Var óþarflega svartsýn í síðastu færslu...því ótrúlegir hlutir gerðust á þriðjudaginn. Rúnar gröfukall mætti á svæðið og var tilbúinn að grafa um leið og gaurarnir frá Reykjavíkurborg luku sér af að staðsetja húsið. Þurfti bara rétta að rista mosann ofan af jörðinn og þá var "holan" tilbúin!! Þá er núna bara að bíða eftir að hætti að snjóa svo hægt verði að setja nokkrar eðal steinvölur í botninn og fá Þorra þjappara til að gera gott undirlag fyrir kotið!! Svo nú setjum við aftur í bíðagírinn og hinkrum eftir því að veðrið klári þetta óveður og sendi okkur sól og blíðu!
Pésinn tók upp á því að vakna kl 12 í nótt og vaka til 3 og glaðvaknaði síðan þegar ég fór á fætur kl 6. Vááá hvað hann var í miklu banastuði drengurinn. En mamman þarf aðeins meira en 3 klst svefn svo hún funkeri!! Ég pant rotast í sófanum í kvöld!
þar til síðar Freyja
3 Ummæli:
Ohh, ég er á sömu nótum.. reyndar fékk Jónas Nói æluna í gærkvöldi svo þegar hann náði að dorma (sem var nú ekki fyrr en undir morgun) þá vaknaði stubburinn. Held ég hafi sofið kannski samfleytt í tvo tíma.
Fer að panta mér hótelherbergi upp í sveit með allri hugsanlegri þjónustu og fara ALEIN og BARNLAUS... skil bara eftir brjóstin svo einhver annar geti gefið stubb. :S
Þessi Rúnar gröfukall er hann kannski maður frænku Aronar ;) En það er sama hjá mér og Sigurós að Tinna mín var ælandi í alla nótt og sefur loksins núna.
Kv. Björg M
Loksins er ég komin heim, ísköld með hor niðrá höku.
Ég hélt að fyrsta skóflustungan væri í dag. Mætti með rauðvín og meððí en greinielgt að það var ekki í dag.
En ég lýg, hlakka til að kíkja í slottið.
Guðbjörg.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim