Húsbygging...
Mikið af fersku fjallalofti ásamt töluverðum mokstri ásamt dass af hjólböruaksti er það sem einkenndi nýliðna helgi. Það var tekið vel á því í Urðarbrunninum og öllu tilkastað. Börnum, Unglingum og eldri mönnum var þrælað út alla helgina í brunagaddi og roki. Launin voru varla mönnum bjóðandi....lambalæri á sunnudagskvöld....þetta gerðu menn sér að góðu og segjast mæta aftur síðar...þetta er þaulvanir þrælar af ströndunum!
Helgin fór sem sagt í það að moka út úr húsinu nokkrum tonnum af eðalstórgrýti. Mörgum hjólbörum keyrt út og inn komið með eðalsand í stað stórgrýtisins. Náðist nánast að einangra öll gólfin og setja vatnslagnirnar að mestum hluta. Í dag verður vonandi klárað að járnabinda og ég fæ heiðurshlutverk við að moka inn smá slatta af sandi-eingöngu gert til þess að ná harðsperrunum úr mér!! Hressandi. Það sem er síðan næst á dagskrá í þessu eilífðarverkefni okkar er að steypa botnplötuna í lok vikunnar.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim