Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Daginn daginn

Þá eru lengstu og dimmustu mánuðirnir framundan, janúar og febrúar. Þrátt fyrir að sól sé farin að hækka agnarögn með hverjum deginum þá finnst mér þessir mánuðir alltaf vera hálf blautir og hráslagalegir í borg óttans. Það er líka erfitt að koma rútínu á liðið ss vakna á morgnana, fara snemma í bólið og læra heima. Þetta er alltaf mikil átök eftir ljúfa jólahátíð. Við héldum jólin hátíðleg hjá mömmu og pabba og að vanda var það svakalega huggulegt. Húsið skreytt hátt og lágt, eðaljólamatur etinn á aðfangadag og alla hina dagana. Veðrið í Hornafirðinum var frábært stilla og frost, við krakkarnir fórum út að renna við hvert tækifæri. Pésinn orðinn svellkaldur á sleðanum og brunar niður bröttubrekku í Stórhólnum, fékk reyndar líka nokkrar flugferðir og endaði oftar en ekki með nefið beint í snjóskafl. En hann er jaxl og harkaði þetta af sér til að geta farið aðra ferð. Hann fékk líka þann lúxus að vera dreginn upp aftur, systir hans nýtur ekki sömu forréttinda og var því að klýfa hólinn sjálf ásamt mömmunni. Fórum örugglega meira en 100 ferðir!!

Gumminn vann bara og vann yfir jólin, er komin í gírinn og því sést hann enn sjaldnar á heimilinu. Nú styttist óðum í að fyrsta skóflustungan verði tekin....ég veit að ég er búin að segja þetta oft, en nú held ég að þetta fari alveg að koma....bara lige om lidt.

Gærkvöldið var það fyrsta síðan við komum að austan sem Pésinn gat sofnað fyrir sprengingum. Það hafa verið stöðugar sprengingar í Árbænum undanfarin kvöld og hetjan mín hættir þá að vera hetja og gerist vælukjói. Nema í gærkvöldi, úfff hvað það var ljúft. Gat lesið í ró og næði fyrir sólina og farið í sturtu án þess að hafa allt crúið með!! lúxus.

Ég er viss um að árið verði gott byggingarár og var áramótaheitið að komast inn í höllina á árinu 2008!!

Hafið það gott í bloggheimum

2 Ummæli:

Þann 09 janúar, 2008 , Blogger S r o s i n sagði...

Þið komist inn í höllina, hef fulla trú á því!

 
Þann 20 janúar, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Tel það enginn spurning að þið komið til með að halda jólin 2008 í nýju húsnæði.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim