Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, janúar 27, 2008

Suma daga fer maður öfugumegin fram úr rúminu....

....en aðra daga fer maður kolvitlaust úr rúminu og allt of snemma. Allt þetta gerðist hjá mér núna í morgunsárið!! Klukkan hringdi og sýndi 6:20, ég á lappir, bursta, skjálfa, klæða, skjálfa meira, borða, pissa, skjálfa enn meir, finna lykla, nesti og síma hlaupa skjálfandi út í bíl og setja miðstöðina í botn og bruna sem leið liggur niður í 101 Reykjavík....á miðri Kringlumýrarbrautinni er mér ekki farið að standa á sama, engir bílar á ferli og ég enn skjálfandi....lít á klukkuna 5:45 úfffff helvítis klukkuskrattinn hefur fengið rugluna og ákveðið að vekja mig klukkutíma fyrir eðlilegan fótferðatíma....bölvaði hressilega og viti menn mér hitnaði ögn við það. Garðurinn er alltaf mjög skuggalegur snemma á morgnanna og núna var hann ennþá skugglegri er því farin að þrá að húsið fyllist af fólki.

Fer í rúmið klukkan níu í kvöld!!

3 Ummæli:

Þann 30 janúar, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Vaknaru klukkan 6:20...arrg!

Nú man ég af hverju ég flutti út á land. Ahh.. ég þarf bara að vakna klukkan 7:30 til að vera mætt í vinnu kl 8 ásamt börnunum í skólan.
Munur að þurfa bara að keyra í eina mínútu ... hmmmm... ég ætti kannski að labba.

VRO

 
Þann 03 febrúar, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Úff þetta kom einu sinni fyrir mig í denn þegar ég bjó á Höfn. Vaknaði og arkaði í vinuna kl 6 í frystihúsið. Var komin langleiðina þegar ég uppgötvaði hve allt var kyrrt og hljótt. Fattaði þá mistökin. Úfff það tók mikið lengri tíma að laumast heim aftur... E.V.T er þetta ættgengur andskoti... Bæ úr sveittini á ströndum.

 
Þann 05 febrúar, 2008 , Blogger Ofurpési sagði...

BAHAHAHAH :D

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim