Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, júní 23, 2004

Stórafmæli

Hann tengdapabbi minn á afmæli í dag, hann er 60 ára í dag kallinn. Til hamingju með daginn Pési, vona að börnin og konan stjani við þig í dag. Annað afmælisbarn í dag er pabbihennarSigurrósar, til hamingju með daginn Hallgrímur og takk fyrir
hjálpina í gær.

Kveðjustund

Mér finnst ég alltaf vera að kveðja einhvern, og það finnst mér ekkert svakaleg skemmtilegt. Um daginn voru það Björg Aron og Birgitta, síðan Ása, Helgi og Birgitta og núna enn fleiri. En ég verð bara að taka hana Línu langsokk mér til fyrirmyndar og hugsa að ef maður kveður engann þá upplifir maður aldrei gleðina og tilhlökkunina við að hittast aftur. Djúpt ekki satt.

En í gær vorum við að kveðja Grétar sem er búin að vera hjá okkur í viku og við vorum líka að kveðja Nökkva Rey sem er að flytja til Íslands. Allt frekar erfitt, þau félagarnir Ársól, Nökkvi og Davíð voru að kveðjast og þá kallar Nökkvi til Davíðs " eigum við svo ekki að leika á Íslandi" alveg eins og þeir væru að fara að hittast á morgun. Svona er þetta fólk og það er líka eins gott að taka svona hlutum létt því annars væri lífið frekar erfitt.

Ársól fór síðan í klippingu til Sigurrósar og það var tekið vel neðan af því, veitti nú ekki af að stytta lubbann á þessu flókatrippi.

Ársól er búin að fjárfesta í myndavél sem hún ætlar að taka með sér til Íslands, þe ef hún verður ekki búin að klára filmuna (þar sem þetta er bara einnota). Eitt af því sem hún ætlar að taka mynd af er afi hennar í baði (já ég veit ekki hvaðan hún fékk þessa hugmynd!!) En það er afi hennar hann Pétur sem á að vera fyrirsætan. Hún tilkynnti ömmu sinni þessar fréttir um daginn og ég held að hún hafi hlegið sig máttlausa. Annars er mikið talað um þessa íslandsferð og allt hvað hún ætlar að passa hænurnar hjá ömmu á Hornafirði, og fara í álfahúsið og dúkkuhúsið og taka með sér vinnuhanska til að geta hjálpað afa að smíða og baka kleinur með ömmu og allt og allt og allt. Váááá hvað menn ætla að gera mikið. Mamma þú verður örugglega búin á því eftir þessa daga.

þriðjudagur, júní 22, 2004

Bloggedí blogg

Ég er nú frekar löt á þessari bloggsíðu..

En það sem er helst í frétturm er að við erum búin að prófa að vera með ungling á heimilinu núna í eina viku. Get nú alveg sagt það að ég hélt að það væri meira mál. Hélt að allir unglingar væru ýkt skapstyggir og erfiðir. En Grétar er ljúfur sem lamb og ekkert mál að hafa hann í heimsókn. Ársól spurði hvort við mættum ekki bara eigann. Er náttúrulega rosa fínt að hafa svona stórann frænda sem er hægt að slást við.

Erum búin að fara í zoo og í LEGOLAND þar sem var áætlunin að tjalda, en vegna kulda var hætt við það og keyrt hei aftur eftir góðan (blautan) dag í LEGOLANDI. Fórum síðan á sunnudag í ljónagarðinn, rosa flottur garður með fullt af dýrum sem var gaman að skoða. Erum síðan búin að hafa það gott. Ég er eitthvað að myndast við að vera í vinnunni en geri nú eiginlega sem minnst.

Framundan er síðan partý á föst. hjá Gumma og Bryndísi þar sem á að kveðja Sigurrós og Ingva með stæl. Síðan á lau er stefnan sett á Skagen með Sigga og Gerðu og Melkorku og Frikka. Í framhaldi af því ætlum við að keyra eitthvað niður í Evrópuna. Sjáum hvað við endum.

Verðum að vera komin til DK 10 júlí en ætli við látum ekki bara peningana ráða, fórum heim þegar þeir eru búnir. Gummi fer að vinna 10 eða 11 og Ársól flýgur heim 14 júlí og kemur til baka 30 júlí. Mikið að gera framundan.

föstudagur, júní 18, 2004

Hæ hó jubbííí jei það er kominn sautjándi júní...í gær.

Gleðilegan sautjánda. Að tilefni dagsins þá var auðvitað rigning hérna í danaveldi í gær. En þar sem maður er sannur íslendingur þá lætur maður smá rigningu ekki eyðileggja hátíðarhöldin. Sem voru kannski ekki mikil.

Ársól fór til tannlæknis og fékk glaðloft svo henni kitlaði út um allt. Rosalega fyndið. Algjört töfraefni og hún fann ekkert fyrir því þegar var verið að bora. Svaka dugleg. Eftir þetta fórum við á makkann og fengum okkur að borða. Kíktum líka aðeins í búðir og eyddum bara smá pening....

Gummi kláraði líka prófin í gær. Þvílíkur léttir. Svo núna er hann kominn í sumarfrí og getur hann legið í sólinni þegar hún sýnir sig....er farin að bíða eftir að komi almennilega heitt hérna hjá okkur.

Fórum síðan upp í kolonihave þar sem Gústi og Þóra buðu upp á hátíðarmat. SS pylsur og ss sinnep og fleira góðgæti. Við reyndum líka að grilla sykurpúða, gekk svona upp og ofan. En þeir sem heppnuðust voru namm góðir en kannski var einn nóg.....

Síðasti dagurinn hennar Ársólar í skólanum í dag og þau borðuðu morgunmat með kennaranum sínum og buðu nýja kennaranum sem þau fá í 1. bekk að koma líka, rosa huggulegt. Núna er hún í dýragarðinum með fritids, nóg að gera hjá henni.

þriðjudagur, júní 15, 2004

Einkunnir

Var með fyrirlestur í dag fyrir deildina mína á spítalanum í dag. Þetta gekk bara fínt og ég var ekki að deyja úr stressi. En mér fannst vanta að ég fengi einkun til þess að vita hvernig mér hefði gengið. Skrýtið hvernig maður er.

Gummi er að sækja Grétar út á flugvöll. Þeir verða örugglega komnir hingað vonandi um ellefu.

Ég er búin að kaupa flugmiða fyrirprinsessuna á heimilinu. Hún fær að fara alein til Íslands í 1/2 mánuð. Verður hjá ömmu og afa að hjálpa þeim að hugsa um alla hænuunganna, sem þau eru búin að vera að unga út. Verður örugglega rosalega spennandi fyrir hana að fara í svona ævintýri.

mánudagur, júní 14, 2004

Helgin búin og hvað náði maður að áorka um helgina. hmmm

Við Ársól fórum á sumarhátíð í skólanum hennar og þar var mikið fjör, gleði og gaman. Ýmislegt sem var hægt að gera sér til skemmtunar og borða góðan mat. Gummi kom svo og náði að sjá þegar hetjan fór upp á svið og söng tvö lög ásamt hinum í bekknum sínum. Þetta var auðvitað þvílíkur áfangi þar sem hún er nú ekkert mikið fyrir það. Gekk rosa vel hjá þeim og þau fengu mikið klapp fyrir. Gummi lét sig hverfa aftur þar sem hann er á lokasprettinum fyrir próf sem verður á fimmtudaginn. Þá er hann líka búinn. JIBBÍ

Á sunnudag vorum við nú mestallan tímann upp í húsi og Siggi Gerða og synir kíktu í heimsókn og kræktu sér í smá sólbrúnku. Við erum búin að plana tjaldferð með þeim upp á Skagen eftir 2 vikur. Það verður örugglega rosa fjör. Gústi og Þóra komu líka við smá í smá kik og svo fórum við til þeirra og settum kjöt á grillið, þar sem þau eiga svona ótrúlega skemmtilega hraðvirkt grill, ekki svona hægvirkt eins og okkar, þar sem maður þarf að bíða í hálftíma eftir að hitni í kolunum.

Notarlegur sumardagur og vitiði hvað ég er sólbrunnin.... kemur á óvart ekki satt.

Á morgun kemur Grétar litli/stóri frændi í heimsókn.

fimmtudagur, júní 10, 2004

Er komin heim eftir siglingartúrinn hikk. Fín ferð hjá okkur, sigldum til Valdemarsslots þar sem beið okkar ekta dansku matur frikadeller með kartöflum og fleira góðgæti. Best að fara að sofa í hausinn á sér. hvernig fer maður samt að því, sofa í hausinn á sér.............nei bara að pæla

Og þar kom að því hún varð ÓÐ....

Já ég gat ekki stillt mig, hringdi æfareið þjónustufulltrúans og hellti mér yfir konugreyið. Enginn peningur var kominn inn á reikninginn og við farin að fá hótunarbréf um að henda okkur út af kollegie-inu og ýmsir vextir. Konu greyið gat auðvitað ekki gert neitt annað en að afsaka þessi leiðu mistök og þá var ég enn reiðari og sagði að þau yrðu að senda mér pening núna og hefðu 2 tíma til þess að redda þessu. Já og núna 1 1/2 tíma seinna er mér runnin reiðin og ég er búin að fá peningana mína, loksins.

Er að fara með vinnunni í óvissu ferð, eina sem ég veit að það verður sigling og drukkinn massa mikill bjór.

síjú leiter

þriðjudagur, júní 08, 2004

Guðmundur Pétursson

Já hann er greinilega ekki sá eini sem heitir þessu nafni. þetta var staðfest í dag þegar ég fór að leita af peningunum okkar, sem áttu að fara inn á danskan reikning hjá okkur. Enginn peningur og allt í rugli. Var að koma úr símanum við íslenskan bankastarfsmann sem fann peningana okkar inn á reikningi hjá Guðmundi Péturssyni í Færeyjum. Þetta er örugglega sá sami og við höfum verið að fá ellilífeyrislaun frá inn á okkar reikning. Vá þau eru ekki alveg að skilja það að það getur komið fyrir að fólk beri sömu nöfn. Eins gott að ég fái þennan pening í dag annars verð ég ÓÐ.......og hananú

sunnudagur, júní 06, 2004

Åh abe

Við Ársól og Birgitta fórum á tónleika í gær þar sem við sáum allar stórstjörnurnar sem eru í júróvision fyrir börn. Ársól sá uppáhaldssöngkonuna sína hana Anne. Þetta var rosa gaman og þvílíkt gott veður. Logn og 23 stiga hiti og ég er ein brunarúst. Gummi segir að ég líti út eins og zebrahestur en það er allt í lagi þ´vi mér finnst þeir svo sætir.

Á meðan við fórum á tónleikana, skruppu þau B+A+G til Þýskalands í smá verslunarleiðangur og vitiði hvað haldið þið ekki að hann Gummi komi sífellt á óvart....fyrir utan að kaupa skyrtu á sig þá keypti hann peysu og bol á MIG. Hvað er að gerast eiginlega.............ég er eiginlega bara ennþá kjaftstopp. Hann fékk meira segja stelpu í búðinni til þess að máta fyrir sig..... finnst það nú eiginlega bráðfyndið sérstaklega þar sem hún talaði ekki stakkt orð í ensku. En þetta getur hann strákurinn. Stollt af honum

miðvikudagur, júní 02, 2004

Hann á afmæli í dag hann á afmæli í dag....

Til hamingju með daginn Gummi

Við mæðgur vöknuðum snemma í morgun til þess að finna til pakkana sem átti að færa afmælisbarninu í rúmið. Gummi fékk ekki minna en 3 pakka fyrir 7 í morgun. Vel af sér vikið.

Ekki slæmur afmælisdagur 25 stiga hiti- notarlegt.

þriðjudagur, júní 01, 2004

Sextán flugnabit, sólbrunnar axlir og aumur rass.

Já þetta er uppskera helgarinnar. Löng og viðburðarík helgi að baki og stutt vinnuvika framundan, gæti lífið verið yndislegra?

Hitti Evu eftir vinnu á föstudag og við kíktum saman í búðir, rosa gaman að komast í stelpubúðarferð. Fórum svo út að borða og strákarnir fengu að koma með okkur. Matt vinur þeirra var líka með og Einar (ætla ekki að segja Einar hennar Melkorku...) Frábært að fá svona óvænta heimsókn frá Íslandi.

Á laugardag.....já man ekki hvað við gerðum en það var örugglega eitthvað skemmtilegt. Júbbs við vorum upp í húsi og fengum fullt af gestum og fórum síðan í mat til Óla og Jóu um kvöldið. Namm namm

Sunnudagurinn var tekinn snemma og við vorum mætt út fyrir 10. Því ætlunin var að fara aí hjólaferð út að Langesø, sem eru um 30 km. Frábært veður spillti ekki fyrir fríðu föruneyti sem var búið að safnast fyrir á Raskinu. Sex fullorðnir og tveir krakkagemsar. Við hjóluðum og hjóluðum.....vá hvað þetta var langt. En Ársól og Nökkvi voru ótrúlega dugleg og hjóluðu alla leið út að Langesö. þvílíkt dugleg. En ferðin var þess virði því þegar við komum á leiðarenda voru grillaðar SS pylsur og ekta ss sinnebb, kjams kjams.

Mánudagurinn sólríkur og fagur og fullur af flugnabitum. Flugurnar hafa svo sannarlega gætt sér á mér....en þrátt fyrir auma rassa, sólbruna og fleiri eymsl var dagurinn notaður upp í koloni have.

Semsagt rosa góð helgi.