Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, apríl 28, 2003

Vá loksins erum við komin heim, útúrreykt og kaffiþembd!! En við erum líka orðin kolonihave-eigendur..............JÚHÚÚÚ. Þetta tók aðeins lengri tíma en við bjuggumst við. Gömlu eigendurnir voru svo sannalega að kveðja húsið sitt og voru frekar vel við skál þegar við komum og enn verri þegar við fórum. Ég hélt að fólk mætti ekki skrifa undir afsal og alla pappíra þegar það er undir áhrifum áfengis,............en danirnir eru nú líka frekar ligeglad með flesta hluti. Svo nú getum við farið að týna arfa og slá gras og fleira skemmtilegt...hehe eða bara liggja í sólbaði þegar hættir að rigna.

sunnudagur, apríl 27, 2003

Elsku besta stóra systir til hamingju með daginn, ég væri alveg til í að koma í kökurnar þínar nammi nammm, kem bara næst. Hafðu það sem allra best í dag og auðvitað alla daga !!

laugardagur, apríl 26, 2003

Við erum komin með svona ægilega flotta veðurgellu, það er eiginlega bara svo Gummi og Ingvi geti fylgst með veðurbreytingum hér á milli íbúða- veðrið er mikið hitamál hjá þeim félögum. Gummi er fullviss um að það sé miklu heitara þarna uppfrá, en ég held að það sé bara grillið sem hafi þessi áhrif á hitamælinn!!

Auðvitað var Gummi ekki lengi að komast að þessari (góðu) fjárfestingu hjá mér....ekki hægt að halda neinu leyndu fyrir honum. Það lítur út fyrir að við fáum húsið afhent á mánudaginn næsta, frábært. Fólkið sem er að selja húsið er eins og það hafi verið klippt út úr grínmynd!! Hún er pínulítil og önnur löppin er helmingistyttri en hin og hann er ....æææ ég verð bara að taka mynd af þeim og setja hérna inn...þá skiljið þið hvað ég meina, þau eru bara algjört grín, alltaf rök þegar við hittum þau og keðjureykja, Ársól skilur ekkert hvað þau eru alltaf að gera með þessa reykingapinna upp í sér. Vita þau ekki að þau verða gul í framan þegar þau reykja? Þetta er erfitt að útskýra.

Í gær var kveðju og útskriftarpartý fyrir Anný sem var að klára sjúkraþjálfunina og er að flytja heim á Íslandið. Það verður rosa skrýtið þegar hún verður farinn buhuuuu.En partýið var rosa skemmtilegt og allir þessir duglegu enduðu á vertanum.

Gleðilegt sumar (smá seinkun en betra er seint en aldrei), við fögnuðum sumardeginum fyrsta eins og sannir íslendingar og borðuðum íslenskt lambalæri og karmellukartöflum ummmmm þvílíkt gott eins og vanalega, klikkar aldrei.

miðvikudagur, apríl 23, 2003

Úbbbs ég var að gera soldið- þið megið alls ekki segja Gumma frá því............................ Ég var að kaupa mér hús. Já ég veit kannski fullmikið en hvað gat ég gert annað???? Ég ætlaði bara að tala aðeins við konuna sem átti hyttuna sem við vorum að skoða í gær og áður en ég vissi af þá var ég búin að kaupa húsið!! Þetta er æðislega krúttlegt hús með frábærum garði....ummmm. Vantar bara heitapottinn þá væri þetta fullkomið. Þið verðið bara að koma í heimsókn og kíkja.

þriðjudagur, apríl 22, 2003

Ohhhhh..........páskarnir eru strax búnir. Ég sem ætlaði að læra þvílíkt mikið.....en eins og venjulega varð eitthvað lítið úr því en núna verður tekið á því.....geisp eða ekki!! Það er þvílíkur mánudagur í gangi rosa erfitt að fara á fætur í morgun og ennþá erfiðara að taka upp bækurnar. Algjör ritstífla í gangi´, svo mér gengur ekki neitt með ritgerðina sem ég á að vera að skrifa. Kannski ég taki mér frí það sem eftir er dagsins.... hmmm besta hugmynd sem ég hef komið með i dag.

sunnudagur, apríl 20, 2003

Ása til hamingju með 21. afmælið í dag, var að frétta að það er rosa am´mmmælisveisla í dag á Hótel mömmu...ummmmm. Njóttu dagsins. Afmæliskveðjur frá stóru systur í útlöndunum.

Jibbíí það tókst (en ekki mér að þakka!!). Loksins er ég orðin blogg gella, Sigurrós gerði þetta allt og ég sat bara við hliðiná og tók VEL eftir öllu sem hún gerði hehe. Eins og þið sjáið. Gummi er auðvitað bara sofandi upp í rúmi, eitthvað þreyttur eftir jammið í gærkvöldið, tók kannski aðeins of vel á, og Ársól er úti að leika eins og venjulega. Svo ég er bara í tölvunni að æfa mig að vera rosa blogggella ( vá þrjú g!!)

prufa