggubílar hérna´fyrir utan vertann og 8 löggukallar hlaupandi um, veit ekki hvað var um að vera, þrátt fyrir að við Melkorka reyndum að elta lögguna til að sjá hvað væri um að vera. Þvílíkt forvitnar.

Annars er farið að styttast ótrúlega í það að við komum heim, við tilkynntum barninu á heimilinu þessi tíðindi fyrir helgi og bjuggumst auðvitað við þvílíkum spenningi.......en nei nei hún tók þessum fréttum með stakri ró og það var eins og hún hefði verið búin að ákveða þetta sjálf. Við búin að vera að halda þessu leyndu til þess að menn verði ekki allt of spenntir.......það hefði verið betra ef þau Gummi og Ársól hefðu haldið þessu leyndu fyrir mér.......því mér finnst leiðinlegt að bíða!!