Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Ég stóðst ekki mátið og bakaði bollur í gær þegar ég kom heim úr vinnunni. Auðvitað gat ég ekki beðið eftir að mamma kæmi. Skellti í nokkrar vatnsdeigbollur, þið sem hafið bakað svoleiðis vitið sennilega að þetta er ekki eins auðvelt og það hljómar!!! Allt gekk rosa vel meðan ég sauð saman vatn og smjörlíki (hmmmm hvað gæti svossum farið úrskeiðis í því) svo var hveitinu skellt út í allt enn eftir planinu.......ohhhh svo þarf að láta þetta kólna.......og fyrir bráðláta eins og mig þá þýðir það bara eitt, missir áhugann á meðan degið er að kólna......en nei nei ég skellti þessu bara ofaní frystirinn og lét það bíða þar. Gleymdi mér reyndar þar sem ég var niðursokkin í haveblaðið. og þegar ég tók deigið upp úr var það auðvitað frosið. Jæja ekkert við því að gera slumma eggjunum út í og baka í ofnunum. Þetta urðu nú reyndar engar bollur, bara klessur. En djöfull voru þær góðar, þegar var búið að moka glassúr, jarðaberjasultu og rjóma ofaná. Nammm nammm. Þær voru sko kláraðar á augabragði enda komu aðeins 12 bolluklessur úr þessu bakarastandi.

Svo var borðaður saltfiskur með ormum í í kvöldmat. Mér finnst nú eiginlega betra að borða ormana þegar ég sé þá ekki. Td þegar er búið að hakka þá með fiskinum. En Gummi segir að þetta sé hollt, hvað gerir maður ekki fyrir hollustuna.

Díses maður ég er alveg að tapa mér, ég bakaði engar bollur á bolludaginn og borðaði engar bollur. Svo er sprengidagur í dag og hvað geri ég, borða ég saltkjöt og baunir nei nei ekkert svoleiðis á boRðstólnum en ég á sko eftir að bæta það upp. Flyt bara bolludaginn fram á næstu helgi. Þær verða örugglega betri þá........Eða kannski bara þegar mamma kemur í heimsókn, hvernig hljómar það, ummmmm mömmu bollur með rjóma og sultu arrrrrg ég verð örugglega farin að baka eftir klukkutíma. Svo fæ ég mér bara saltfisk í kvöld, í staðinn fyrir saltkjötið.

Það er búið að vera rosa rosa rosa mikið að gera í vinnunni og loksins fór eitthvað að ganga. sjöníuþrettán.....þangað til það misheppnast allavega. Tókst að láta þessa tilraun virka en það er búið að taka dágóðan tíma. Svo nú fer ég að snúa mér að einhverju nýju. Það er svo gaman þegar eitthvað hefur heppnast og maður þarf ekki að endurtaka allt. Jibbíííí Vona síðan að þessar staðlanir fari að taka enda svo ég geti farið að gera eitthvað skemmtilegra.

En þar til síðar veriði sæl.

laugardagur, febrúar 21, 2004

Góðan daginn, góðan dag

Jæja við skelltum okkur til Þýskalands í gær eftir vinnu-/skóla. Brunuðum í samfloti við ofurforda-fjölskylduna. Það var þvílík blíða einmitt svona ferðalagaveður. Bjart og kalt. Komum við í einni TREND búð sem selur SVO flott húsgögn. Gummi var nú ekki eins heitur þar sem hann er á sínu nískunískunísku tímabili (andstæða við mig sem er á eyðaeyðaeyða bili). Svo þar var ekkert keypt (karlpeningurinn fékk að ráða). Fórum í risa mollbúð sem selur 20 kg poka af steiktum lauk, sem er auðvitað nauðsynlegt á hvert heimili. Við versluðum ýmislegt nauðsynlegt og líka ónauðsynlegt. Eftir langann tíma vorum við loksins búin að fylla skottið, lögðum við af stað í veitingarhúsaleiðangur. Fundum þennan líka flotta stað, þýsk kráarstemming í þvílíkt flottri götu. Eins og að koma frekar mörg ár aftur í tímann. Þegar við fórum að skoða matseðilinn runnu á okkur tvær grímur........verðið var frekar hátt fyrir námsmenn úr Danmörku. Eftir miklar umræður var eiginlega komin sú ákvörðun að allir fengju sér spagetti af barna matseðlinum, eina sem við hefðum efni á!!! En við nánari athugun komumst við að því að matseðillinn sem við vorum að skoða var ekki alveg réttur því þetta var vínseðill af rauðvíni af bestu gerð. Við fundum þá réttina sem við vorum að leita af og pöntuðum okkur þvílíkt flottan mat og geggjað góðann. Nammmmmmmm Ferðin endaði því ekki á þann veg að við þyrftum að borða spagetti heldur dýrindis máltíð að hætti þjóðverja.
Við brunuðum svo heim á leið með stuttu stoppi í grænsabúðunum til þess að fylla restina af bílnum með bjór. ( sem kostar bætheway helmingi minna en í DK)
Það var greinilegt að ofurfordinn er miklu viljugri á leiðinni heim því hann spændi á undan okkur og við sáum bara rétt grilla í afturljósin!!!

Góðar stundir

fimmtudagur, febrúar 19, 2004



Bara að leyfa ykkur að njóta þeirra félaganna Gumma og Ingva, þar sem þeir spiluðu með þriðja fingrinum á hljómborð á þorrablótinu! Þeir eru nokkuð flinkir piltarnir. Takið eftir fallegu hvítu nærbuxunum sem þeir "klæðast", voru hálf skrýtnir þegar þeir fóru í verslunarleiðangur og keyptu sitt hvora naríuna. Þeir eru meira að segja með nótnastatíf og allt hehehehe

Það var frekar fyndið þegar ég fór með Ársól í skólann í morgun. Það voru örfá börn, en nokkrir fullorðnir. Sennilega fleira starfsfólk heldur en börn. Hún var nú samt alveg hress með að fara í skólann. Ró og friður til þess að leika sér og þau geta gert ýmislegt sem þau fá yfirleitt ekki að gera. Notarlegt.

Á morgun ætlar stórfjölskyldan að skella sér í verslunarleiðangur til Þýskalands og fylla á birgðarnar. Ekki veitir af allt öl búið. Hmmmm það gengur auðvitað ekki. Annars verður þetta nú meira skemmtiferð en verslunarferð og við finnum okkur örugglega einhverja þýska sveitakrá og borðum á okkur gat.

Er annars að kíkja á sumarhús sem við ætlum að leigja um páskana. Mikið af flottum húsum og yfirleitt er það tekið fram að það séu þýskar sjónvarpsstöðvar, vá hjúkket ég má náttúrulega ekki missa af þýsku sápuóperunum!!

föstudagur, febrúar 13, 2004

Mánudagur til mæðu

Nei alls ekki. VIð mæðgurnar erum í fríi í dag og á morgun. Það er vetrarfrí í skólanum og við megum auðvitað alls ekki missa af því fríi.

Ég var í Horsens um helgina að vinna á þorrablótinu þar. Það var rosa stuð á fólki og flestir hressir og kátir og fullir. Maturinn var rosa góður og skemmtiatriðin frábær og veislustjórinn Gísli Marteinn hann var hress. Gústi steig á svið sem tvíburasystir Birgittu Haukdal og tók lagið við góðar undirtektir. Mér fannst hljómsveitin ekki vera að skila sínu. Hef eiginlega aldrei orðið fyrir vonbrigðum með það þegar U2 er tekið, en mig langaði að hlaupa út. Þeir nauðguðu Bono algjörlega, og honum fannst það ekki skemmtilegt og ekki mér heldurþ Það vantaði eitthvað uppá hjá þeim.....ekki meir um það. En annars var þetta bara vel heppnað blót. Við skiluðum okkur heim um sex leitið eftir að hafa villst um sveitir jótlands í dágóðan tíma. Gaman af því.

Sunnudeginum eyddum við upp í bústað í vorblíðu. Þvílíkt notarlegt.

Ingvi af hverju leggur þú alltaf fordinum fyrir framan skiltið "Kun for cykler og metal" Nei bara að spá!! Eins og skiltið elti bílinn þinn hehehe Hvort flokkar þú hann fyrir metal eða cykel í endurvinnslunni.

Þú ert rekin!!!

Jábbs ég er búin að reka þjónustufulltrúann. Eða allavega búin að fá mér nýjan. Hin var alveg að fá taugaáfall yfir öllum peningunum sem´hún þurfti að "lána" mér af mínum eigin reikningi, hún var ekki að höndla þetta og á endanum sendi hún 2 sinnum meira en ég bað hana um, þá var mælirinn fullur. Vona að þessi sem ég fékk núna sé eitthvað skárri.

En við Sigurrós vorum nú frekar miklar ljóskur (kemur annaðslagið fyrir). VIð skelltum okkur í føtex að versla, sáum þar þvílíkar raðir við alla dósa og flösku móttakara. Hvað er eiginlega að þessu fólki stendur í margra kílómetra röð til að skila flöskum hver ætli sé ásæðan. Jú okkar mynd af þessu var aauðvitað mjög einföld.............jááá það var auðvitað undankeppni í júrovision um helgina AUGLJÓS ÁSTÆÐA!!! Kom nú reyndar í ljós aðeins seinna að það er verið að lækka skilagjald á flöskum og allir voru auðvitað að skila svo þeir fengju sem mest fyrir flöskurnar sínar. Daaaaaaa hvað maður er ljóshærður stundum.

Ég er að fara með þorrablótsnefndinni til Horsens á laugardaginn, þar ætlum við að þjóna þeim eins vel og við getum!! Það verður örugglega fjör, förum á langferðabíl sem Gústi kórstjóri ætlar að stýra. Gaman gaman.

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Læknirinn og hjúkkan!!

Eldri heimilislæknir og föngulegur hjúkrunarfræðingur á frjósömum aldri komu á hótel þar sem þau ætluðu að dvelja meðan þau tækju þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um bólusetningar. Parið sem var ekki par þekktist vel enda samverkafólk til margra ára af sömu læknastöðinni. Við innritun á hótelið varð ljóst að mistök höfðu orðið við bókun þeirra. Í stað þess að fá tvö eins manns herbergi fengu þau úthlutað hjónaherbergi með tvíbreiðu rúmi. Hótelið var fullbókað og því ekki um annað að ræða fyrir ferðalangana en gera sér hjónaherbergið að góðu.

Seint um kvöldið þegar gamli læknirinn gekk til náða galopnaði hanngluggann á herberginu og skellti sér svo undir sæng. Eftir stutta stund tilkynnti hjúkkan að henni væri kalt og bað herrann um að loka glugganum. Þá sagði læknirinn: "Ef þér er svona kalt viltu þá kannski að við þykjumst vera hjón?" Það tísti í hjúkkunni og hún sagði: "Þú segir nokkuð. Ef þú ert til þá er ég alveg til." Þá rumdi í þeim gamla: "Allt í lagi, þá skalt ÞÚ fara fram úr og loka fjandans glugganum."

hehe

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Íslenska mafían lætur á sér kræla í Odense.

Já þessi mafía teygir arma sína alla leið inn í undirbúningsnefnd þorrablóts. Þeir hafa örugglega í nógu að snúast þarna í þessu mafíufélagi.

Málið er að við sóttum um hjá nokkrum útvöldum fyrirtækjum um styrk vegna vinninga sem átti að gefa á þorrablótinu. Gott mál auðvitað. En þegar icelandair frétti að við hefðum fengið flugmiða hjá öðru ónefndu flugfélagi (icelandexpress) þá hótuðu þeir að draga sína vinninga til baka og ef við héldum málinu til streytu´þá myndi félagið aldrei styrkja IFO í framtíðinni. HVAÐ ER AÐ ÞESSU liði........ég bara spyr. Við gátum auðvitað ekki annað en að skila vinningunum sem við fengum hjá icelandexpress til þess að halda hinum góðum. Spæliði í valdi sem þetta félag hefur. En eina sem icelandair hefur unnið með þessu eru reið þorrablótsnefnd og leiðindi, ég flýg ekki með þessu sk....félagi (nema í neyð).

Allir með Icelandexpress - ekki spurning.

mánudagur, febrúar 09, 2004

Váááháááá það var svo geggjað gaman.

Eins og kannski einhverjir vita þá var þorrablótið okkar hérna í Odense haldið núna um helgina. Þetta var alveg frábært blót og ég skemmti mér konunglega. Við erum búin að vera að undirbúa þetta í langann tíma og loksins var komið að því. Á föstudaginn vorum við uppí Højby samkomuhúsinu að undirbúa allt. Vorum langt fram á kvöld og mættum snemma á laugardagsmorgun. Við Sigurrós fórum svo og tókum á móti hljómsveitinni Á móti sól á lestarstöðina. Brunuðum með þá ísamkomuhúsið, kom í ljós að það vantaði monitorkerfi...............hmmm klikkaði aðeins. En því var reddað á smá tíma. Kartöflum og rófum var skellt í potta (held að það hafi verið 8 pottar) við biðum og biðum en ekkert gerðist, ekkert sauð og ekkert bullaði. Kom í ljós að eldavélin og ofninn virkaði ekki..............gó ráð dýr. Við vorum að fá 100 hungraða íslendinga í mat um kvöldið og maturinn ekki á leiðinni að eldast. Rafvirkinn var kallaður út og var hann heil lengi að finna út hvað bjátaði á. Kom í ljós að þetta var allt að leiða út og við hefðum vel getað verið búin að drepa okkur þarna á þessum útbúnaði. En loksins virkaði þetta og það var hægt að fara að elda. Nokkrir taugatitringar og svitadropar sem komu fram hjá okkur. En við stukkum heim í sturtu og gerðum okkur sæt og fín.

Síðan var rútan tekin upp í hús þar sem fólk frá Horsens tók á móti okkur með íslensku brennivíni og hákarli í forrétt.

Veislustjórarnir okkar Sara og Elvar voru frábær og kynntu undir salnum með laginu Kötturinn Búlli, eiginlega frekar fyndið. Skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum og þar má nefna karlakórinn rasskinnar og annál ársins. Einnig voru the drinking brothers mættir á svæðið. Þetta voru þeir félagarnir Gummi og Ingvi sem spiluðu á orgel með þriðja fætinum. Þeir gerðu þetta með glæsibrag og fengu mikið klapp fyrir. Einnig var karlakórinn með happadrætti, vinningshafinn fékk hestaferð þvert yfir Ísland. Hann Óli var svo ansi heppinn að fá þessa ferð í vinning. Klárinn hann Axel (minnsti karlakórsmeðlimurinn) var tilbúinn fyrir knapann Óla ( sem er með þeim hæðstu í salnum) og tóku þeir góðann reiðtúr þvert yfir Íslandskortið sem lagt var á´sviðsgólfið. þetta var ótrúlega fyndið atriði.

Þegar skemmtidagskráin var lokið hófst dansleikur með hljómsveitinni Á móti sól og voru þeir hreint út sagt frábærir. Það er bara ótrúlega leiðinlegt að ballið sé búið buhuuuuu. Ég var sko ekki tilbúin að hætta. En þeir náðu upp þvílíkri stemingu.

Eftir ballið var auðvitað tekið til á fullu og svo var farið í eftirpartý sem stóð til kl 6:30. Þá var farið heim að sofa. Farið á fætur kl 9:30 og farið að ganga frá í samkomuhúsinu og sækja dótið. Áhhhhh þetta var frekar erfitt. Var allavega fegin að ég þurfti ekki að keyra.

Þetta var frábær helgi og ég væri til að ég væri að fara á ball með Á móti sól aftur núna um helgina. En þá förum við til Horsens og vinnum á ballinu hjá þeim. Þá fáum við ball með Írafár. Hlakka bara til.

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

dofnasti þjónustufulltrúinn

Ef það væri haldin keppni um hver ætti dofnasta þjónustufulltrúann, þá held ég að við Gummi myndum sigra með glæsibrag. Þjónustufulltrúinn okkar er sá allra dofnasti sem ég hef nokkru sinni átt samskipti við!! Vá hún getur ekki fundið út úr því að við viljum láta millifæra af íslenskum reikningi yfir á danskan reikning. Sendi bara til baka á mig " Ég er búin að millifæra fyrir febrúarmánuð" Daaaaa okkur vantaði aðeins meira, eins og við þurfum eitthvað að útskýra það mikið fyrir henni, ekki eins og þetta séu hennar peningar. En vonandi tekst henni að finna út úr þessu, en síðast þegar´hún millifærði, þá setti hún inn á vitlausan reikning (ekki okkar einu sinni) og við biðum í 10 daga þar til þetta var leiðrétt. ekki einusinni afsakið.....hvað þá meira.

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Ég ætlaði að vera svo ægilega góð við eiginmanninn (ja kannski allavega tilvonandi hmmmm). Fór og keypti á hann alklæðnað. Valdi auðvitað númerin sem hann er vanur að nota, en nei nei.......þegar karlpeningurinn ætlaði að smella sér í fötin komust buxurnar varla upp fyrir hné og skyrtan rétt komst upp á hendur................... Hvað skildi valda þessum mini-fötum. Ekki er það Gummi sem hefur vaxið svona mikið það getur varla verið. En mín kenning er sú að sumar búiðir víxli á merkjum setji large númerin á small buxurnar og svo framvegis. Þetta á auðvitað að vera á hinn veginn því það er ekkert smá gaman ef maður getur keypt sér föt í minna númeri heldur en síðast og þá kaupir maður miklu meira!!!

En annars er Gummi búinn að segja upp húsmæðrahlutverkinu sem hann er búinn að sinna af fullum krafti í 10 daga og er stunginn af í skólann. Þetta sem var farið að venjast ohhhhh. Þetta var ýkt þægilegt. En þetta var of mikið álag fyrir hann, það þurfti að fara OFT í kaffi til Óla. Ákveða hvað ætti að borða og panta tíma hjá lækni fyrir Ársól....pÚúúúúFFF. Þvílílt álag hehehehe.

mánudagur, febrúar 02, 2004

Úbbbbbbbbs

það kemur alltaf frréttabréf frá kollegi-inu okkar svona nokkrum sinnum á ári. í síðasta bréfi var verid ad bidja folk um ad gefa ekki gæludyrum annarra ad borda...........................ubbbbbs. VId hofum nefnilega verid mjog dugleg ad gefa einum ketti ad borda....hmmm. Hann er bara alltaf svo svangur og finnst audvitad ykt notarlegt ad koma inn og fa ser serkeyptan whiskas kattamat, sem svo heppilega vill til ad vid eigum annadslagid til i skapnum. Svo nuna megum vid ekki gefa honum ad borda buhuuuu.greyi kisi sem er alltaf svo svangur. En vid eigum orugglega eftir ad laumast til ad gefa honum samt. Þau eiga bara ad gefa honum betra ad borda svo han tolli hja þeim.

VId erum buin ad smida grindina af leik-kofanum hennar Ársólar, svo þaðer að koma smá mynd á þetta. Nú er bara eftir að gera allt hitt, setja þakið á og festa ploturnar við

Nú styttist líka í þorrablótið. Kominn smá fiðringur í mannskapinn. Þetta verður örugglega hörkublót.