Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, desember 18, 2007

Pöddulíf....

....á kaffistofunni. Ojjjjjbjakk. Í morgun þegar ég kom í vinnuna í morgun tók ég eftir nokkrum dauðum litlum pöddum í kringum vaskinn...fór að svipast um og hvað fann ég , heila herdeild af vel útblásnum og spikfeitum pödduskrímslum. Eftir nokkrar mínútur í öskrum og píkuskrækjum ( sem fylgir að sjálfsögðu ókeypis með!!) fórum við Benný á fullt með að þrífa allt hátt og lágt og fundum að lokum uppsprettuna. Sökudólgurinn var gamall kornflex álstaukur sem hefur staðið upp á skáp í fleiri ár. Ofaní stauknum var gomma af útblásnum pödduskrímslum og meira að segja nokkrum ormum ...þessu fylgdu að sjálfsögðu enn fleiri öskur!!! Þvílíkur vibbi. Þetta hefur örugglega fengið að grassera þarna í ófá ár. Tók okkur dágóðan tíma í að manna okkur upp í að klára dæmið og koma pöddunum fyrir kattarnef. Nú hefur kaffistofan verið þrifin hátt og lágt!!

Lítið að frétta af fjölskyldunni, höfum skellt okkur í íslenska gírinn okkar og hittumst eins lítið og við mögulega getum. Borðum etv saman 1-2 x í viku, yndislegt. Gummi kemur yfirleitt heim eftir að við hin erum sofnuð, ætli þetta ástand eigi ekki eftir að vara þar til búið er að byggja slotið okkar...hvenær sem það verður nú!! ja ekki nema ég nái að draga bóndann aftur með mér út í lönd....eða út á land......hver veit hvað mér tekst!!

hils á línuna Freyja

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim