Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, maí 16, 2008

Hver sér eiginlega um þessa síðu....hér gerist ekki rassgat!!

Er líklegast því að kenna að það er ekki komin nettenging í Urðarbrunninn. Erum þar flestum stundum og alltaf þar á milli líka. Gumminn hefur verið í fríi núna í vikunni og það tókst að steypa gólfið á efri hæðina í gær. Var mikið stress í gangi og mikill hamagangur í öskjunni...þoldi ekki álagið og flúði heim með krakkana. Úffff hvað það tekur á taugarnar að steypa!! Það er búið að kalla út aukamannskap austan af Hornafirðinum til aðstoðar við að koma þakinu á húsið núna um helgina....svo ef þið hafið ekkert að gera og þráið að komast í byggingarvinnu þá er af nógu af að taka...finn verkefni við allra hæfi.

Gerist annars mjög lítið annað hjá okkur en húsbyggingar svo erum við líka alveg að fara að flytja í Kópavoginn til tengdó, ohhh það verður æði. Er komin með upp í kok af sambýlinu í Eyktarásnum. Er byrjuð enn og aftur að pakka, ákvað að taka allt sem ekki þyrfti að notast á næstunni og stakk því í kassa...gleymdi að gera ráð fyrir því að gestir þurfa að sjálfsögðu kaffisopa á morgnanna svo þeir komist í gírinn, pakkaði kaffikönnunni niður neðst í einhvern kassann og af því að ég er svo skipurlögð þá merkti ég engann kassa svo ég hef ekki grænan grun hvað leynist í hverjum kassa. Það verður svo spennandi að taka upp úr kössunum þegar þar að kemur.

En þið vitið hvar okkur er að finna um helgina...

hils Freyja

1 Ummæli:

Þann 16 maí, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ sæta mín

Við rennum á ykkur með kaffí í brúsa ;)

Kveðja Vala

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim