Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, nóvember 28, 2005

Einn dagur sem heimavinnandi og ég er enn á lífi...

Já það var frekar undarlegt þegar ég fór á fætur í gærmorgun og þurfti ekkert að drífa mig af stað, kom hinsvegar hinu fólkinu af stað í sína skóla og ég... ég fór bara að hanga. Ekkert smá skrýtið, hvað á maður eiginlega af sér að gera þegar maður hefur allan heimsins tíma. Held að þetta sé nú ekki hollt til lengdar.

En eins og allir atvinnuleysingjar þurfti ég auðvitað að stússast í allan gærdag.. hehe byrjaði á að fara á Odense kommune með pappíra, skellti mér í leikfimi, kíkti örskot á nýfædda strákinn þeirra Gústa og Þóru, fór og hlustaði á Nete æfa fyrirlesturinn sinn og hlutaði á rökræður Lene og Torben, þá var klukkan orðin hálf fjögur og tími til komin að drífa sig að sækja Ársól í skólann, og koma henni heim í fljúgandi hálku, vorum í lífshættu á gangstéttinni þannig að við forðuðum okkur út á götu.

Komum heim heilu á höldnu eftir að vera búin að sjá einn mann fljúga á hausinn ( var reyndar pínu fyndið en það er bannað að fara hlægja þegar einhver er að detta). Átum afganginn af skúffukökunni ( það á maður einmitt skilið þegar maður er búinn að vera duglegur í ræktinni) og svo var farið að pína barnið með skólabókum, lesa bæði á íslensku og dönsku. Og svo var bara kominn kvöldmatur og dagurinn alveg að verða búinn. Púha hvað það er erfitt að vera heimavinnandi húsmóðir. Held ég verði að finna mér vinnu áður en ég geri útaf við mig í þessu starfi.

laugardagur, nóvember 26, 2005

Og það hófst...

Náði mér í nýja titil í gær og nefnist hann heimavinnandi húsmóðir...jibbbíííí. Varði ritgerðina í gær og þetta gekk allt saman fínt og ég er sæl og glöð. Þegar við komum heim í gærdag frá vörninni var ég svo uppdópuð af svokölluðu adrenalíni að íbúðin fékk aðeins að kenna á því og ég var eins og stormsveipur hérna um allt, bara til að losa um mestu spennuna, fannst nauðsynlegt að sópa og taka mesta ruslið, skipta á rúmunum og ýmislegt annað áður en ég gat sest niður. Fórum síðan út að borða á Marco Polo, ferlega huggulegt og gaman. Ég var búin að eyða allri orkunni hjá Gumma og var hann alveg búinn á því eins og hann hefði verið að koma úr prófi og steinrotaðist eldsnemma í gærkvöldi!!

En það er þá þannig núna að ég er búinn með skólann, loksins og er nú formlega orðin heimavinnandi húsmóðir sem verður auðvitað alltaf tilbúinn heitann kvöldmat þegar maðurinn kemur heim á kvöldin,.....hehe glætan.

Veit eiginlega ekkert hvað ég á að taka til bragðs á næstunni en er með alveg endalaus plön yfir allt sem ég ætla að gera sem ég hef trassað svo lengi., verð örugglega komin með leið á því eftir hálfan mánuð og farin að bralla eitthvað annað. Kannski núna sé rétti tíminn til að fara í hundatamningaskólann sem mig hefur alltaf langað að prófa, já eða keramiknámskeið eða málaraskóla já eða ljósmyndunarnámskeið og allt allt hitt sem ég er ekki búinn að gera. Finn ábyggilega eitthvað sniðugt að bralla.

Læt ykkur vita upp á hverju ég finn...

laugardagur, nóvember 19, 2005

Úbbbbbs mamma þú verður að koma aftur í heimsókn við erum búin með kleinurnar........

mamma og pabbi komu til okkar í síðustu viku og stoppuðu í nokkra daga, mammameðendalausuorkunasína dreif sig í því að steikja kleinur og ég hjálpaði pínulítið til ( þvældist líka mikið fyrir...eins og vanalega þegar ég er í eldhúsinu) hún steikti og steikti, alveg helling af dýrindir kleinum, sem áttu sko að endast langt fram á næsta ár en úbbbs þar sem við kunnum okkur ekkert hóf þá eru búnar að vera kleinur í öll mál og nú er svo statt að aðeins einn poki er eftir ( já nema GP hafi falið annan einhversstaðar þar sem ég ekki finn). hmmm og með þessu framhaldi í óhemjuhættinum þá verður þessi ekki lengi að hverfa. Var alveg búin að gleyma hvað það er gott að borða kleinur með kornfleksi í morgunmat, kleinur ofaná ristað rúgbrauð í hádeginu, kleinur með mjólk í drekkutímanum og kleinur með soðnum fiski í kvöldmat...nammmmmm

En er ekki málið að njóta meðan er og nú ætla ég að ná mér í eins kleinu og smyrja hana vel með smjöri eins og frændur mínir í Berufirðinum gera og gæða mér á þessu og ískaldri mjólk.

Verði ykkur að góðu

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Íslendingar borða SS pylsur....

nammmm er nefnilega í þessum töluðum orðum að hlusta á íslenska útvarpið í tölvunni og þessi auglýsing hljómaði í útvarpinu rétt í þessu. Og hvað...auðvitað langar mig ferlega mikið í ss-pylsur, já þrátt fyrir að klukkan er ekki orðin hálf tíu um morgun.... ég er ekki eðlileg. Fengum reyndar pylsur (ekki þó SS-pylsur) í gærkvöldi, þær voru ágætar en litu ekkert sérlega vel út þar sem bóndinn gleymdi sér aðeins við eldavélina og þær voru allar sprungnar og snúnar....

Annars er komin dagsetning á aftökuna:

25 nóvember kl 13:00 verð ég leidd fyrir aftökusveitina sem ætlar að kvelja mig og pína í ca 2,5 tíma og svo og svo og svo........... eftir það er ég búinn með skólann. Váááá loksins. En fyrst verður maður víst að komast yfir síðustu hindrunina....áður en maður getur farið að hlakka til hvað maður ætlar að gera eftirá.

En áður en þetta gerist allt saman þá ætla mamma og pábi kallinn að kíkja í heimsókn. Koma strax á morgun svo það er eiginlega síðasti séns í dag að taka smá skurk í tiltekt hérna á heimilinu...best að gera það seinna í dag........á morgun segir sá lati.

verið góð hvert við annað, það er svo gaman

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

góðan daginn glaðan haginn á föstudegi ( ég er ekki alveg með þetta á hreinu á ég að segja góðann daginn og glaðann haginn........arrrrrg ég er búin að gleyma þessum reglum sem Siggi Bjöss og fleiri kenndu mér á sínum tíma...mamma hjálp, lika þetta hvenær segir maður mér og ekki mér....mér langar...)

Er að prófa nýju fínu tölvuna mína sem við fengum í gærkvöldi. Áttum að fá hana í fyrradag en eitthvað klikkaði hjá þeim svo við fengum hana í gær. Rosa fín tölva-ekki labtop, bara venjuleg heimatölva. Ég er svo gamaldags, vil bara hafa svona gamaldagstölvu sem er bara á einum stað en ekki á eilífu rápi út um allt hús.....Eina sem ég veit um tölvuna er að þetta er dell og hún er hvít....eins og bíllinn minn hann er grár og heitir toyota...veit ekki meira um þessi mál. Nenni ekki að fá hausverk yfir smáatriðum eins og gígabæt og svoleiðis aukaatriðum....aðrir á þessu heimili sem sjá um það.

Annars er allt í ljúfu og ekki amarlegt að það er að koma helgi eina ferðina enn, ætla að fara í stelpubíóferð í kvöld jibbííí sjá stelpumynd. Svo eigum við von á húsfylli næstu helgi, þegar ma&pa og familian í Köben ætla að bregða sér af bæ og kíkja yfir á eyjuna okkar, Fyn.

Látið ykkur líða vel um helgina hilsen