Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, mars 30, 2005

Það hlaut að koma að því...

hann er kominn með bláa fiðringinn...vona allavega að það sé ekki sá grái strax...

En allavega þá átti ég ekki orð þegar ég kom heim úr vinnunni í gær, þessi líka kaggi komin á heimilið. Júbbbs hann fór í búðina og fjárfesti í nýjum bíl. Ekki nema það þó, samt er þessi frekar smár, hávær og gengur fyrir batteríum. Í leikfangakassann er sem sagt búið að bætast við fjarstýrður bíll. Púffff. Gummi plataði Ársól með sér í gær út á plan svo hann gæti leikið sér með bílinn. Gat auðvitað ekki farið einn út að leika. Grey Ársól mátti varla prófa því pabbinn var í ham á fjarstýringunni. Núna er síðan búið að umturna stofunni svo hægt sé að vera í bílaleik um alla stofu án þess að rekast í öll húsgögnin. Ætli hann verði ekki búinn að setja húsgögnin á Loppumarkað á morgun þegar ég kem heim....

laugardagur, mars 26, 2005

Hollur og staðgóður morgunmatur....

Páskarmorgun...nammmmm. Vöknuðum auðvitað eldsnemma og vorum dregin á fætur til að leita af páskaeggjunum. Ársól var sú fyrsta sem fann eggið sitt, vel falið undir rúminu hennar. Tók alllangann tíma þar til leitarhundarnefið mitt þefaði upp mitt páskaegg, sem var falið í gítartöskunni. En enn lengri tíma tók það fyrir Gumma að hafa upp á sínu eggi. Við þuftum meira að segja að gefa honum fullt af vísbendingum, en það endaði með að hann rak tærnar í það, þar sem það var falið inn í ryksugunni....besti staður í heimi. Þurftum að segja heitur kaldur...þar til hann stóð ofan á ryksugunni....

Hérna koma málshættirnir fyrir þig mamma:

Ársól: Sá á kjörin sem kastar stærst
Freyja: Teldu vini þína þegar þú ert í nauðum staddur
Gummi:Sá gefur mest sem minnst má

Núna er allur systkinahópurinn minn heima á Hornafirði hjá mömmu og pabba. Og hvar er ég?? Jú allavega ekki þar. Alltaf er ég einhversstaðar annarsstaðar. Væri nú alveg til í að geta skroppið til þeirra já og ég tala nú ekki um ef ég fengi að fela páskaeggin þeirra hehehe þá myndu allir leita fram eftir degi. Það er annars orðið ferlega langt síðan við höfum hist öll, bráðum 3 ár. Allt of langur tími. (snöggt snöggt heimþrá ) En við huggum okkur við það að borða páskaegg í morgunmat og kók og horfa á imbakassann eitthvað fram á morgun.

miðvikudagur, mars 23, 2005

Páskafrí

Við erum í páskafríi núna og að því tilefni erum við heima með lasna stelpu.... gaman gaman. Vona að hún hristi þetta af sér og verði hress áður en páskafríinu líkur....

mánudagur, mars 21, 2005

Frábær helgi liðin

Fengum þessa líka góðu gesti í heimsókn núna um helgina. Sigurrós og Ingvi komu til okkar á fimmtudag og fóru í dag mánudag. Búið að vera frábært að hafa þau: Búið að kíkj aí flestar búðir bæjarins og við gátum meira að segja dregið karlpeninginn með okkur, þrátt fyrir að annar væri haltur og hinn með bráðaofnæmi (fyrir búðum!!) Stóðu sig eins og hetjur og studdu hvorn annan í gegnum búðirnar...svona haltur leiðir blindan dæmi. Við skvísurnar tókum búðarmaraþon og stóðum okkur svo sannarlega vel, komum heim með eins sokka- fallega græna. Vorum næstum búnar að kaupa samskonar jakka og ég kom heim með bleik stígvél...ÆÐI. Er meira að segja búin að prófa þau hérna úti í garði og þau virka.

Í gær urðum við svo að rifja upp alla antikrúntanna sem við höfum tekið hérna um Fjón og kíktum á nokkrar sölur. Við Gummi komum heim með fullt skott af drasli og vorum hæst ánægð með það. Ársól er búin að vera á hálfgerðum vergangi þessa helgina en hefur ekki haft það slæmt, fór í heimsókn til Júlíu og gisti svo hjá Natalíu. Þær fóru í bíó og á makkann, ekki amarlegt það. Var hæstánægð með að losna við foreldrana í smá tíma.

Takk fyrir komuna krakkar, vona að þið komið sem fyrst aftur.

miðvikudagur, mars 16, 2005

Úfff mér leiðist...þá er best að deila því með ykkur, ekki satt. Allir hinir fóru á ráðstefnu til Köben nema ég...ég er eins og öskubuska skilin eftir heima og látin þræla á meðan hinir skemmta sér í stórborginni....Svindl. En versta við þetta að labbið mitt er algjörlega tómt, ein og ein hræða á stangli. En ég fer bara næst... mátti reyndar alveg koma með en ég vildi frekar vinna, harkan maður. Sá á völina sem á kvölina nei bíddu hvernig var þetta.

síja leiter

þriðjudagur, mars 15, 2005

Er ekki búin að geta bloggað í marga daga vegna íþróttaskaða....hehe Hendurnar á mér urðu fallega brúnar en núna eru þær eiginlega bara einhvernveginn blábrúnar...sem er ekkert rosa flott. Lítið að gerast á þessum bænum en þa breytist strax á morgun þegar við fáum gesti, jibbííí. Sigurrós og Ingvi halti ætla að koma í heimsókn og það verður sko mikið gaman. Á örugglega eftir að komast í ærlegt búðarráp með skvísunni. Eigum sko eftir að máta og máta og máta...og gera eitthvað fullt skemmtilegt.

Ég íþróttagarpurinn fór í boldtræning í gær, þetta er ekkert smá hallærislegt, fyrir 2 árum hefði ég pottþétt ekki fýlað þetta, en þetta reynir rosa vel á og er bara nokkuð gaman, ætla bara rétt að vona að enginn sem ég þekki reki hausinn þarna inn meðan við erum að gera þetta...pínlegt.

Við fórum á foreldrafund á mánudaginn í skólanum henar Ársólar, hún er búin að sýna rosalega miklar framfarir í skólanum og kennararnir hennar eru mjög ánægðir með hana. Allt rosalega pósitívt og gaman. Þau eru líka hætt að fara í kleinu þegar hún segir eitthvað í tímum, lítil mús sem við eigum hérna, sem elskar að leysa stærðfræðiþrautir ( það hefur hún ekki frá mér...).

Annars erum við búin að kaupa flugmiða fyrir familíuna í sumar á Íslandið, Gummi garpur fékk heimþrá og þá er ekki nema eitt að gera fara heim og anda að sér sjávarloftinu og fjallailminum. Ársól ætlar að fá að fara aðeins á undan okkur og vera hænsnagæslustelpa í nokkra daga hjá ömmu. Fýlar það í tætlur.

Það er nú það...

fimmtudagur, mars 10, 2005

Áááááááááá mér er svo illt í tönnunum mínum...nei ég meina höndunum mínum.

Dííí maður lifandi, ég fór á mína fyrstu blakæfingu í gær og áááóóóííí hvað það er vont, hvernig dettur fólki í hug að spila blak.... Ekki spyrja mig. Þetta var tveggja og hálfs tíma æfing bæði með strákum og stelpum svo það var svo sannarlega tekið á því. Held ég sé að verða of gömul fyrir svona sprikl. Lenti fyrst í liði sem var nú ekki að fýla það að hafa svona nýliða með sér, en síðan komst ég í "betra" lið fólk sem var bara að hafa gaman af þessu en ekki í keppni...það var rosa gaman og ég er alveg að fýla þetta. Ætla sko pottþétt að mæta aftur.

Ekkert að gerast hérna vinnan tekur sinn toll og þá gerist eiginlega ekkert annað hérna hjá mér. Jú reyndar í gær var ég ýkt dugleg nei það var í fyrradag víst....þá fór ég í boltaleikfimi hehe en asnalegt nafn. Allavega þá eru þetta ætingar með risa bolta, áááá hvað ég er með miklar harðsperrur. Ég hélt nú að þetta gæti nú ekki verið mikið mál, leika sér með bolta í eina klukkustund. En þetta tekur nú virkilega á og ég með þvílíkar harðar sperrur. F'or síðan út að hlauplabba... (svona labb með ínimíniskokki...) eftir það fór ég síðan í afmæli og borðaði á mig allt það sem ég hafði kannski getað losað mig við...demn. Þetta er vítahringur.

Það er að koma helgi...

sunnudagur, mars 06, 2005

Ahhhh æði það er komin mánudagur...eina ferðina enn.

Flott helgi búin með geggjuðu veðri og sólskini, þá brosi ég allan hringinn. Fórum og borðuðum á okkur gat hjá Sigrúnu Hörðu og Jónasi, gerðum heiðarlega tilraun til þess að spila settlers...en díí við hlupum út með spilin og vorum búin að raða upp öllu spilaborðinu þá kom í ljós að það vantaði alla kallana og teninga í spilið.....ómg. Þið sem þekkið þetta spil vitið að þá er enginn séns að spila settlers án kallanna og teninganna. En auðvitað var Sigrún ekki af baki dottin og fann fram venjulega spil ( sem voru síðan ekkert venjuleg, heldur ýkt flott spil með myndum frá Íslandi, heimþrá heimþrá) og við tókum nokkrar umferðir í kana, ekkert smá langt síðan maður hefur spilað kana. Spilaði hann alltaf í síldinni fyrir langalöngu, í eldgamladaga.

Á laugardaginn skelltum við okkur í Svanninge bakker og prufukeyrðum sleðann hennar Ársólar í alvöru brekkum. Ýkt gaman og við Gummi fórum ansi margar ferðir og jafnvel þó svo að Ársól væri ekki með. Skemmtum okkur konunglega. Fór í ammæli hjá Guðrúnu hornfirðingi og Ólöfu útálandibúalíka, þær voru báðar tveirtveir og voru með svaka blaka partý. Gummi Óli (DJ GÓ) komst í DJ gírinn og stóð sig eins og hetja. Það var samt smá skrýtið að fara í partý í músikhúsið og ekki þekkja nema helminginn af fólkinu...

fimmtudagur, mars 03, 2005

Ekta hornafjarðarveður

Hérna er ekta hornahjarðarveður, frost, smá snjór og sól. Yndislegt, miklu auðveldara að vakna á morgnanna þegar er svona flott veður úti. Elska´ða.

Búið að púsla borðstofuborðinu og stólunum saman og þetta tekur sig bara rosa vel út í stofunni okkar. Eða hvað finnst ykkur...