Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, febrúar 22, 2008

Honum syni mínum er ekki fisjað saman

Hann er nokkuð skondinn strákur sem þýtur óðfluga inn á "terribletwo" aldurinn góðkunna. Kynntist þessum tegund af tveggja ára aldri í Danmörkinni af litla frænda mínum (já eða foreldrum hans). Þessi aldur er svo skemmtilegur þar sem þau eru að feta sig áfram í sjálfstæðisbaráttunni, má ekki leiða, hjálpa eða aðstoða á neinn hátt. Í gær fórum við í heimsókn til vinar hans sem er litlu eldri en mun skynsamari. Fórum í smá göngu og á einum stað komum við að mjög bröttum grasbakka. Sá skynsamari fór þar sem bakkinn var ekki eins hár og fikraði sig niður brekkuna afturábak, en minn gaur tók stímið beint niður mesta brattann, flaug að sjálfsögðu beint á hausinn og kútveltist niður alla brekkuna. Varð þó ekki meint af flugferðinni og þaut eins og eldibrandur í átt að tjörninni þar sem hann ætlaði að fanga gæsirnar sem voru þar á vappi en varaði sig ekki á tjarnarbakkanum svo minnstu munaði að þetta yrði sundferð hjá okkur!

Í gærkvöldi þegar við sátum og vorum að ljúka við kvöldmatinn skildi ég ekkert hvað hafði orðið um hnífapörin hans, fann þau hvergi hvernig sem ég leitaði. Var hinsvegar fullviss um að hann hefði ekki farið frá borðinu í millitíðinni. Kom í ljós þegar ég ætlaði að gefa honum meiri mjólk hvar hann hafði falið áhöldin....hringlaði óvenjulega í mjólkurfernunni....

Eigið góða helgi

8 Ummæli:

Þann 22 febrúar, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Sniðugur snúður:), ég kannast við þessa lýsingu, svipar til örverpisins á þessu heimili hehe.

Kv. Björg

 
Þann 25 febrúar, 2008 , Blogger S r o s i n sagði...

Haha.. þeir eru svo fyndnir þessir félagar.

Mjólkin er náttúrulega afbragðs geymslustaður :) hihi

 
Þann 26 febrúar, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

heheheh frábært :)

hlakka til að hitta ykkur á ´föstudag

kv. ólöf

 
Þann 27 febrúar, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

HAHAHA, ég var ekki búin að lesa þetta þegar ég talaði um þetta sama í dag við ykkur Sigurrós:)

Greinilegt að maður er á svipaðri stöðu í uppeldinu á kvikyndunum.

Sjáumst snemma og seint á laugardaginn.

Guðbjörg.

 
Þann 29 febrúar, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

He he he,
kannast við þetta... Svana Karen á þessum aldri ristaði fjarstýringu í ristavélinni og setti plastskálar í ofninn og kveikti á. Alltaf að baksa einhvað sniðugt og mishættulegt.. en við endurskoðuðum brunatryggingarnar í kjölfarið ;)
Kv Anna Fríða

 
Þann 09 mars, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Nokkuð ljóst að þessi ungi frændi á ættir sínar að rekja fyrir norðan hníf og gaffal.... enda losar hann sig við slík tæki á mjög áhrifaríkan hátt.

Kv.

Kiðlingur

 
Þann 14 mars, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Á ekki að fara birta myndir af framkvæmdunum... Svo við hinir snillingarnir getum farið að spá og spegulera um hvort þetta sé nú eins og teikningar segja til um eður ei???? Er ekki búið að tíma setja innflutningspartýið?? bæ úr sveitinni fyrir norðan.

 
Þann 19 mars, 2008 , Blogger S r o s i n sagði...

Jæja, letiblóð... smá blogg í tilefni Páskanna, finnst mér við hæfi ;)

Hils pils.. Srós

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim