Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, ágúst 25, 2008

Leiðrétting...

Fékk vinsamlega athugasemd frá ektamanni mínum að þetta hafi nú klárlega verið steinull en ekki glerull. Viðurkenni fúslega þessu augljósu mistök!!!!! ...en ég hef ekki grænan grun hver munurinn á þessu tvennu er...

En afrek helgarinnar er sá að það er kominn hiti á húsið...vááá það er æði, nú fer alveg að komat heimilisbragur á þetta. Þurftum meira að segja að opna allt út til að stikna ekki úr hita. annað afrek ( sem ég sá um) er að nú er stóri ruslahaugurinn sem hefur farið sístækkandi frá upphafi framkvæmda er horfinn. Ruslaði þessu öllu upp á stóra kerru og fórum með á haugana þar sem við þurftum að borga 6000 kall fyrir að losna við herlegheitin. Það er etv engin furða þó að það beri svolítið á því að fólk sé að losa sig við gamalt dót fyrir utan nýbyggingar. Nágranni okkar tók eftir því um daginn að það var búið að setja hillur og ýmislegt annað dót sem hann kannaðist ekkert við í hauginn hans!!

En vonbrigði helgarinnar eru þau að málarakarlarnir sem ætluðu að sparsla neðri hæðina afboðuðu sig í gær....þvílíkir lúsablesar, afboða á síðustu stundu. Svo nú er bara að bíta í það súra epli og græja sparslið sjálfur. Mig sem var farið að hlakka svoooo til þess að láta þá sjá um þessi mál og ég myndi síðan mála um næstu helgi og svo og svo og svo flytja inn. Ohhh þvílík vonbrigði.

En þýðir ekkert að vola, bara skella sér í gallann og hefjast handa. hver veit nema ég finni nýtt hlutverk fyrir sparslið... etv er hægt að nota það í stað vax meðferðar....læt ykkur vita.

Kv Freyja

4 Ummæli:

Þann 25 ágúst, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

duglega duglega kona :)
já það er spurnig hvað hægt er að gera við sparslið , ætlaði að stinga uppá að sparsla í allar misfellur í fésinu en steinullin er greinilega búin að slétta alveg úr fésinu svo þess er ekki þörf
kanski bara hægt að sparsla í appelsínuhúðina :)

kv ólöf skólastelpa

 
Þann 26 ágúst, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ef að þú færð þér bíltúr til nafla alheimsins að þá þarftu ekki að borga fyrir að henda rusli, alveg sama hvað það er eða heytir.

 
Þann 27 ágúst, 2008 , Blogger Freyja sagði...

getur þú sent mér leiðarlýsingu til naflans, þeir eru nefnilega nokkuð breytilegir eftir því við hvern maður talar.

kv Freyja

 
Þann 27 ágúst, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Frábært hvað gengur vel hjá ykkur með húsið, þið eruð sko ýkt dugleg :-)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim