Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, apríl 24, 2008

Nýjar myndir af höllinni....


Hér sjást nýju gluggarnir sem við settum í bílskúrinn síðustu helgi



og hér sjást þeir enn betur....

líka komið gólf..


allt að gerast eins og sést. Núna eru einingarnar fyrir efri hæðina komnar á staðinn og verða vonandi settar upp í lok vikunnar eða byrjun næstu. Þá er bara að smella þakinu á og flytja inn...já eða þegar búið er að steypa gólfið, leggja raflagnir og pípulagnir og allt hitt sem ég kann ekki nefna!!

Í tilefni sumardagsins fyrsta erum við Pésalingur heima þar sem sá síðarnefndi er lasinn enn eina ferðina. Gleðin er við völd á heimilinu eins og þið getið ímyndað ykkur.

Gleðilegt sumar alle sammen

3 Ummæli:

Þann 24 apríl, 2008 , Blogger S r o s i n sagði...

Gleðilegt sumar!

Já, við erum hérna í pestarbæli líka... aftur :S

 
Þann 25 apríl, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta poppar bara upp hjá ykkur. Kíkti einmitt þar hjá í gær en enginn var "heima".

Kv. Björg M

 
Þann 26 apríl, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Sæl elsku þið. Það er spennandí að fylgjast með öllum herlegheitunum Gangi ykkur sem best. Kærar kveðjur frá okkur öllum fyrir norðan hníf og gaffal.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim