Upprennandi barnapíur
Ársól og Emilía fengu að sofa saman hérna í nótt, það gekk ágætlega nema að Emilía átti frekar erfitt að sofna, held að klukkan hafi verið að ganga þrjú þegar hún loksins sofnaði, eftir að ég var búin að senda Gumma inn í herbergi hjá Ársól og við Emilía sváfum í hjónarúminu, hafðist fyrir rest.
Í dag fengum við síðan heimsókn frá Gerðu og strákunum hennar og fóru krakkarnir niður í kjallara að leika og tóku Sigmar Breka (rúml 1 árs )með. Hann var auðvitað látinn vera með í leiknum og var troðið ofaní barnavagna og kerrur og hnoðast með hann eins og dúkku. Honum virtist líka mjög vel við þetta, allavega kvartaði hann ekki mikið. Ársól kom einu sinni upp til að finna smekk þar sem sá litli slefaði of mikið að hennar mati. En þar sem þeim stutta fannst þetta ekkert þægilegur smekkur reyndi hann að taka hann af sér, þau brugðu þá á það ráð að líka smekkinn fastann með þykku teipi......núna sat smekkurinn á réttum stað, festur aftur með 2 hringjum af brúnu límbandi. Þegar ástandið versnaði og Sigmar Breki var farinn að reyna að stinga af fundu þau band sem þau bundu utan um stubbinn og þá fór hann sér ekki að voða!! Enda var hann hafður fyrir hund í leiknum... Sem betur fer tók mamma hans þessu létt þegar hún sá þetta og hló af þessum tilburðum krakkanna, góðar barnapíur þarna á ferðinni. Eða kannski fáum við aldrei að passa svona gutta í bráð, nema undir nákvæmu eftirliti.