Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Greyið kallinn

Æjj það var svo dúllulegur kall hérna áðan. Var niður á rannsókn og það kom lítill svartur kall svona indverjakall. Hann var með númer og var að spyrja mig á indverjaensku hvar herbergi 168 væri??? Hahahaha hann var ekki að fatta það að hann átti að setjast fyrir utan blóðtökuherbergin og bíða þar til hans númer væri kallað upp. Í staðinn ranglaði hann hér um allt að leita af þessu herbergi......gat nú ekki annað en vorkennt honum.

En í annað, ég er hlynnt þrælahaldi er meira segja orðin nokkuð góð í að plata fólk til þess að þræla fyrir mig. Þóra og Gústi kíktu upp í hús og auðvitað voru þeim rétt verkfæri og þau látin fá mikilvæg verkefni í garðinum. Gústi setti niður tré og Þóra var staur í snú snú. Ekki amarlegir þrælar þetta. Þetta kallast svona koloniþrælar.


sunnudagur, apríl 25, 2004

Túnfiskur, sússí, krómhjörtur, svínalundir, ostakaka, nóakonfekt, mozzarella salat, kartöfluhattar og skífur, litríkt salat, ótrúlega skringileg eplakaka.

Jú allt þetta og meira til var á matseðli gærkvöldsins. Við, Sigurrós og Ingvi, Gústi og Þóra vorum með hefekkismakkaðáðurmat kvöld í gær. Þetta var mjög áhugavert vægast sagt. Það var búið að ákveða það fyrirfram að það yrði bara pöntuð pizza ef fólk yrði svangt, en þess gerðist ekki þörf og ég át á mig gat, eins og oft áður. Þetta var flest mjög ljúffengt, en ég get nú ekki sagt að eplakakan hafi runnið ljúst niður því það þurfti að hafa svolítið fyrir henni......Þetta var samt rosa gaman að prófa svona ýmislegt. Takk fyrir okkur.

Núna er fullorðna fólkið komið á fætur en stubbur sefur ennþá. Gummi er að drífa sig í skólann en ætlar að koma snemma heim (hvað sem það þýðir nú).....

Úti er sól og sumarylur svo ætli við Ársól finnum okkur eitthvað skemmtilegt að brasa upp í húsi.

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Æjjj hvað ég vildi að ég gæt verið með beina útsendingu héðan í stofunni. Það eru nefnilega tveir 6. ára unglingar sem eru að hlusta á MGP 2003 í botni og dansa eins og brjálæðingar. Þetta eru þau félagarnir Ársól og Nökkvi sem eru að nauðga græjunum mínum. Þau geta ekki verið inn í herbergi því þar er ekki nóg pláss til að dansa. Og það gat ég skilið þegar ég sá hvernig dans þau dansa. Púff gaman gaman

Gleðilegt sumar, það er komið þetta fína sumar hérna hjá okkur, eða allavega góð byrjun.

Nokkrar áhugaverðar staðreyndir sem ég sá á síðunni hjá kúrbíti

Þú getur ekki framið sjálfsmorð með því að halda niðri í þér andanum, nei það er nú deginum ljósara, eða hvað finnst ykkur?

Á hverju ári slasa 8000 manns sig á tannstöngli. hverjum dettur það í hug að tannstönglar geti verið hættulegir.

Meðal manneskja borðar 8 kóngulær á lífsleiðinni. Ég er greinilega ekki meðalmanneskja!!

Það er til Pez með kaffibragði. Ojjj

Það er ómögulegt að hnerra með opin augun. já það er rétt, sem er mjög óheppilegt þegar maður er að keyra, tala í gemsann og taka ólöglega U-beygju, allt á sama tímanum

Börn vaxa hraðar á vorin. Greinilega það er allt að verða of lítið á þessu heimili.

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Ég sá þjóf í gær. Var stödd í lítilli búð í gær og varð vitni af því þegar einn kall, stakk ísköldum bjór inní buxurnar hjá sér....brrr hvað þetta hlýtur að hafa verið kalt. Ótrúlegt hvað menn geta lagst lágt, stela einum skitnum bjór. Ég var alveg ákveðin að klaga hann en svo var félagi hans rétt við hliðiná mér þegar ég var að borga svo ég þagði bara. Það er alltaf ótrúlega mikill lýður sem safnast saman þarna fyrir utan og maður þarf að halda fyrir nefið til þess að fara ekki í vímu við það eitt að hlaupa framhjá.

Svona er nú það já.

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Elsku Ása Sæunn til hamingju með afmælið þitt í dag. Þú nærð mér samt aldrei HAHAHAHAHa. Þú verður alltaf litla systir. Vona að þú eigir góðan dag í dag já og auðvitað alla daga.

mánudagur, apríl 19, 2004

Þetta er ennþá

Af hverju get ég ekki losnað við þetta. Ohhhhhh

hva?a rugl er ?etta

Afmæli afmæli afmælis sunnudagur. Við fórum í tvö afmæli í gær, annað hjá Davíð sem var 7 ára. Síðan fórum við til Melkorku sem var 26 ára í gær. Fengum fullt af vöfflum og pönnslum + allt annað góðgæti. Frekar gott get ég sagt ykkur. Fullt af börnum sem gátu leikið sér saman. Ársól hitti nýja stelpu og þær voru stóru stelpurnar og lokuðu sig inní herbergi, til þess að geta fengið frið. Gærkvöldið fór svo í að púsla saman skáp sem er inn í herbergi, þá er eiginlega hægt að segja að herbergið sé fullt, bráðum kemst Gummi ekki fyrir. 'otrúlegt sem er hægt að troða í þessa íbúð.

Á lau kvöldið drógum við þræla með okkur upp í koloni, þetta voru þrælarnir Þóra og Gústi þau voru auðvitað látin vinna fyrir prins pólóinu sem þau reyndar komu með líka..................En þau unnu alveg vel fyrir þessu, ekkert smá langt síðan ég hef gætt mér á prins pólói. Namm namm. Við erum með froskarækt þarna uppfrá, það er vatn rétt hjá og þar er fullt af froskaeggjum. Svo liggja alltaf nokkrir froskar og passa eggin, þetta er mjög spennandi rækt og við bíðum spennt eftir að þarna fari allt að iða í litlum froskabörnum.

Gunnar hennar Ásu á afmæli í dag, til hamingju með daginn Gunnar, Ása á afmæli á morgun og svo Eydís eftir 8 daga, ekkert smá mikið að gera í fjölskyldunni.

laugardagur, apríl 17, 2004

Sumarblíða og hvað á maður þá að gera, júbbbs grilla auðvitað.

Það er búið að vera þvílík sumarblíða núna, 20 stiga hiti og ég er nú eiginlega bara að kafna. Ég og Ársól fórum í dýragarðinn í dag, bara smá að kíkja hvort væri nokkuð búið að breytast síðan síðast. Kíktum á apana, og ljónin sem voru að borða heilsteikt naut, kjömsuðu á innyflunum. Ársól spurði hvort þeim þættu lungun í nautinu best!! Er ekki viss hvaða hluti dýrsins ljónin kjósa, en allavega virtust þau kunna vel að meta þessar kræsingar. ´Núna er Gummi að undirbúa grillið og namm namm ætla að hjálpa honum smá.

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Jibbbb nú er hversdagsleikinn tekinn við.................púff nei vá ekki get ég verið svona jákvæð. Þetta er búið að vera æðislegt páskafrí. Við vorum í sumarbúastað á Lollandi með mömmu, pabba, Helgu, Þóri og Fjalari. Rosa gaman og það voru allir reknir á fætur klukkan 7 á morgnanna þegar litli herramaðurinn ákvað að það væri komið nóg af leti. Svo maður hlýðir auðvitað. Veðrið er búið að vera frábært og við erum búin að bralla mikið. Við skoðuðum kafbátinn í Nakskov, Ársól var nú ekkert allt of vel við það að vera þarna inni, enda voru ýmisleg skringileg hljóð og dimmt og drungalegt. Svo skoðuðum við sveitir Lollands, sem er ótrúlega flatt. Fórum í Lalandia, sem er sundlaugagarður með rennibrautum. Þar skemmtum við okkur konunglega og við fullorðna fólkið fórum aftur og aftur í rennibrautirnar. Frábært gaman. Ársól prófaði síðan svona hoppudæmi sem maður getur hoppað ýkt hátt, man ekki hvað það heitir en það er ótrúlega skemmtilegt.

Við tókum svo mömmu og pabba með okkur til Odense. Tróðum í bílinn okkar og hann hefur aldrei verið svona pakkaður. Meira segja var matarkassinn látinn hanga aftan á hjólinu hennar Ársólar sem hékk aftan á bílnum. Ársól þurfti að sitja frammí þar sem gólfið fyrir framan hana var troðið. Við komumst þó klakklaust til Taars þar sem við ætluðum að taka ferju yfir á Langeland. EFtir að hafa horft á eftir einni ferju sigla (án okkar) vorum við ekki alveg sátt við að ferja nr 2 var alveg að fyllast og okkar troðfulli bíll ekki kominn inn. Eftir nokkur spennuþrungin andartök vinkaði skipakallin okkur að koma. Jíbbbbbííí þvílík fagnaðarlæti brutust út í bílnum. Okkar bíll var sá síðasti inn og hann rétt komst. Hjólið hennar Ársólar og matarkassinn rétt sluppu þegar ferjunni var lokað. Þetta var mjög skrautlegt.

Á þriðjudaginn var stefnan sett á kolonihaven. Mamma og pabbi voru sjálfskipaðir vinnumenn í garðinum okkar. þar sem þau hafa áralanga þjálfun í þessu fagi. Það var klippt og rakað, mokað og týnt, þvegið og skrúbbað, enda er garðurinn allt annar núna. Við komum heim þreytt og sólbrunnin. Gaman gaman.

Fórum svo út að borða í gærkvöldi á kínverskan veitingastað, namm namm. Borðaði á mig gat og er enn að jafna mig.

Núna er páskafríið búið og Gummi skutlaði þeim á brautarstöðina í morgun. Ársól komin í skólann og ég á að vera að vinna, en ..............er bara löt. En það þýðir ekki neitt. Best að fara að gera eitthvað.


mánudagur, apríl 05, 2004

Váááá skjaldbökur á gangstéttinni...

Eða það hélt ég allaveg í gær þegar við ofurkonurnar (ég og Sigurrós) fórum í göngu í gærkvöldi. Þetta voru þvílíkt stór dýr sem skriðu út um allt á göngustígunum, við nánari athugun fundum við út að þetta hljóti að vera svokallaðar BRÚNKLUKKUR. Brúnklukkur eru stórhættulegar (allavega var okkur sagt það þegar við vorum börn) og ef maður beygði sig of nálægt þeim stukku þær á mann og skriðu inn í eyru, munn eða nef og átu mann að innan. Ojjjjjjj það sem var logið að manni þegar maður var yngri.....og það sem maður trúði þessu. En ég tek þetta samt með varúð og hélt fyrir nefið, lokaði munninum harðlega og kíkti með öðru auganu á þessi ferlíki á götunni. Ég meina ef þetta sé nú satt með að þær hoppi á mann og éti mann þá ætla ég sko ekki að vera sú sem lendir í því svo það er eins gott að fara varlega í þessum málum.

Annars var nú þetta róleg og fín helgi, hjálpuðum Birgittu og Todda að flytja upp í 4 hæð, já nákvæmlega 4 hæð og engin lyfta. Hverjum dettur svona vitleysa í hug......gleyma að setja lyftuna í húsið. F'orum svo´antikrúnt með S+I+N og enduðum svo á kaffihúsi. Notalegt.

En nú er klukkan mín farin að öskra og ég á víst að hlaupa og taka RNA-ið mitt úr merkingu. Já já er að koma.......