Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Smámæltur indverji

jamms hafið þið heyrt í indverja tala ensku. Flestir sem ég hef heyrt í tala frekar fyndna ensku, með svona fyndnum áherslum. Einn fyrirlesarinn í dag var indverji og var i ofanálag roþalega þmámæltur. Ég var oft næþtum búin að skella upp úr. Gat bara eiginlega ekki einbeitt mér að því sem hann var að segja. Óþægiþegt.

En ég er semsagt þessa vikuna á kúrsi sem er um tæknina sem ég er að vinna með. Ég var búin að gleyma hvað það er erfitt að setjast niður og eiga að taka eftir því sem er að gerast hjá fyrirlesaranum í 8 klst. púff.

Við Ársól fórum á fyrstu skautaæfingu okkar.....(vona að þær verði fleiri) Þetta er námskeið fyrir byrjendur og við mættum galvaskar á svellið. Kom nú í ljós þegar leið á tímann að þetta er nú fyrir þrautvana skautara. Við áttum að snúast í hringi, hoppa og gera svona rosa listskautaæfingar allan tímann. Ég var sko ekki að geta þetta. Ársól kautaði bara fram og til baka og skemmti sér vel. Ég var þokkalega búin á því þegar við komum heim, var örugglega sofnuð á undan henni.

föstudagur, ágúst 27, 2004

Vær sød ved dine børn - de skal vælge dit plejehjem en dag!!

Til de af os, der har børn i vore liv, uanset om det er vore egne, børnebørn, niecer, nevøer eller elever. Her er noget for os alle.

Når dine børn er ude af kontrol, kan du trøste dig med tanken om, at selv Guds evner ikke rakte til hans egne børn. Efter at have skabt himlen og jorden skabte Gud Adam og Eva.

Og hans første ord til dem var: "Lad være med det!".

"Lad være med hvad?" spurgte Adam.
"Lad være med at spise den forbudne frugt" svarede Gud.
"Forbuden frugt? Har vi forbuden frugt? Hej Eva, vi har forbuden frugt!!!!"

"Det passer ikke!"
"Jo, det gør!"
"Lad VÆRE med at spise frugten!" sagde Gud.
"Hvorfor?"

"Fordi jeg er jeres far, og fordi jeg siger det!" svarede
Gud, imens han undrede sig over, hvorfor han ikke havde stoppet
skabelsen efter at have lavet elefanterne. Kort tid senere så Gud
sine børn holde æblepause, og han blev rasende:

"Sagde jeg ikke til jer, at I ikke måtte spisen frugten?"
spurgte han.

"Uh huh," svarede Adam.
"Hvorfor gjorde I det så?" spurgte Gud.
"Jeg ved det ikke," sagde Eva.

"HUN begyndte!" sagde Adam.
"Nej, jeg gjorde ikke!"
"Jo, du gjorde!"
"NEJ JEG GJORDE IKKE!"

Gud havde fået nok, og hans straf var, at Adam og Eva skulle
have deres egne børn. Sådan blev mønsteret, og det er aldrig siden
blevet ændret.

Men der er trøst af finde i denne historie! Hvis du vedholdende og kærligt har forsøgt at indgyde dine børn visdom, og de ikke har taget ved lære af det, skal du ikke være for hård ved dig selv.

Hvis Gud havde problemer med at opdrage sine børn, hvad får dig så til at tro, at det skulle være let for dig?
Lidt at tænke over:

1. Du bruger de første 2 år af børnenes liv til at lære dem
at gå og tale.

Derefter bruger de næste 16 år på at bede dem om at sætte
sig ned og holde mund!

2. Børnebørn er Guds belønning for ikke at slå dine egne
børn ihjel.

3. Mødre til teenagere ved nu, hvorfor nogle dyr æder deres
unger.

4. Børn citerer dig sjældent forkert, når de gentager, hvad
du har sagt.

Faktisk gentager de som regel fuldstændig ordret, hvad du
ikke skulle have sagt.

5. Hovedårsagen til, at man holder børnefødselsdage, er at
minde dig om, at der findes børn, som er mere rædselsfulde end dine
egne.

6. Vi børnesikrer vore hjem - men de kommer ind alligevel.

Dagens råd
Vær sød ved dine børn - de skal vælge dit plejehjem en dag!!

Og sidst...

Hvis du har store spændinger i kroppen og får hovedpine, så gør, hvad der står på glasset med hovedpinepiller: Tag 2 og opbevar dig utilgængeligt for børn

Lítill strákur kominn í heiminn!

Sigrún og Skúli eru búin að eignast lítinn strák. Innilega til hamingju með það krakkar. Hlökkum til að hitta ykkur sem allra fyrst.

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Helgin kom og fór strax aftur og virkudagarnir eru að flýta sér að líða svo það geti komið aftur helgi. Já svona er þetta skrýtið, tíminn flýgur áfram. Við nýttum helgina vel, fórum í Egeskov sem er rosa flottur garður, þar vorum við eiginlega allan laugardaginn, sunnudagurinn var hins vegar notaður upp í kolonihave þar sem Gummi sterki og Freyja hetja kláruðu að klippa hekkið sem var ýkt mikið og stórt-eiginlega endalaust..... og keyrðum því síðan í burtu. Þetta voru tvær risa risa risa stórar kerrur pakkfullar. Fengum góða hjálp undir það síðasta þegar Gústi og Þóra kíktu í heimsókn. Ársól og Emelía lögðu líka sitt af mörkum en þær voru notaðar fyrir trétroðara, þar sem þær fengu það verkefni að hoppa eins og vitleysingar ofaná greinunum í kerrunni. Ekki leiðinlegt.

Í fyrradag ráku eyðsluklærnar okkar sig fram undan ermunum og tóku til hendinni... já við létum greipar sópa í verslunum bæjarins.......það voru keyptar gallabuxur á fjölskylduna og hrærivél handa Gumma. Þetta er sannkallað iðnaðarmannavél, þvílíkt mössuð og er mjög hávær. Ekki á það bætandi í þessa háværu fjölskyldu. Gummi er búinn að standa sveittur við það að baka og það kemur hver kakan á fætur annarri núna út úr ofninum. Nammmmm. Það þarf meira að segja tvo ofna til þess að anna þessu brjálæði, svo ofninn frá Sigurrós og Ingva er kominn í gagnið og núna keyra ofnarnir á fullu.

Góðar fréttir af mér, ég var að fá að vita það í þessum töluðu orðum að ég er komin með vinnu hérna á labbinu, hjá einum læknanna hérna. Rosa gaman. Þá er það bara smá höfuðverkur, ég þarf að segja upp vinnunni í grænmetinu. Púff ég hata allt svona að þurfa að segja upp vinnu dem hvað það er leiðinlegt, ekki að það sé svo skemmtilegt að vinna þarna en bara......erfitt. En ég get ekki verið á báðum stöðum í einu svo ég verð að velja annað og það er auðvitað hérna upp á spítala.

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Tí hí tí berrassaður kall í sundi

já það er ekki að því að spyrja hvað það er alltaf gaman að fara í sund. Í þetta sinn héldum við til Nyborg þar sem maður kemst í næstum svona íslenska sundlaug. Þegar við mættum á svæðið var Ársól auðvitað svöng svo það var byrjað á því að setjast niður og næra sig, á meðan á því stóð fer Gummi að fylgjast með kalli sem kemur labbandi meðfram allri sundlauginni (framhjá fullt af fólki) svo spyr hann mig hvort maður megi vera nakinn í þessu sundi? og í því kíki ég á kallinn og hann er að fara að stinga sér en tekur þá eftir því að hann hefur gleymt að fara í skýluna og hleypur inn í klefa aftur. Eftir smá stund kemur hannaftur kominn í þessa fínu sundskýlu. Ohhh vá hvað hann hefur verið utanvið sig maðurinn. Bara eins og einn kennarinn minn sem kom með skólatösku dóttur sinnar í skólann!! Svona getur gerst en við hlógum innilega að berrassaða kallinum.


sunnudagur, ágúst 15, 2004

Elsku pabbi til hamingju með afmælið í dag. Pakkinn þinn stendur enn á eldhúsborðinu, hann kemst vonandi til skila mjög fljótlega.....

Helgin í hnotskurn

Var með heimþrá alla helgina....ekki gaman. Ekki það að hafi verið eitthvað ýkt leiðinlegt hérna, langaði bara að skreppa heim og hitta alla ættingjana sem voru að hittast fyrir austan. EN það er bara eins gott að maður fái heimþrá annað slagið, hottt fyrir sálina...(ein að reyna að hughreysta sjálfa sig). EYdís og fam og Ása og fam voru hjá mömmu og pabba núna um helgina og þá langar manni líka að vera með.

Gummi var að vinna um helgina og við Ársól höfðum rosa gott. Fórum í Friluftsbaðið. Sem er sundlaugagarður hérna rétt hjá, lágum þar og létum fara vel um okkur. Á sunnudaginn hjóluðum við síðan í búðina og fylltum hjólavagninn af vörum, vorum svo síðan svo klárar að við ákváðum að kíkja í kolonihaven, og það biðu vörurnar í vagninum í 4 klst, allt var orðið frekar soðið þegar við komum heim, heit mjólk nammm.

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Ég var að setja inn myndir frá því í sumar, td frá ferðinni til Tékklands, á reyndar eftir að framkalla helminginn af filmunum, það er svona að vera svona gamaldags, filmur og vesen.... Kíkið endilega á myndirnar

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Úff púff lyktin, það mætti halda að ég væri flutt í nágrenni efsta leytis, því það er algjör bræla hérna inni. Öll íbúðin angar af indælis hass ilmi.....hóst hóst hóst. Er farin að halda að kallinn hliðiná sé að farinn að reykja inn í íbúðana hjá mér. Óþverri.

Var að fá skemmtilegar fréttir en þær eru að ég má taka þátt í kúrsi sem verður keyrður í lok mánaðarins þrátt fyrir að ég er ekki PhD nemi jibbííí. Eins og það sé eitthvað geggjað skemmtilegt að fá að vera með, en það er það...alveg satt. Gummi var rosa duglegur í dag og réðst í það ómöglega, þe að klippa tréin niður bak við húsið okkar, keyrum örugglega mörgum kerrum á haugana um helgina....plúff

Annars gerðist leiðinlegt núna seinnipartinn, kisan sem við erum búin að vera að passa núna í 14 daga týndist frá okkur og vitið hvað, eigendurnir komu heim einmitt í dag. Ekkert smá leiðinlegt að hafa enga kisu handa þeim til að senda með þeim heim. Vona að kisa skili sér heim í nótt. Fáum örugglega aldrei að passa hana aftur.

þar til síðar...pís man...úúúú

mánudagur, ágúst 09, 2004

Orsök hitabylgjunnar í Danmörku er fundin...

Það er svo sannarlega búið að vera hitabylgja hérna hjá okkur, hitinn um 25-30 C. Þvílíkt gott veður eftir endalausar rigningar. En nú er orsök hitabylgjunnar fundinn, hitinn er talinn eiga upptök í kolonihúsahverfi ekki langt frá RRK-kollegienu. Og þegar betur var að gáð kom það í ljós að Guðmundur stórlax Pétursson er búinn að fjárfesta í langstærsta GRILLI sem margir hafa augum litið. Þegar hann kveikir á því hækkar hitinn í Odense samtímis um 5 gráður. Og þá er bara spurningin hvort Ingvi láti þetta gott heita eða komi með annað mótspil..........hvernig er það lækjasmárafólk er von á hitabylgju þarna í Kópavoginum bráðlega?

Ekki hefur tekist að ná mynd af gripnum sem veldur öllum þessum hita, en það verður vonandi innan skamms.

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Þvílíkt geggjuð helgi

Ekki hægt að segja annað. Við fórum í strandcamping á Bösöre strand. Fórum á föstudaginn og fundum þetta 5 stjörnu tjaldstæði, já það eru gefnar stjörnur í þessu líka og þetta átti alveg þessar 5 réttilega skilið. Rosalega flott leiksvæði og sundlaugagarður og svo var ströndin bara rétt við tjaldið. Svo helgin var notuð til þess ýtrasta, vaknað kl 8 til þess að fara í leiktækin og allt hitt varla tími til þess að setjast niður, allavega fyrir yngstu kynslóðina. Anna Kristján og Tómas komu svo á laugardag og við skemmtum okkur konunglega. Komum heim seinnipartinn í dag og erum eins og áður sólbrún...nei brennd. En það venst nú. Besta við það er að þessi staður er aðeins í 40 mín fjarlægð héðan, svo við eigum alveg örugglega eftir að fara aftur. Kristján sýndi ótrúlega takta með flugdrekann og´sérstaklega þegar hann var kominn á vindsængina og lét drekann draga sig. Ársól og Tómas sulluðu í sjónum í allan dag, fundu krabba og sulluðu meira.

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Sólbrún........................sólbrunnin

held að það síðarnefnda sé niðurstaða dagsins, því það vill nú svo skemmtilega til að mér tekst ekki að verða sólbrún. En í gærkvöldi blöstu afleyðingar strandferðarinnar við mér, eldrauð og hvergi brúnn blettur. Ég skrópaði í vinnuskólanum mínum og fór með Ársól í skólann, svona þar sem það var fyrsti skóladagurinn í gær. Þau fengu nýjan kennara, meira að segja tvo kennara, nýja stofu, borð og stóla. Þvílíkt spennandi að vera komin í 1.c. Loksins. En fyrsti dagurinn var sem betur fer stuttur, því það var bongóblíða. Svo í stað þess að fara í skólann (minn) þá fórum við bara á ströndina, þvílíkt kæruleysi. Sjórinn var reyndar í kaldari kantinum og Gummi hæna gat ekki farið út í.....híhíhíáþig. En við mæðgurnar uðum lengst útí sjó, þótt við værum alveg að krókna. brrrrrrr. Auðvitað úðaði ég á mig sólarvörn eins og ég ætti lífið að leysa en allt kom fyrir ekki ég þarf einhver rótækari ráð ef ég á að sleppa, hmm kannski ég taki upp siði múslimana og fari í sund í öllum skrúðanum sem þær bera alla daga. Vááá nei þá verð ég nú bara að sólbrenna smá. En ótrúlegt en satt þá tókst Gumma að brenna meira en ég, hélt að honum tækist þetta nú ekki. Hann var nefnilega með töffarastæla og vildi ekki fá (kellinga) krem á sig og hvað gerist.....hann er eins og karfi.

Í dag er ég sem sagt að vera rosa dugleg - eins og sést.

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Sól sól skín á mig......

þetta sungum við Ársól hástöfum í göngutúrnum í gær. Það rigndi eldi og brennistein á okkur þar sem við spókuðum okkur í skóginum. Og viti menn þessi söngur virkaði því í gærkvöldi (þurftum reyndar að bíða þangað til) þá byrjaði sólin að skína. Við skunduðum því upp í koloni og grilluðum bæjarins bestu pylsur, ss pylsur med ss sinnepi sem ársól færði okkur namm namm. Við gistum líka uppfrá og höfðum það svaka kósí í gærkvöldi. Gummi fór síðan eldsnemma í vinnu og við mæðgur sváfum langt frameftir. Fórum síðan í hjólaferð þar sem ársól púfukeyrði ´nýja flotta reiðhjólið sitt. Í dag er búið að vera geggjað veður og sólin er sko sannarlega búin að svíða okkur hérna. Skruppum i Fötex til þess að fjárfesta í sundlaug sem var blásin upp og fyllt hérna úti í garði. Ahhh rosa gott að kæla sig þar í hitanum.